„Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2025 22:48 Kári Kristján Kristjánsson og Rúnar Kárason voru sigursælir saman hjá ÍBV en Rúnar fór svo heim til Fram sumarið 2023. vísir/Hulda Margrét Rúnar Kárason hvetur stjórnendur hjá ÍBV til þess að viðurkenna mistök og biðja Kára Kristján Kristjánsson afsökunar vegna þess hvernig komið var fram við hann eftir að samningur hans við félagið rann út í sumar. Kári fór yfir það í löngu máli í hlaðvarpsþættinum Handkastið fyrir helgi hvernig nú væri svo komið að hann hygðist aldrei aftur ætla að spila í handboltabúningi ÍBV, eftir að hafa verið fyrirliði og leikjahæsti leikmaður liðsins. Ástæðan er framkoma forsvarsmanna handknattleiksdeildar ÍBV í garð Kára í viðræðum um mögulegan nýjan samning. Nefndi Kári til að mynda að menn hefðu hreinlega gert ráð fyrir því að vegna veikinda myndi hann ekki geta snúið aftur á völlinn, án þess að hann væri sjálfur spurður út í það. Þá hafi munnlegt samkomulag um að hann yrði spilandi aðstoðarþjálfari orðið að engu, án þess að menn virtust treysta sér til að segja Kára það hreint út og liðu að hans sögn tveir mánuðir í sumar án þess að rætt væri við hann, áður en loks kom í ljós að ekki stæði til að gera við Kára samning. Þá kom Kári inn á það að þegar hann missti móður sína úr krabbameini í vor hefði honum, fyrirliða ÍBV, ekki borist svo mikið sem samúðarskeyti frá félaginu sem hann þó hefði þjónað um árabil. Kári og Rúnar urðu meðal annars Íslandsmeistarar saman hjá ÍBV og léku einnig saman með íslenska landsliðinu. Rúnar segir frá því í færslu á Facebook hve vonsvikinn hann sé vegna viðskilnaðs Kára við ÍBV og lýsir málinu sem fjölskylduharmleik. „Nú á ég ekkert með það að gera að segja íþróttafélögum hvernig þau eiga að reka sig og ÍBV ber engin skylda til að semja við hann Kára vin minn. En mér finnst persónulega skipta máli að ef ákvörðunin er að láta leiðir skilja af hálfu félagsins, þá á bara að segja það, augnliti til augnlitis sama hversu erfitt eða óþægilegt það samtal er,“ skrifar Rúnar og heldur áfram: „Mér finnst það morgunljóst að Kári er sá handknattleiksmaður sem kemur frá Eyjum sem hefur náð hvað lengst, er stærsti prófíll handboltans frá Eyjum og ofan á það hefur hann unnið fyrir ÍBV af heilindum í fjölda mörg ár. Langt umfram laun eða starfslýsingar. Ég upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik og það er erfitt og leiðinlegt að fylgjast með því.“ Þá bindur Rúnar vonir við það að farsæl lausn fáist í málinu en í stuttri yfirlýsingu frá handknattleiksdeild ÍBV á föstudaginn sagði að tvær hliðar væru á öllum málum og að Kára væri þakkað fyrir sitt framlag. „Ég vona að hér verði mistök viðurkennd og ég vona að Kári fái afsökunarbeiðni á því hvernig samstarfinu lauk því hann á það skilið,“ skrifar Rúnar og bætir við: „Ég vona svo auðvitað líka að sjá hann Kára með merki bandalagsins á brjóstinu og hann beri það stoltur, hvort sem það sé sem foreldri, þjálfari, stuðningsmaður eða leikmaður. Ég hef einhvern veginn alltaf séð fyrir mér að mæta í stórt partý til Eyja þegar hann Kári myndi hætta að spila, þar yrði fyrri titlum og frábærum stundum hampað og treyja númer 46 dregin upp í rjáfur. Mér finnst Kári vera þannig leikmaður og mér finnst ÍBV vera þannig félag.“ Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Kári fór yfir það í löngu máli í hlaðvarpsþættinum Handkastið fyrir helgi hvernig nú væri svo komið að hann hygðist aldrei aftur ætla að spila í handboltabúningi ÍBV, eftir að hafa verið fyrirliði og leikjahæsti leikmaður liðsins. Ástæðan er framkoma forsvarsmanna handknattleiksdeildar ÍBV í garð Kára í viðræðum um mögulegan nýjan samning. Nefndi Kári til að mynda að menn hefðu hreinlega gert ráð fyrir því að vegna veikinda myndi hann ekki geta snúið aftur á völlinn, án þess að hann væri sjálfur spurður út í það. Þá hafi munnlegt samkomulag um að hann yrði spilandi aðstoðarþjálfari orðið að engu, án þess að menn virtust treysta sér til að segja Kára það hreint út og liðu að hans sögn tveir mánuðir í sumar án þess að rætt væri við hann, áður en loks kom í ljós að ekki stæði til að gera við Kára samning. Þá kom Kári inn á það að þegar hann missti móður sína úr krabbameini í vor hefði honum, fyrirliða ÍBV, ekki borist svo mikið sem samúðarskeyti frá félaginu sem hann þó hefði þjónað um árabil. Kári og Rúnar urðu meðal annars Íslandsmeistarar saman hjá ÍBV og léku einnig saman með íslenska landsliðinu. Rúnar segir frá því í færslu á Facebook hve vonsvikinn hann sé vegna viðskilnaðs Kára við ÍBV og lýsir málinu sem fjölskylduharmleik. „Nú á ég ekkert með það að gera að segja íþróttafélögum hvernig þau eiga að reka sig og ÍBV ber engin skylda til að semja við hann Kára vin minn. En mér finnst persónulega skipta máli að ef ákvörðunin er að láta leiðir skilja af hálfu félagsins, þá á bara að segja það, augnliti til augnlitis sama hversu erfitt eða óþægilegt það samtal er,“ skrifar Rúnar og heldur áfram: „Mér finnst það morgunljóst að Kári er sá handknattleiksmaður sem kemur frá Eyjum sem hefur náð hvað lengst, er stærsti prófíll handboltans frá Eyjum og ofan á það hefur hann unnið fyrir ÍBV af heilindum í fjölda mörg ár. Langt umfram laun eða starfslýsingar. Ég upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik og það er erfitt og leiðinlegt að fylgjast með því.“ Þá bindur Rúnar vonir við það að farsæl lausn fáist í málinu en í stuttri yfirlýsingu frá handknattleiksdeild ÍBV á föstudaginn sagði að tvær hliðar væru á öllum málum og að Kára væri þakkað fyrir sitt framlag. „Ég vona að hér verði mistök viðurkennd og ég vona að Kári fái afsökunarbeiðni á því hvernig samstarfinu lauk því hann á það skilið,“ skrifar Rúnar og bætir við: „Ég vona svo auðvitað líka að sjá hann Kára með merki bandalagsins á brjóstinu og hann beri það stoltur, hvort sem það sé sem foreldri, þjálfari, stuðningsmaður eða leikmaður. Ég hef einhvern veginn alltaf séð fyrir mér að mæta í stórt partý til Eyja þegar hann Kári myndi hætta að spila, þar yrði fyrri titlum og frábærum stundum hampað og treyja númer 46 dregin upp í rjáfur. Mér finnst Kári vera þannig leikmaður og mér finnst ÍBV vera þannig félag.“
Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30