Fótbolti

María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð

Sindri Sverrisson skrifar
María Ólafsdóttir Gros var á skotskónum í dag.
María Ólafsdóttir Gros var á skotskónum í dag. Linköping FC

Fótboltakonan María Ólafsdóttir Gros kom sínu liði Linköping á bragðið með fyrsta markinu í 3-0 sigri gegn Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var vægast sagt langþráður.

Linköping hafði tapað síðustu átta leikjum sínum í röð og síðasti sigur kom í lok apríl, fyrir fjórum mánuðum, og hefur liðið aðeins unnið tvo leiki af fimmtán á tímabilinu. 

Þess vegna er Linköping í fallsæti, með átta stig, en sigurinn í dag kom þó liðinu af botninum og upp fyrir Alingsås. Enn eru fimm stig upp í Brommapojkarna og Linköping hefur ellefu umferðir til að brúa það bil, til að falla ekki beint niður í 1. deild.

María skoraði markið sitt á 33. mínútu og Sara Eriksson bætti við marki skömmu síðar. Þriðja markið skoraði Keera Michele Melenhorst á 75. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×