Innlent

Fullir í flugi

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Farþegi þótti of ölvaður um borð í flugvél SAS á leið til Kaupmannahafnar frá Keflavík í gærkvöldi. Lenda þurfti í Björgvin í Noregi. Á laugardag var flugvél WizzAir snúið við og lent í Noregi þar sem tilkynnt var um háreysti tveggja farþega.
(Ljósmynd: Nicolas Economou/Getty Images).
Farþegi þótti of ölvaður um borð í flugvél SAS á leið til Kaupmannahafnar frá Keflavík í gærkvöldi. Lenda þurfti í Björgvin í Noregi. Á laugardag var flugvél WizzAir snúið við og lent í Noregi þar sem tilkynnt var um háreysti tveggja farþega. (Ljósmynd: Nicolas Economou/Getty Images).

Vél SAS frá Keflavík til Kaupmannahafnar þurfti að leggja lykkju á leið sína og lenda í Björgvin í Noregi í gærkvöldi þar sem farþegi þótti of ölvaður. Þetta kemur fram á vef TV2 í Noregi.

Á laugardagskvöld þurfti fluvél Wizz air, sem flogið var frá Íslandi til Ungverjalands, óvænt að lenda í Noregi þar sem vísa þurfti tveimur ölvuðum mönnum úr vélinni sem voru til vandræða. Þeir fá hvor sekt upp á fimmtán þúsund norskar krónur sem er um 180 þúsund íslenskar krónur. Þeir gætu einnig þurft að bera fjárhagslega ábyrgð á millilendingu vélarinnar þar sem flugfélög geta krafist upphæða í hundruðum þúsunda norskra króna frá fólki sem veldur aukalendingu.

Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Kefla­vík - Vísir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×