Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 00:01 Ísraelskir mótmælendur heimta að gíslunum sé sleppt. AP Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið. Forsvarsmenn Hamas sögðust í dag hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu lifandi gísla. Fulltrúar Hamas hafa fundað með sáttamiðlurum frá Egyptalandi og Katar síðustu daga. Egyptar eru sagðir hafa tekið forystu í viðræðunum, enda eiga þeir mikið undir. Þeir hafa alfarið neitað að taka á móti íbúum Gasa, sem ísraelskir stjórnmálamenn hafa hótað að reka í burtu af svæðinu. Ísrael hefur ekki beinlínis hafnað tillögunni en David Mencer, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði við breska ríkisútvarpið í dag að þeir hefðu ekki áhuga á samningum sem ekki væru algjörir. „Aðstæður hafa breyst núna. Forsætisráðherrann hefur lagt fram áætlun um framtíð Gasa,“ sagði Mencer en Ísraelsher vill leggja undir sig gervalla Gasaborg. Þá hafa hátt í sextíu þúsund varaliðsmenn í Ísraelsher fengið herkvaðningu í dag vegna aðgerðanna, að því er Haaretz greinir frá. Stjórnvöld í Ísrael sæta nú auknum þrýstingi en efnt var til fjölsóttra mótmæla í Tel Aviv og víðar síðustu helgi og boðað hefur verið til annarra mótmæla næsta sunnudag. Snúast þau aðallega að gagnrýni á áherslur ríkisstjórnarinnar og ekki síst að þeim hafi enn ekki tekist að endurheimta þá 20 lifandi gísla sem enn eru í haldi Hamas. Heimildir BBC úr röðum palestínskra ráðamanna segja að tillagan sem Ísraelar eru nú að tyggja á fæli í sér að 10 lifandi og 18 látnum gíslum yrði skilað á meðan aðilar semdu um varanlegt vopnahlé og skil á hinum gíslunum. Ólíklegt þykir að Ísraelsmenn samþykki tillöguna eins og hún leggur sig. Fyrir tveimur dögum sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að landið myndi ekki samþykkja neinn samning sem fæli ekki í sér að allir gíslar yrðu sendir heim. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas sögðust í dag hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu lifandi gísla. Fulltrúar Hamas hafa fundað með sáttamiðlurum frá Egyptalandi og Katar síðustu daga. Egyptar eru sagðir hafa tekið forystu í viðræðunum, enda eiga þeir mikið undir. Þeir hafa alfarið neitað að taka á móti íbúum Gasa, sem ísraelskir stjórnmálamenn hafa hótað að reka í burtu af svæðinu. Ísrael hefur ekki beinlínis hafnað tillögunni en David Mencer, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði við breska ríkisútvarpið í dag að þeir hefðu ekki áhuga á samningum sem ekki væru algjörir. „Aðstæður hafa breyst núna. Forsætisráðherrann hefur lagt fram áætlun um framtíð Gasa,“ sagði Mencer en Ísraelsher vill leggja undir sig gervalla Gasaborg. Þá hafa hátt í sextíu þúsund varaliðsmenn í Ísraelsher fengið herkvaðningu í dag vegna aðgerðanna, að því er Haaretz greinir frá. Stjórnvöld í Ísrael sæta nú auknum þrýstingi en efnt var til fjölsóttra mótmæla í Tel Aviv og víðar síðustu helgi og boðað hefur verið til annarra mótmæla næsta sunnudag. Snúast þau aðallega að gagnrýni á áherslur ríkisstjórnarinnar og ekki síst að þeim hafi enn ekki tekist að endurheimta þá 20 lifandi gísla sem enn eru í haldi Hamas. Heimildir BBC úr röðum palestínskra ráðamanna segja að tillagan sem Ísraelar eru nú að tyggja á fæli í sér að 10 lifandi og 18 látnum gíslum yrði skilað á meðan aðilar semdu um varanlegt vopnahlé og skil á hinum gíslunum. Ólíklegt þykir að Ísraelsmenn samþykki tillöguna eins og hún leggur sig. Fyrir tveimur dögum sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að landið myndi ekki samþykkja neinn samning sem fæli ekki í sér að allir gíslar yrðu sendir heim.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira