„Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 14:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón Eftir átta leiki í röð án sigurs eru Íslandsmeistarar Breiðabliks þó í þeirri stöðu að geta með góðum úrslitum í kvöld tekið stórt skref í átt að aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson segir menn staðráðna í að gera betur en að undanförnu. Mótherji kvöldsins á Kópavogsvelli er lið Virtus frá San Marínó og liðin eigast svo við aftur ytra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hundruð milljóna króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð Crystal Palace og Fiorentina. „Menn eru bara staðráðnir í að eiga hörku kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli [í kvöld]. Ég finn þannig stemningu hjá liðinu, að henda í alvöru frammistöðu á Kópavogsvelli,“ segir Höskuldur en Blikar hafa tapað tveimur leikjum á síðustu sjö dögum á vellinum - fyrir Zrinjski Mostar síðasta fimmtudag og fyrir FH á sunnudag. Það er þróun sem Blikar freista að breyta í kvöld. „Við viljum snúa því við og stoppa í það gat sem fyrst. Það er ekki eitthvað sem maður hefur verið vanur hérna undanfarin ár eða eitthvað sem við ætlum að venjast yfirhöfuð. Það er bara tilvalið tækifæri að koma taktinum aftur í gang,“ segir Höskuldur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Höskuldur ræðir sigurleysið, Kópavogsvöllinn og leik kvöldsins „Blessunarlega er það stutt á milli verkefni að þú hefur ekki tíma til að fara of langt niður eftir töp. Ekki það að við lítum ekki á þau og lærum ekki af þeim. En það er fínt að fá tækifæri í Evrópukeppninni til að fá smá innspýtingu og jákvæðni á Kópavogsvöll, fyrir okkar stuðningsmenn og til frambúðar inn í haust,“ segir Höskuldur. Virtus er lægra skrifað en Blikar og kveðst Höskuldur ekki þekkja liðið sérlega vel. Sem geti komið sér ágætlega. „Það er oft fínt að vera ekkert að pæla of mikið í því hvernig andstæðingurinn er – fyrir utan eitthvað strategískt. Að fókusa bara á að gera það sem við getum gert upp á okkar besta. Að vera með sterka sjálfsmynd; kraftmikla og orkumikla. Í því tilfelli er gott að vita ekki of mikið um andstæðinginn heldur einblína bara á okkur sjálfa,“ segir Höskuldur en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Mótherji kvöldsins á Kópavogsvelli er lið Virtus frá San Marínó og liðin eigast svo við aftur ytra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hundruð milljóna króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð Crystal Palace og Fiorentina. „Menn eru bara staðráðnir í að eiga hörku kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli [í kvöld]. Ég finn þannig stemningu hjá liðinu, að henda í alvöru frammistöðu á Kópavogsvelli,“ segir Höskuldur en Blikar hafa tapað tveimur leikjum á síðustu sjö dögum á vellinum - fyrir Zrinjski Mostar síðasta fimmtudag og fyrir FH á sunnudag. Það er þróun sem Blikar freista að breyta í kvöld. „Við viljum snúa því við og stoppa í það gat sem fyrst. Það er ekki eitthvað sem maður hefur verið vanur hérna undanfarin ár eða eitthvað sem við ætlum að venjast yfirhöfuð. Það er bara tilvalið tækifæri að koma taktinum aftur í gang,“ segir Höskuldur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Höskuldur ræðir sigurleysið, Kópavogsvöllinn og leik kvöldsins „Blessunarlega er það stutt á milli verkefni að þú hefur ekki tíma til að fara of langt niður eftir töp. Ekki það að við lítum ekki á þau og lærum ekki af þeim. En það er fínt að fá tækifæri í Evrópukeppninni til að fá smá innspýtingu og jákvæðni á Kópavogsvöll, fyrir okkar stuðningsmenn og til frambúðar inn í haust,“ segir Höskuldur. Virtus er lægra skrifað en Blikar og kveðst Höskuldur ekki þekkja liðið sérlega vel. Sem geti komið sér ágætlega. „Það er oft fínt að vera ekkert að pæla of mikið í því hvernig andstæðingurinn er – fyrir utan eitthvað strategískt. Að fókusa bara á að gera það sem við getum gert upp á okkar besta. Að vera með sterka sjálfsmynd; kraftmikla og orkumikla. Í því tilfelli er gott að vita ekki of mikið um andstæðinginn heldur einblína bara á okkur sjálfa,“ segir Höskuldur en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30