Algjört hrun í fálkastofninum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. ágúst 2025 21:33 Mynd af fálka úr safni. Vísir/Vilhelm Fálkar hafa ekki verið færri á Íslandi síðan mælingar hófust fyrir fjörutíu og fjórum árum. Fuglafræðingur segir fuglaflensu líklega einu skýringuna, en síðan 2021 hefur meira en helmingur dauðra fálka sem borist hafa til Náttúrufræðistofnunar, verið sýktir af fuglaflensu. Fjallað var um ástand íslenska fálkastofnsins í Speglinum á RÚV, en þar var Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur sem leitt hefur teymi Náttúrufræðistofnunar við vöktun fálka í rúma fjóra áratugi, til viðtals. Ólafur segir að hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum. Árlega kemba rannsakendur ríflega fimm þúsund ferkílómetra til að finna svokölluð óðul fálkanna. Óðul fálkans, eða hreiður hans og nánasta umhverfi, er yfirleitt í klettum en eftir að fálkar velja sér óðal eru þeir heimakærir og trúir sínum óðulum, kynslóð eftir kynslóð. Mörg óðulin séu núna tóm. „Það er dapurlegt þegar maður kemur og mörg af þessum góðu óðulum sem alltaf voru setin fálkum eru núna tóm. Það eru engir fálkar til að koma og fagna manni, eða þannig, þeir yfirleitt skamma mann þegar maður kemur“, segir Ólafur í þættinum. Algjört hrun í stofninum Ólafur segir að af þeim 88 óðulum sem eru á rannsóknarsvæðinu hafi aðeins 27 þeirra verið setin, eða um 30 prósent. Þetta hlutfall hafi sveiflast milli ára, en þróunin eftir 2022 sé uggvænleg. Talað sé um algert hrun í stofninum og því miður sjái ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líklegasta skýringin sé skæð fuglaflensa, sem yfir helmingur dauðra fugla sem borist hafa Náttúrufræðistofnun síðan 2021 hafa verið sýktir af. „Fálkar virðast vera mjög viðkvæmir fyrir þessari veiru. Smitleiðin inn í fálkastofninn er líklega í gegnum fæðuna. Hann hikar ekki við að leggjast á hræ og eins ef að það eru sjúkir eða bæklaðir fuglar sem eru auðveld bráð þá lætur hann freistast og fangar þá og étur“, segir Ólafur. Flest bendi til þess að það sé smitleiðin - að fálkinn éti fugla með fuglaflensu eða fuglaflensusýkt hræ. Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins. Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Fjallað var um ástand íslenska fálkastofnsins í Speglinum á RÚV, en þar var Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur sem leitt hefur teymi Náttúrufræðistofnunar við vöktun fálka í rúma fjóra áratugi, til viðtals. Ólafur segir að hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum. Árlega kemba rannsakendur ríflega fimm þúsund ferkílómetra til að finna svokölluð óðul fálkanna. Óðul fálkans, eða hreiður hans og nánasta umhverfi, er yfirleitt í klettum en eftir að fálkar velja sér óðal eru þeir heimakærir og trúir sínum óðulum, kynslóð eftir kynslóð. Mörg óðulin séu núna tóm. „Það er dapurlegt þegar maður kemur og mörg af þessum góðu óðulum sem alltaf voru setin fálkum eru núna tóm. Það eru engir fálkar til að koma og fagna manni, eða þannig, þeir yfirleitt skamma mann þegar maður kemur“, segir Ólafur í þættinum. Algjört hrun í stofninum Ólafur segir að af þeim 88 óðulum sem eru á rannsóknarsvæðinu hafi aðeins 27 þeirra verið setin, eða um 30 prósent. Þetta hlutfall hafi sveiflast milli ára, en þróunin eftir 2022 sé uggvænleg. Talað sé um algert hrun í stofninum og því miður sjái ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líklegasta skýringin sé skæð fuglaflensa, sem yfir helmingur dauðra fugla sem borist hafa Náttúrufræðistofnun síðan 2021 hafa verið sýktir af. „Fálkar virðast vera mjög viðkvæmir fyrir þessari veiru. Smitleiðin inn í fálkastofninn er líklega í gegnum fæðuna. Hann hikar ekki við að leggjast á hræ og eins ef að það eru sjúkir eða bæklaðir fuglar sem eru auðveld bráð þá lætur hann freistast og fangar þá og étur“, segir Ólafur. Flest bendi til þess að það sé smitleiðin - að fálkinn éti fugla með fuglaflensu eða fuglaflensusýkt hræ. Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins.
Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30