Lífið

Saga Matt­hildur orðin tveggja barna móðir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Saga Matthildur vann Idolið árið 2023.
Saga Matthildur vann Idolið árið 2023. Vísir/Vilhelm

Tónlistarkonan og Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir og Sigurður Rúnar Reynisson kærasti hennar eignuðust stúlku þann 14. ágúst síðastliðinn. Saga greindi frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Um er að ræða þeirra annað barn saman. Fyrir á parið einn dreng sem fæddist í maí 2023. 

„Búið að vera nóg að gera seinustu níu mánuði,“ skrifaði Saga og birti mynd af litlu stúlkunni.

Saga söng sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún bar sigur úr býtum í Idol árið 2023. Hún komst að því að hún væri barnshafandi þegar millistig keppninnar fór fram í Salnum í Kópavogi árinu áður og þurfti að læra að beita annarri tækni þegar lengra leið á meðgönguna.

Á nýársdag birti Saga færslu þar sem hún rifjaði upp árið 2024: „Eyddi árinu með strákunum mínum. Samdi fullt. Söng fullt. Vann fullt. Margir óvæntir glaðningar í vændum 2025.“

Brot úr flutningi Sögu Matthildar á laginu, A Change is Gonna Come með Sam Cooke, á úrslitakvöldi Idol.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.