Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. ágúst 2025 10:10 Lúkas Geir Ingvarsson sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán segist hafa komist í samband við Hjörleif á Snapchat þar sem hann hafi þóst vera stúlka undir lögaldri. Ekkja Hjörleifs hafnar því með öllu að Hjörleifur hafi verið þannig þenkjandi. Vísir/Anton Brink Ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, mannsins sem lést í Gufunesmálinu svokallaða, gaf skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún hafnar ásökunum sakborninga málsins alfarið um að hann hafi verið barnaperri. Mennirnir þrír sem grunaðir eru um að ráða manninn hennar af dögum voru allir viðstaddir skýrslutökuna. Í heildina eru fimm ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Órólegur um kvöldið Ekkja Hjörleifs Hauks lýsti kvöldinu örlagaríka fyrir dómi. Hún sagði Hjörleif hafa farið á Selfoss þennan dag og komið aftur heim seinni partinn. Hann hafi spurt hvort það væri í lagi að hann myndi fara að hjálpa vini sínum að setja saman húsgögn um kvöldið. Hann yrði sóttur um kvöldmatarleytið. Hún hafi þá sagst ætla að hafa kvöldmatinn fyrr en vanalega. Þetta kvöld hafi síminn mikið verið að pípa hjá Hjörleifi. „Við borðum og klukkan verður sjö og ekkert gerist, og svo verður hún átta og ekkert gerist, en alltaf eru píp í símanum,“ sagði konan. Einhvern tímann um kvöldið hafi verið hringt, og það eina sem hún sagðist heyra Hjörleif segja var: „Ég hélt þú ætlaðir að koma fyrr.“ Hún segir Hjörleif hafa verið mjög órólegan. „Það mátti ekki heyrast í bíl og þá var hann farinn að kíkja út.“ Ákvað að elta bílinn „Svo hringir síminn aftur og hann stökk út án þess að ég gæti gert nokkuð,“ sagði ekkja Hjörleifs. Hún hafi farið að fylgjast með út um gluggann og séð að hann væri kominn smá spöl frá húsinu en í sömu götu og þar farið upp í bíl. Hún hafi þá hringt í dætur sínar í myndsímtali, og síðan farið út á eftir þeim til að ná bílnúmerinu. „Ég fer út úr bílskúrnum, náði númerinu og lét stelpurnar hafa það, þær fundu út hver átti þetta númer. Við sáum að það var einhver kvenmaður sem átti þetta númer, og ég ákvað að elta bílinn,“ sagði hún, og bætti við að hún hafi verið með forrit í símanum sínum þar sem hún gat fylgst með ferðum hans. Fram kom við aðalmeðferðina í gær að ákærðu Stefán og Lúkas skiptu um númeraplötu á bílnum áður en þeir fóru að sækja Hjörleif í Þorlákshöfn. Konan lýsti því að hún hafi síðan farið á bílnum sínum að elta bílinn. „Ég ákvað að keyra inn þennan botnlanga, þá fæ ég háu ljósin á móti mér og bíllinn fer á öðru hundraðinu út úr þorpinu.“ Í kjölfarið hafi hún aftur verið í samskiptum við dætur sínar og önnur þeirra ákveðið að hringja á lögregluna. Ekkert hafi verið hægt að gera þar sem Hjörleifur var sjálfráða. „Bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“ Svo rétt fyrir miðnætti fékk hún símtal. „Þá er það [Hjörleifur] Haukur sem talar við mig. Hann segir að hann sé lentur í einhverjum perraskap, og að hann þurfi að borga einhvern pening. Svo er síminn rifinn af honum og einhver maður sem talar við mig. Sá segir að þeir vilji fá PIN-númer eða pening,“ sagði konan. Hún tók fram að talað hafi verið um þriggja milljóna lausnargjald. Þess má geta að sakborningarnir eru grunaðir um að stofna reikning í nafni Hjörleifs, taka þriggja milljóna króna lán og leggja inn á mann sem ákærður er í málinu fyrir peningaþvætti. Þeir Stefán og Lúkas hafa raunar játað að hafa frelsissvipt og rænt Hjörleif Hauk en hafna því að hafa orðið honum að bana. Konan sagðist hafa farið í uppnám við símtalið. „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum.“ Þau hafi aftur haft samband við lögregluna og síðan hafi komið annað símtal. „Það kom annað símtal strax á eftir að ég skellti á hitt en ég svaraði ekki því ég bara titraði.“ Síðan kom enn eitt símtalið og henni tókst að taka það upp. „[Hjörleifur] Haukur var látinn segja eitthvað fyrst, ég man ekki hvað það var. Svo var ég bara beðin um að gefa upp PIN-númerið. Ég sagðist ekki vita það. „Þú veist það víst,“ var svarið. Ég bað um fimm mínútur. Ég veit ekki af hverju, ég ætlaði að redda einhverju og láta lögregluna vita. „Nei“ var svarið og svo var skellt á.“ Konan sagðist telja að í báðum símtölunum hafi sama röddin rætt við hana, en var ekki viss um það. Hún minntist þess ekki að Hjörleifi hafi verið hótað með líkamlegu ofbeldi, heldur hafi verið talað um að meintur perraskapur hans yrði settur á netið. Svaf ekki dúr Nóttin var að sögn konunnar hræðileg. Hún hafi ekki sofið einn dúr. Morguninn eftir fékk hún fregnir af afdrifum Hjörleifs sem þá var illa haldinn. Lögreglan mun hafa ráðlagt henni að fara ekki í bæinn að sjá líkið. Hún sagðist ekki vita hvers vegna. Dagarnir á eftir hafi verið mjög erfiðir, en hún hafi reynt að standa upprétt barnanna vegna. Áttu í góðu sambandi Hjörleifur og konan hans kynntust fyrir rúmum tveimur áratugum. Hún sagði þau hafa átt í mjög góðu sambandi. „Hann tók mikinn þátt í heimilislífinu og við áttum margar góðar stundir,“ sagði konan. Hann hefði gengið börnum hennar í föðurstað. Á síðustu árum, eftir á að hyggja, sagði hún að einhver breyting hafi orðið á Hjörleifi, sérstaklega frá og með septembermánuði árið áður. Hafnar ásökunum Sakborningar málsins hafa haldið því fram að þeir hafi lokkað Hjörleif upp í bíl með sér með því að þykjast vera stúlka undir lögaldri. Ekkjan hans hafnar þeim ásökunum. „Ég vil láta það koma fram að hann var enginn barnaperri. Ég stóð í þeirri meiningu að hann væri að fara að hitta konu, út af því elti ég bílinn, og ég ætlaði að grípa hann,“ sagði konan. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Mennirnir þrír sem grunaðir eru um að ráða manninn hennar af dögum voru allir viðstaddir skýrslutökuna. Í heildina eru fimm ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Órólegur um kvöldið Ekkja Hjörleifs Hauks lýsti kvöldinu örlagaríka fyrir dómi. Hún sagði Hjörleif hafa farið á Selfoss þennan dag og komið aftur heim seinni partinn. Hann hafi spurt hvort það væri í lagi að hann myndi fara að hjálpa vini sínum að setja saman húsgögn um kvöldið. Hann yrði sóttur um kvöldmatarleytið. Hún hafi þá sagst ætla að hafa kvöldmatinn fyrr en vanalega. Þetta kvöld hafi síminn mikið verið að pípa hjá Hjörleifi. „Við borðum og klukkan verður sjö og ekkert gerist, og svo verður hún átta og ekkert gerist, en alltaf eru píp í símanum,“ sagði konan. Einhvern tímann um kvöldið hafi verið hringt, og það eina sem hún sagðist heyra Hjörleif segja var: „Ég hélt þú ætlaðir að koma fyrr.“ Hún segir Hjörleif hafa verið mjög órólegan. „Það mátti ekki heyrast í bíl og þá var hann farinn að kíkja út.“ Ákvað að elta bílinn „Svo hringir síminn aftur og hann stökk út án þess að ég gæti gert nokkuð,“ sagði ekkja Hjörleifs. Hún hafi farið að fylgjast með út um gluggann og séð að hann væri kominn smá spöl frá húsinu en í sömu götu og þar farið upp í bíl. Hún hafi þá hringt í dætur sínar í myndsímtali, og síðan farið út á eftir þeim til að ná bílnúmerinu. „Ég fer út úr bílskúrnum, náði númerinu og lét stelpurnar hafa það, þær fundu út hver átti þetta númer. Við sáum að það var einhver kvenmaður sem átti þetta númer, og ég ákvað að elta bílinn,“ sagði hún, og bætti við að hún hafi verið með forrit í símanum sínum þar sem hún gat fylgst með ferðum hans. Fram kom við aðalmeðferðina í gær að ákærðu Stefán og Lúkas skiptu um númeraplötu á bílnum áður en þeir fóru að sækja Hjörleif í Þorlákshöfn. Konan lýsti því að hún hafi síðan farið á bílnum sínum að elta bílinn. „Ég ákvað að keyra inn þennan botnlanga, þá fæ ég háu ljósin á móti mér og bíllinn fer á öðru hundraðinu út úr þorpinu.“ Í kjölfarið hafi hún aftur verið í samskiptum við dætur sínar og önnur þeirra ákveðið að hringja á lögregluna. Ekkert hafi verið hægt að gera þar sem Hjörleifur var sjálfráða. „Bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“ Svo rétt fyrir miðnætti fékk hún símtal. „Þá er það [Hjörleifur] Haukur sem talar við mig. Hann segir að hann sé lentur í einhverjum perraskap, og að hann þurfi að borga einhvern pening. Svo er síminn rifinn af honum og einhver maður sem talar við mig. Sá segir að þeir vilji fá PIN-númer eða pening,“ sagði konan. Hún tók fram að talað hafi verið um þriggja milljóna lausnargjald. Þess má geta að sakborningarnir eru grunaðir um að stofna reikning í nafni Hjörleifs, taka þriggja milljóna króna lán og leggja inn á mann sem ákærður er í málinu fyrir peningaþvætti. Þeir Stefán og Lúkas hafa raunar játað að hafa frelsissvipt og rænt Hjörleif Hauk en hafna því að hafa orðið honum að bana. Konan sagðist hafa farið í uppnám við símtalið. „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum.“ Þau hafi aftur haft samband við lögregluna og síðan hafi komið annað símtal. „Það kom annað símtal strax á eftir að ég skellti á hitt en ég svaraði ekki því ég bara titraði.“ Síðan kom enn eitt símtalið og henni tókst að taka það upp. „[Hjörleifur] Haukur var látinn segja eitthvað fyrst, ég man ekki hvað það var. Svo var ég bara beðin um að gefa upp PIN-númerið. Ég sagðist ekki vita það. „Þú veist það víst,“ var svarið. Ég bað um fimm mínútur. Ég veit ekki af hverju, ég ætlaði að redda einhverju og láta lögregluna vita. „Nei“ var svarið og svo var skellt á.“ Konan sagðist telja að í báðum símtölunum hafi sama röddin rætt við hana, en var ekki viss um það. Hún minntist þess ekki að Hjörleifi hafi verið hótað með líkamlegu ofbeldi, heldur hafi verið talað um að meintur perraskapur hans yrði settur á netið. Svaf ekki dúr Nóttin var að sögn konunnar hræðileg. Hún hafi ekki sofið einn dúr. Morguninn eftir fékk hún fregnir af afdrifum Hjörleifs sem þá var illa haldinn. Lögreglan mun hafa ráðlagt henni að fara ekki í bæinn að sjá líkið. Hún sagðist ekki vita hvers vegna. Dagarnir á eftir hafi verið mjög erfiðir, en hún hafi reynt að standa upprétt barnanna vegna. Áttu í góðu sambandi Hjörleifur og konan hans kynntust fyrir rúmum tveimur áratugum. Hún sagði þau hafa átt í mjög góðu sambandi. „Hann tók mikinn þátt í heimilislífinu og við áttum margar góðar stundir,“ sagði konan. Hann hefði gengið börnum hennar í föðurstað. Á síðustu árum, eftir á að hyggja, sagði hún að einhver breyting hafi orðið á Hjörleifi, sérstaklega frá og með septembermánuði árið áður. Hafnar ásökunum Sakborningar málsins hafa haldið því fram að þeir hafi lokkað Hjörleif upp í bíl með sér með því að þykjast vera stúlka undir lögaldri. Ekkjan hans hafnar þeim ásökunum. „Ég vil láta það koma fram að hann var enginn barnaperri. Ég stóð í þeirri meiningu að hann væri að fara að hitta konu, út af því elti ég bílinn, og ég ætlaði að grípa hann,“ sagði konan.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent