Lífið

Hegðun Bene­dikts kom upp um bón­orðið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sunneva og Benedikt trúlofuðu sig í apríl síðastliðinn.
Sunneva og Benedikt trúlofuðu sig í apríl síðastliðinn.

Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, segir að hegðun unnusta síns, Benedikts Bjarnasonar tölvunarfræðings, hafi vakið hjá henni grun um að hann myndi biðja hennar þegar þau voru í ferðalagi í Mexíkó síðastliðinn apríl.

Sunneva birti óséð myndband frá umræddum degi á TikTok í tilefni af sex ára sambandafmæli þeirra og fjögurra mánaða trúlofunarafmæli en parið trúlofuðu sig þann 15. apríl á ströndinni í Cancún í Mexíkó.

„Ég veit ekki hvort ég sé gjörsamlega búin að missa vitið en ég held að ég gæti verið að fá hring í kvöld. Bensi er búinn að vera svo ótrúlega sus, búinn að vera glottandi í allan dag,“ segir Sunneva í myndbandi.

„Kannski er ég bara out of my mind. En ég veit það ekki. Hann er búinn að segja: „15.04, það er dálítið falleg dagsetning er það ekki?“ Svo er hann búinn að segja „þetta er the trip“ og „þetta er the day,“ í dag. Þetta er allavega outfittið mitt, sjáum hvað gerist.“

Sunneva las rétt í hegðun Benedikts sem fór á skeljarnar á ströndinni um kvöldið. Í lok myndbandsins sýnir hún trúlofunarhringinn og segir „You did that“ og brosir til hans.

@sunnevaeinars

draft frá 15.04.25 🤭💍🤍 6 ár saman í dag & 4 mánuðir trúlofuð 🤍

♬ original sound - Sunneva Einars 🌸

Benedikt og Sunneva hófu að slá sér upp árið 2019. Sunneva hefur undanfarin ár fest sig í sessi sem einn fremsti áhrifavaldur landsins. Hún heldur uppi hlaðvarpinu Teboðinu ásamt Birtu Líf Ólafsdóttur og fer mikinn í raunveruleikaþáttunum LXS á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.