Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 16:49 Farþegar reyndu að koma sér eins vel fyrir og hægt var. Aðsend Hluti farþega sem átti bókað flug með Wizz Air frá Keflavíkur til Mílanó á Ítalíu þurfti að láta sér gólfið á hóteli í Keflavík nægja sem náttstað eftir að fluginu var frestað verulega. Frá þessu greinir ítalski fréttamiðillinn Ansa og hefur eftir hinni tvítugu Mariu Piu, sem átti bókað flugfar ásamt fjölskyldu sinni klukkan 18:55 í gærkvöldi. Fluginu hafi svo ítrekað verið frestað um klukkustund í senn, allt þar til að því var aflýst skömmu eftir miðnætti. Þessi frásögn kemur heim og saman við upplýsingar á vef Keflavíkurflugvallar. Óttuðust að festast á Íslandi Fjölskyldan hafi þá verið flutt á hótel þar sem engin laus herbergi hafi verið að finna og hún því sofið með teppi á gólfinu. Þá hafi farþegar verið fluttir aftur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem nýtt flug átti að fara klukkan 15:30. Því hefur nú verið seinkað til 17:30. „Við vorum hrædd um að þurfa að dúsa þarna í nokkra daga til viðbótar, flugfélagið sagði okkur ekki neitt. Það fór mjög illa með okkur. Ég er aðeins tvítug en þarna var fólk sem hafði það verra en ég. Við komum okkur öll fyrir á gólfinu í anddyri hótelsins, fyrir utan þau sem kusu að verða eftir á flugvellinum,“ er haft eftir Mariu. Annar farþegi í fluginu hefur sett sig í samband við Vísi og sagt samhljóða sögu í færri orðum. Kenna Menningarnótt um Ansa hefur eftir fulltrúum Wizz Air að fluginu hafi verið frestað vegna óvænts en nauðsynlegs viðhalds. Öryggi og velferð farþega sé ávallt í forgangi en félagið biðji farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir. Þá eru farþegum færðar þakkir fyrir þolinmæði þeirra og skilning. Farþegarnir voru á vegum ungverska flugfélagsins Wizz Air.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Wizz Air að ekki hafi verið unnt að koma farþegum fyrir á hótelum í Reykjavík vegna takmarkaðs framboðs hótelherbergja vegna Menningarnætur. Því hafi verið brugðið á það ráð að koma farþegum fyrir á nokkrum hótelum fjær Keflavík og höfuðstaðnum. Þeim sem hafi síður viljað ferðast lengri vegalengdir hafi verið boðið skjól á hóteli í Keflavík, þar sem boðið hafi verið upp á kaffi, vatn og bakkelsi í ráðstefnusal. Fréttir af flugi Reykjanesbær Menningarnótt Hótel á Íslandi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Frá þessu greinir ítalski fréttamiðillinn Ansa og hefur eftir hinni tvítugu Mariu Piu, sem átti bókað flugfar ásamt fjölskyldu sinni klukkan 18:55 í gærkvöldi. Fluginu hafi svo ítrekað verið frestað um klukkustund í senn, allt þar til að því var aflýst skömmu eftir miðnætti. Þessi frásögn kemur heim og saman við upplýsingar á vef Keflavíkurflugvallar. Óttuðust að festast á Íslandi Fjölskyldan hafi þá verið flutt á hótel þar sem engin laus herbergi hafi verið að finna og hún því sofið með teppi á gólfinu. Þá hafi farþegar verið fluttir aftur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem nýtt flug átti að fara klukkan 15:30. Því hefur nú verið seinkað til 17:30. „Við vorum hrædd um að þurfa að dúsa þarna í nokkra daga til viðbótar, flugfélagið sagði okkur ekki neitt. Það fór mjög illa með okkur. Ég er aðeins tvítug en þarna var fólk sem hafði það verra en ég. Við komum okkur öll fyrir á gólfinu í anddyri hótelsins, fyrir utan þau sem kusu að verða eftir á flugvellinum,“ er haft eftir Mariu. Annar farþegi í fluginu hefur sett sig í samband við Vísi og sagt samhljóða sögu í færri orðum. Kenna Menningarnótt um Ansa hefur eftir fulltrúum Wizz Air að fluginu hafi verið frestað vegna óvænts en nauðsynlegs viðhalds. Öryggi og velferð farþega sé ávallt í forgangi en félagið biðji farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir. Þá eru farþegum færðar þakkir fyrir þolinmæði þeirra og skilning. Farþegarnir voru á vegum ungverska flugfélagsins Wizz Air.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Wizz Air að ekki hafi verið unnt að koma farþegum fyrir á hótelum í Reykjavík vegna takmarkaðs framboðs hótelherbergja vegna Menningarnætur. Því hafi verið brugðið á það ráð að koma farþegum fyrir á nokkrum hótelum fjær Keflavík og höfuðstaðnum. Þeim sem hafi síður viljað ferðast lengri vegalengdir hafi verið boðið skjól á hóteli í Keflavík, þar sem boðið hafi verið upp á kaffi, vatn og bakkelsi í ráðstefnusal.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Menningarnótt Hótel á Íslandi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira