Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 10:29 Gamlar höfuðstöðvar Landsvirkjunar. Landsvirkjun Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár. Húseignin er 4.555 fermetrar eða um 56 prósent af skráðri stærð alls hússins. Greint var frá því í sumar að sex tilboð hefðu borist í húsið eftir að það var sett á sölu í apríl. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með söluferlinu. Í tilkynningu segir um Landsbyggð að það sé fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfir sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hefur meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag ehf. Félagið keypti í júlí á þessu ári gömlu höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti 11 í Reykjavík og vinnur nú að áætlunum um nýtingu þess. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Í umfjöllun Vísis um kaupin í sumar kom fram að gömlu höfuðstöðvar Landsbankans væri þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum. Sjá einnig: Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir „Við sjáum fram á að nýta þetta hús á fjölbreyttan og metnaðarfullan hátt. Staðsetningin er frábær, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og nálægt helstu samgönguæðum. Við teljum að húsið geti orðið fyrsta flokks atvinnuhúsnæði þar sem fara saman skrifstofu-, þjónustu- og verslunarrými,“ segir Guðjón Auðunsson, stjórnarformaður Landsbyggðar ehf., í tilkynningu. Við hlið gömlu höfuðstöðvanna er verslunar- og þjónustukjarni. Já.is Landsvirkjun var í hálfa öld til húsa á Háaleitisbrautinni en flutti höfuðstöðvar sína í fyrra í kjölfar þess að mygla fannst í húsnæðinu árið 2022. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landsvirkjun og Landsbyggð kemur fram að húsnæðið hafi ekki þótt hentugt fyrir áframhaldandi starfsemi og að stjórn hafi því samþykkt í júní í fyrra að selja húsið. Landsvirkjun er nú með höfuðstöðvar sínar í Katrínartúni og verður með aðsetur þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar. Þær er áformað að reisa austast á Bústaðavegi í Reykjavík, þar sem Landsvirkjun keypti lóðir í febrúar síðastliðnum. „Við hjá Landsvirkjun fögnum því að gömlu höfuðstöðvarnar okkar séu komnar í hendur nýrra eigenda sem hafa mikla reynslu af uppbyggingar- og umbreytingaverkefnum. Það fór vel um okkur áratugum saman á þessum einstaka útsýnisstað í miðri borginni með góðum grönnum. Við einbeitum okkur núna að því að undirbúa byggingu nýrra höfuðstöðva. Það mál er komið á rekspöl þótt endanlegar ákvarðanir um uppbyggingu liggi ekki fyrir,“ segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun, um söluna í tilkynningu. Landsvirkjun Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Húseignin er 4.555 fermetrar eða um 56 prósent af skráðri stærð alls hússins. Greint var frá því í sumar að sex tilboð hefðu borist í húsið eftir að það var sett á sölu í apríl. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með söluferlinu. Í tilkynningu segir um Landsbyggð að það sé fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfir sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hefur meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag ehf. Félagið keypti í júlí á þessu ári gömlu höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti 11 í Reykjavík og vinnur nú að áætlunum um nýtingu þess. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Í umfjöllun Vísis um kaupin í sumar kom fram að gömlu höfuðstöðvar Landsbankans væri þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum. Sjá einnig: Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir „Við sjáum fram á að nýta þetta hús á fjölbreyttan og metnaðarfullan hátt. Staðsetningin er frábær, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og nálægt helstu samgönguæðum. Við teljum að húsið geti orðið fyrsta flokks atvinnuhúsnæði þar sem fara saman skrifstofu-, þjónustu- og verslunarrými,“ segir Guðjón Auðunsson, stjórnarformaður Landsbyggðar ehf., í tilkynningu. Við hlið gömlu höfuðstöðvanna er verslunar- og þjónustukjarni. Já.is Landsvirkjun var í hálfa öld til húsa á Háaleitisbrautinni en flutti höfuðstöðvar sína í fyrra í kjölfar þess að mygla fannst í húsnæðinu árið 2022. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landsvirkjun og Landsbyggð kemur fram að húsnæðið hafi ekki þótt hentugt fyrir áframhaldandi starfsemi og að stjórn hafi því samþykkt í júní í fyrra að selja húsið. Landsvirkjun er nú með höfuðstöðvar sínar í Katrínartúni og verður með aðsetur þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar. Þær er áformað að reisa austast á Bústaðavegi í Reykjavík, þar sem Landsvirkjun keypti lóðir í febrúar síðastliðnum. „Við hjá Landsvirkjun fögnum því að gömlu höfuðstöðvarnar okkar séu komnar í hendur nýrra eigenda sem hafa mikla reynslu af uppbyggingar- og umbreytingaverkefnum. Það fór vel um okkur áratugum saman á þessum einstaka útsýnisstað í miðri borginni með góðum grönnum. Við einbeitum okkur núna að því að undirbúa byggingu nýrra höfuðstöðva. Það mál er komið á rekspöl þótt endanlegar ákvarðanir um uppbyggingu liggi ekki fyrir,“ segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun, um söluna í tilkynningu.
Landsvirkjun Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira