Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Kristján Már Unnarsson skrifar 20. ágúst 2025 22:10 Árni Geir Eyþórsson er eigandi og framkvæmdastjóri Jarðvals. Lýður Valberg Sveinsson Vegafarendur á leið um einn fjölfarnasta þjóðveg landsins, Suðurlandsveg í útjaðri Reykjavíkur, geta senn fagnað nýjum áfanga sem bætir umferðarflæði og eykur öryggi. Í fréttum Sýnar mátti sjá hvar verið var að malbika nýjar akreinar. Vinnuflokkur Malbiksstöðvarinnar nýtir veðurblíðuna þessa dagana til að bika nýjar akreinar Suðurlandsvegar. „Þetta er svona lokahnykkurinn hérna. Kom inn sem viðbótarverk í fyrra og við erum loksins að sjá fyrir endann á þessu,“ segir Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals. Vegarkaflinn liggur um Lögbergsbrekku milli Fossvalla og Gunnarshólma og er í heild hátt í fimm kílómetra langur.Lýður Valberg Sveinsson Það eru raunar liðin fjögur ár frá því verktakinn Jarðval hóf tvöföldun vegarins milli Fossvalla og Lögbergsbrekku og tvö ár frá því upphaflegi verkhlutinn, liðlega þrír kílómetrar, var opnaður umferð. En svo var bætt við verkið um 1.300 metra kafla milli Lækjarbotna og Gunnarshólma en hann verður malbikaður í tveimur áföngum. „Þessi áfangi verður tekinn í notkun vonandi sem fyrst. En við verðum að hleypa íbúunum á hann fyrst til þess að geta tekið seinni áfangann. Þannig að þetta eru svona krúsidúllur í þessu,“ segir Árni Geir. Vinnuflokkur Malbiksstöðvarinnar leggur út malbikið.Lýður Valberg Sveinsson Raunar stöðvaðist verkið um tíma þegar Hornafjarðarfljót sprengdi alla fjárhagsramma samgönguáætlunar í fyrra og sogaði til sín nánast allt vegafé. Og það hafa verið ýmsar áskoranir á staðnum. „Við erum náttúrlega að fara í gegnum mýri hérna. Að ég tala nú ekki um umferðina hérna sem er alltaf að aukast.“ -Miðað við umferðina sem er hérna í útjaðri Reykjavíkur, þetta teljast vegarbætur? Nýi kaflinn neðan Lækjarbotna, sem núna bætist við, er um 1,3 kílómetra langur.Lýður Valberg Sveinsson „Það er alveg klárt mál, sko. Þetta eru náttúrlega stór gatnamót í raun og veru. Við erum að setja líka samhliða þessu niður hérna fimmtíu ljósastaura. Þannig að þetta er allt upplýst. Aðreinar verða miklu öruggari inn á Suðurlandsveginn. Allt upplýst og til mikilla bóta.“ Og allur kaflinn ætti að vera tilbúinn í október, að sögn framkvæmdastjóra Jarðvals. „Ég held að við finnum það öll sem komum að austan; eftir að við byrjuðum hérna, að fá tvöföldunina nánast frá Sandskeiði. Þetta er alveg allra meina bót.“ Horft til vesturs í átt til Reykjavíkur.Lýður Valberg Sveinsson -Þó að þetta sé ekki risaáfangi, það munar samt um þetta? „Alveg. Heldur betur,“ segir Árni Geir. En svo er það spurningin: Hvenær verður klárað að tvöfalda þá sjö kílómetra sem eftir eru inn til borgarinnar, milli Rauðavatns og Gunnarshólma? Svarið fæst vonandi í þeirri samgönguáætlun sem innviðaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi núna á haustdögum. Hér má sjá frétt Sýnar: Vegagerð Kópavogur Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Suðurlandsveg vegna kæru Waldorfskólans Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga 12. apríl 2022 11:15 Samningar undirritaðir um breikkun í Lækjarbotnum Samningar um tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur voru undirritaðir hjá Vegagerðinni í dag. Verkinu seinkar um fjóra mánuði þar sem lengri tíma tók að fá framkvæmdaleyfi en búist var við. 29. nóvember 2021 17:34 Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. 13. júlí 2021 21:31 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá hvar verið var að malbika nýjar akreinar. Vinnuflokkur Malbiksstöðvarinnar nýtir veðurblíðuna þessa dagana til að bika nýjar akreinar Suðurlandsvegar. „Þetta er svona lokahnykkurinn hérna. Kom inn sem viðbótarverk í fyrra og við erum loksins að sjá fyrir endann á þessu,“ segir Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals. Vegarkaflinn liggur um Lögbergsbrekku milli Fossvalla og Gunnarshólma og er í heild hátt í fimm kílómetra langur.Lýður Valberg Sveinsson Það eru raunar liðin fjögur ár frá því verktakinn Jarðval hóf tvöföldun vegarins milli Fossvalla og Lögbergsbrekku og tvö ár frá því upphaflegi verkhlutinn, liðlega þrír kílómetrar, var opnaður umferð. En svo var bætt við verkið um 1.300 metra kafla milli Lækjarbotna og Gunnarshólma en hann verður malbikaður í tveimur áföngum. „Þessi áfangi verður tekinn í notkun vonandi sem fyrst. En við verðum að hleypa íbúunum á hann fyrst til þess að geta tekið seinni áfangann. Þannig að þetta eru svona krúsidúllur í þessu,“ segir Árni Geir. Vinnuflokkur Malbiksstöðvarinnar leggur út malbikið.Lýður Valberg Sveinsson Raunar stöðvaðist verkið um tíma þegar Hornafjarðarfljót sprengdi alla fjárhagsramma samgönguáætlunar í fyrra og sogaði til sín nánast allt vegafé. Og það hafa verið ýmsar áskoranir á staðnum. „Við erum náttúrlega að fara í gegnum mýri hérna. Að ég tala nú ekki um umferðina hérna sem er alltaf að aukast.“ -Miðað við umferðina sem er hérna í útjaðri Reykjavíkur, þetta teljast vegarbætur? Nýi kaflinn neðan Lækjarbotna, sem núna bætist við, er um 1,3 kílómetra langur.Lýður Valberg Sveinsson „Það er alveg klárt mál, sko. Þetta eru náttúrlega stór gatnamót í raun og veru. Við erum að setja líka samhliða þessu niður hérna fimmtíu ljósastaura. Þannig að þetta er allt upplýst. Aðreinar verða miklu öruggari inn á Suðurlandsveginn. Allt upplýst og til mikilla bóta.“ Og allur kaflinn ætti að vera tilbúinn í október, að sögn framkvæmdastjóra Jarðvals. „Ég held að við finnum það öll sem komum að austan; eftir að við byrjuðum hérna, að fá tvöföldunina nánast frá Sandskeiði. Þetta er alveg allra meina bót.“ Horft til vesturs í átt til Reykjavíkur.Lýður Valberg Sveinsson -Þó að þetta sé ekki risaáfangi, það munar samt um þetta? „Alveg. Heldur betur,“ segir Árni Geir. En svo er það spurningin: Hvenær verður klárað að tvöfalda þá sjö kílómetra sem eftir eru inn til borgarinnar, milli Rauðavatns og Gunnarshólma? Svarið fæst vonandi í þeirri samgönguáætlun sem innviðaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi núna á haustdögum. Hér má sjá frétt Sýnar:
Vegagerð Kópavogur Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir við Suðurlandsveg vegna kæru Waldorfskólans Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga 12. apríl 2022 11:15 Samningar undirritaðir um breikkun í Lækjarbotnum Samningar um tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur voru undirritaðir hjá Vegagerðinni í dag. Verkinu seinkar um fjóra mánuði þar sem lengri tíma tók að fá framkvæmdaleyfi en búist var við. 29. nóvember 2021 17:34 Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. 13. júlí 2021 21:31 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stöðva framkvæmdir við Suðurlandsveg vegna kæru Waldorfskólans Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga 12. apríl 2022 11:15
Samningar undirritaðir um breikkun í Lækjarbotnum Samningar um tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur voru undirritaðir hjá Vegagerðinni í dag. Verkinu seinkar um fjóra mánuði þar sem lengri tíma tók að fá framkvæmdaleyfi en búist var við. 29. nóvember 2021 17:34
Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. 13. júlí 2021 21:31