WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2025 12:53 Kristinn Hrafnsson og Julian Assange ásamt Jennifer Robinson á leið í dómshús í Lundúnum árið 2011 eftir að Assange var ákærður fyrir kynferðisbrot. Vísir/EPA Á hráslagalegum vetri árið 2009 í djúpri efnahagskreppu varð Reykjavík óvæntur vettvangur einnar umtöluðustu uppljóstrunar 21. aldar. Í Skuggavaldinu, hlaðvarpi í umsjá prófessoranna Eiríks Bergmanns og Huldu Þórisdóttur, er kafað í mál WikiLeaks og Julian Assange, í fjögurra þátta syrpu, þar sem nýjar upplýsingar koma fram, meðal annars um atburðina hér á Íslandi. Eftir að WikiLeaks birti trúnaðargögn um lánveitingar Kaupþings skömmu eftir bankahrunið ákvað Félag um stafrænt frelsi undir forystu Smára McCarthy, síðar þingmanns Pírata, að bjóða Julian Assange og samstarfsmanni hans, Daniel Domscheit-Berg, til Íslands. Sjá einnig: Fulltrúar Wikileaks á Íslandi Á þessum tíma reið efnahagskreppa yfir Ísland og þjóðin sveiflaðist milli vantrúar og reiði. Assange og félagar tóku þátt í ráðstefnu 1. desember 2009, þar sem Birgitta Jónsdóttir, þáverandi þingmaður Hreyfingarinnar, var einnig meðal ræðumanna. Þar hófst samstarf sem síðar leiddi til þingsályktunartillögu um að gera Ísland að öruggu skjóli fyrir uppljóstrara og blaðamenn – svonefndu IMMI-frumkvæði. Lítið varð úr IMMI-verkefninu, en fljótlega bárust WikiLeaks umfangsmikil gögn frá óþekktum bandarískum hermanni í Írak, sem síðar varð þekktur sem Chelsea Manning (áður Bradley Manning). Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Unnið að uppljóstrun á Grettisgötunni Assange leigði lítið bárujárnshús við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hópur gagnafrelsissinna sat þessa dimmu vetrardaga við greiningu og undirbúning birtingar gagnanna. Íslenskir forritarar hönnuðu kerfi til að fletta upp í gögnunum og unnu þar að einni stærstu uppljóstrun aldarinnar. Meðal efnis var myndband sem síðar varð þekkt sem „Collateral Murder“ – upptaka úr árásarþyrlu bandaríska hersins í Bagdad árið 2007 þar sem fjöldi óbreyttra borgara var myrtur, þar á meðal starfsmenn Reuters. Myndbandið var unnið á Íslandi, og Kristinn Hrafnsson, fréttamaður RÚV, starfaði með WikiLeaks að málinu. RÚV varð fyrsti fjölmiðill heims til að birta fréttina með ítarlegri greiningu 5. apríl 2010. Samstarfi WikiLeaks og RÚV lauk þar. Kristinn pakkaði sagði hins vegar starfi sínu lausu til að vinna áfram með Assange og félögum – óafvitandi um þá æsilegu atburðarás sem beið hans. Fréttin um „Collateral Murder“ vakti heimsathygli og setti Assange og WikiLeaks samstundis í fremstu víglínu alþjóðlegra frétta. Í kjölfarið fylgdu fleiri stórfelldir gagnalekar: stríðsskrár Bandaríkjahers frá Afganistan og Írak, og síðar diplómataskjölin þar sem bandarískir sendimenn létu óhikað í ljós óheflað mat sitt á heimsleiðtogum. Stórveldi heimsins stóðu í fyrstu ráðþrota gagnvart þessari nýju, nafnlausu leið uppljóstrara til að koma efni á framfæri. Viljinn var því víða mikill að koma böndum á Assange og víða var lagt á ráðin um það líkt og rakið er í Skuggavaldinu. Ásakanir, fangelsun og frelsi Óvænt tækifæri gafst svo í ágúst 2010 þegar tvær konur í Svíþjóð sökuðu Julian Assange um kynferðisbrot. Í næsta þætti verður farið rækilega ofan í það mál og hvernig stjórnvöld nýttu sér það til að setja hömlur á hann og WikiLeaks. Skuggavaldið tekur málið í heild til kostanna þar sem Hulda og Eiríkur ræða fjölmargar samsæriskenningar í kringum það, og greina jafnframt hvernig stórveldi beita sér á bak við tjöldin til að ná fram vilja sínum og koma fjötrum á þá sem þau telja sér óþægilega. Fyrsti þáttur í fjögurra hluta syrpu er þegar kominn í hlaðvarpsveitur en Eiríkur og Hulda ræddu um seríuna í Bítinu í morgun: Í síðari þáttum verður meðal annars birt ítarlegt viðtal við Kristinn Hrafnsson þar sem fram koma nýjar og áhugaverðar upplýsingar, ekki síst um þá dramatísku atburðarás þegar Julian Assange var loksins látinn laus í fyrra eftir fimmtán ár í stofufangelsi. Hlusta má á fyrsta þáttinn hér að neðan: Skuggavaldið WikiLeaks Mál Julians Assange Bandaríkin Bretland Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Í Skuggavaldinu, hlaðvarpi í umsjá prófessoranna Eiríks Bergmanns og Huldu Þórisdóttur, er kafað í mál WikiLeaks og Julian Assange, í fjögurra þátta syrpu, þar sem nýjar upplýsingar koma fram, meðal annars um atburðina hér á Íslandi. Eftir að WikiLeaks birti trúnaðargögn um lánveitingar Kaupþings skömmu eftir bankahrunið ákvað Félag um stafrænt frelsi undir forystu Smára McCarthy, síðar þingmanns Pírata, að bjóða Julian Assange og samstarfsmanni hans, Daniel Domscheit-Berg, til Íslands. Sjá einnig: Fulltrúar Wikileaks á Íslandi Á þessum tíma reið efnahagskreppa yfir Ísland og þjóðin sveiflaðist milli vantrúar og reiði. Assange og félagar tóku þátt í ráðstefnu 1. desember 2009, þar sem Birgitta Jónsdóttir, þáverandi þingmaður Hreyfingarinnar, var einnig meðal ræðumanna. Þar hófst samstarf sem síðar leiddi til þingsályktunartillögu um að gera Ísland að öruggu skjóli fyrir uppljóstrara og blaðamenn – svonefndu IMMI-frumkvæði. Lítið varð úr IMMI-verkefninu, en fljótlega bárust WikiLeaks umfangsmikil gögn frá óþekktum bandarískum hermanni í Írak, sem síðar varð þekktur sem Chelsea Manning (áður Bradley Manning). Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Unnið að uppljóstrun á Grettisgötunni Assange leigði lítið bárujárnshús við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hópur gagnafrelsissinna sat þessa dimmu vetrardaga við greiningu og undirbúning birtingar gagnanna. Íslenskir forritarar hönnuðu kerfi til að fletta upp í gögnunum og unnu þar að einni stærstu uppljóstrun aldarinnar. Meðal efnis var myndband sem síðar varð þekkt sem „Collateral Murder“ – upptaka úr árásarþyrlu bandaríska hersins í Bagdad árið 2007 þar sem fjöldi óbreyttra borgara var myrtur, þar á meðal starfsmenn Reuters. Myndbandið var unnið á Íslandi, og Kristinn Hrafnsson, fréttamaður RÚV, starfaði með WikiLeaks að málinu. RÚV varð fyrsti fjölmiðill heims til að birta fréttina með ítarlegri greiningu 5. apríl 2010. Samstarfi WikiLeaks og RÚV lauk þar. Kristinn pakkaði sagði hins vegar starfi sínu lausu til að vinna áfram með Assange og félögum – óafvitandi um þá æsilegu atburðarás sem beið hans. Fréttin um „Collateral Murder“ vakti heimsathygli og setti Assange og WikiLeaks samstundis í fremstu víglínu alþjóðlegra frétta. Í kjölfarið fylgdu fleiri stórfelldir gagnalekar: stríðsskrár Bandaríkjahers frá Afganistan og Írak, og síðar diplómataskjölin þar sem bandarískir sendimenn létu óhikað í ljós óheflað mat sitt á heimsleiðtogum. Stórveldi heimsins stóðu í fyrstu ráðþrota gagnvart þessari nýju, nafnlausu leið uppljóstrara til að koma efni á framfæri. Viljinn var því víða mikill að koma böndum á Assange og víða var lagt á ráðin um það líkt og rakið er í Skuggavaldinu. Ásakanir, fangelsun og frelsi Óvænt tækifæri gafst svo í ágúst 2010 þegar tvær konur í Svíþjóð sökuðu Julian Assange um kynferðisbrot. Í næsta þætti verður farið rækilega ofan í það mál og hvernig stjórnvöld nýttu sér það til að setja hömlur á hann og WikiLeaks. Skuggavaldið tekur málið í heild til kostanna þar sem Hulda og Eiríkur ræða fjölmargar samsæriskenningar í kringum það, og greina jafnframt hvernig stórveldi beita sér á bak við tjöldin til að ná fram vilja sínum og koma fjötrum á þá sem þau telja sér óþægilega. Fyrsti þáttur í fjögurra hluta syrpu er þegar kominn í hlaðvarpsveitur en Eiríkur og Hulda ræddu um seríuna í Bítinu í morgun: Í síðari þáttum verður meðal annars birt ítarlegt viðtal við Kristinn Hrafnsson þar sem fram koma nýjar og áhugaverðar upplýsingar, ekki síst um þá dramatísku atburðarás þegar Julian Assange var loksins látinn laus í fyrra eftir fimmtán ár í stofufangelsi. Hlusta má á fyrsta þáttinn hér að neðan:
Skuggavaldið WikiLeaks Mál Julians Assange Bandaríkin Bretland Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira