Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2025 18:05 Arnar Gauti Arnarsson er einn af eigendum Happy Hydrate. Vísir Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Fyrr í sumar fjallaði DV um færslur á Instagram frá Gerði Arinbjarnardóttur, oftast kennda við verslun sína Blush, þar sem hún fjallaði um vörur Happy Hydrate á neikvæðan máta. Sagði hún drykki fyrirtækisins „ógeðslega vonda“. Baðst síðar afsökunar „Ég get ekki drukkið það, sorrí mín skoðun. Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Núna voru þeir að byrja að selja þetta kreatín. Það er meiri viðbjóðurinn. Er fólk bara að drekka þetta og þykjast að þetta sé algjört æði? Það er algjört lágmark að ef þú ætlar að gera eitthvað svona að það sé vottur af góðu bragði af þessu,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún frekar drekka Gatorade þegar hana vanti steinefni. Athygli vakti að Gerður er stjórnarmaður í Ölgerðinni sem flytur einmitt inn Gatorade og því í virkri samkeppni við Happy Hydrate. Einkennileg gagnrýni Arnar Gauti Arnarsson, eigandi Happy Hydrate, segir í samtali við fréttastofu að hann sé þakklátur Gerði fyrir umfjöllunina. Hins vegar þyki honum einkennilegt að stjórnarkona samkeppnisaðila rakki þá niður á samfélagsmiðlum. „Við erum stöðugt að þróa vöruna með íslenskum næringarfræðingum og leggjum sérstaka áherslu á gæði innihaldsefna og því eru öll bragðefni náttúruleg, þó það geti stundum haft áhrif á bragðið,“ segir Arnar Gauti. Tímasetningin tilviljun Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu lítið fyrir gagnrýni Gerðar og fóru þess í stað í innrás inn á annan markað Ölgerðarinnar, orkudrykkjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf nýlega sölu á Happy Hydrate Energy Xpress. „Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda síðustu tíu ár. Við sáum þar spennandi tækifæri til að koma inn með okkar eigin vöru, drykk í stikuformi sem leggur áherslu á heilsu, án óþarfa aukaefna og sem er jafnframt tannvænn,“ segir Arnar Gauti. Hann segir hafa verið leiðinlegt að sjá færslur Gerðar, en hann vilji ekki svara í sömu mynt. Þá er tilviljun að þeir auki samkeppni við Ölgerðina skömmu eftir færslurnar. „Varan hefur verið í þróun í rúmt ár því var tímasetningin ekki skipulögð, en hún er vissulega heppileg. Við erum mjög spennt að heyra hvernig henni finnst nýja epla- og kívíbragðið smakkast,“ segir Arnar Gauti glettinn. Samkeppnismál Orkudrykkir Ölgerðin Drykkir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Fyrr í sumar fjallaði DV um færslur á Instagram frá Gerði Arinbjarnardóttur, oftast kennda við verslun sína Blush, þar sem hún fjallaði um vörur Happy Hydrate á neikvæðan máta. Sagði hún drykki fyrirtækisins „ógeðslega vonda“. Baðst síðar afsökunar „Ég get ekki drukkið það, sorrí mín skoðun. Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Núna voru þeir að byrja að selja þetta kreatín. Það er meiri viðbjóðurinn. Er fólk bara að drekka þetta og þykjast að þetta sé algjört æði? Það er algjört lágmark að ef þú ætlar að gera eitthvað svona að það sé vottur af góðu bragði af þessu,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún frekar drekka Gatorade þegar hana vanti steinefni. Athygli vakti að Gerður er stjórnarmaður í Ölgerðinni sem flytur einmitt inn Gatorade og því í virkri samkeppni við Happy Hydrate. Einkennileg gagnrýni Arnar Gauti Arnarsson, eigandi Happy Hydrate, segir í samtali við fréttastofu að hann sé þakklátur Gerði fyrir umfjöllunina. Hins vegar þyki honum einkennilegt að stjórnarkona samkeppnisaðila rakki þá niður á samfélagsmiðlum. „Við erum stöðugt að þróa vöruna með íslenskum næringarfræðingum og leggjum sérstaka áherslu á gæði innihaldsefna og því eru öll bragðefni náttúruleg, þó það geti stundum haft áhrif á bragðið,“ segir Arnar Gauti. Tímasetningin tilviljun Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu lítið fyrir gagnrýni Gerðar og fóru þess í stað í innrás inn á annan markað Ölgerðarinnar, orkudrykkjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf nýlega sölu á Happy Hydrate Energy Xpress. „Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda síðustu tíu ár. Við sáum þar spennandi tækifæri til að koma inn með okkar eigin vöru, drykk í stikuformi sem leggur áherslu á heilsu, án óþarfa aukaefna og sem er jafnframt tannvænn,“ segir Arnar Gauti. Hann segir hafa verið leiðinlegt að sjá færslur Gerðar, en hann vilji ekki svara í sömu mynt. Þá er tilviljun að þeir auki samkeppni við Ölgerðina skömmu eftir færslurnar. „Varan hefur verið í þróun í rúmt ár því var tímasetningin ekki skipulögð, en hún er vissulega heppileg. Við erum mjög spennt að heyra hvernig henni finnst nýja epla- og kívíbragðið smakkast,“ segir Arnar Gauti glettinn.
Samkeppnismál Orkudrykkir Ölgerðin Drykkir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira