„Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2025 19:00 Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir jákvætt að löggjafinn sé loks að bregðast við. Vísir/Arnar Stöðva þarf áfengissölu á netinu að mati formanns foreldrasamtaka sem fagnar því að ákært hafi verið fyrir netsölu áfengis á Íslandi. Þetta hafi mikla þýðingu sér í lagi nú þegar unglingadrykkja er að aukast. Greint var frá því fyrir helgi að framkvæmdastjóri íslenska hluta Smáríkisins hefði verið ákærður fyrir brot á áfengislögum en málið verður þingfest þann 3. september í Héraðsdómi Reykjaness. Fyrirtækið hefur í nokkur ár boðið fólki að kaupa áfengi á netinu og fá sent heim. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir smásölu áfengis hér á landi til einstaklinga á netinu. Samkvæmt íslenskum lögum er innflutningur áfengis til einkanota og heildsölu leyfilegur á Íslandi en ekki til smásölu. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum telur algjörlega skýrt að þau fyrirtæki sem hafa rekið netverslanir sem selja áfengi síðustu ár hafi brotið lög. „Þetta fyrirkomulag sem hefur tíðkast hér til margra ára og loksins á að fara að taka á er bara smásölufyrirkomulag í sinni tærustu mynd. Þetta er bara netsala í gegnum smásölufyrirkomulag. Þess vegna finnst mér mjög sérkennilegt þegar þetta byrjaði að það hafi ekki verið gripið inn í þetta strax.“ Mikilvægt sé að lögreglan sé nú loksins að bregðast við. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Vegna þess að þetta er starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa og það að þetta sé komið núna er auðvitað fagnaðarefni. Við hefðum bara viljað sjá þetta miklu miklu miklu fyrr.“ Árni og samtök hans hafa barist ötullega gegn netverslun með áfengi. Til að vekja athygli á málinu kærði meðal annars Árni sjálfan sig fyrir að kaupa áfengi hjá netverslun. Mál hans er í skoðun hjá lögreglunni. Hann segir um mikilvægt lýðheilsumál að ræða og vonar að tekið verði harðar á málum sem þessum. „Aukin sala áfengi leiðir auðvitað til aukinnar neyslu og viðkvæmustu hóparnir eru auðvitað börn og ungmenni þegar svona hlutir eru. Við státum af íslensku forvarnarmódeli sem er gott en við sjáum hins vegar aukna áfengisneyslu unglinga í dag og það er auðvitað einn angi af því þessi ofboðslega markaðssókn auglýsingar og aukið framboð á áfengi. Það er bara ekki flóknara en það.“ Áfengi Netverslun með áfengi Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að framkvæmdastjóri íslenska hluta Smáríkisins hefði verið ákærður fyrir brot á áfengislögum en málið verður þingfest þann 3. september í Héraðsdómi Reykjaness. Fyrirtækið hefur í nokkur ár boðið fólki að kaupa áfengi á netinu og fá sent heim. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir smásölu áfengis hér á landi til einstaklinga á netinu. Samkvæmt íslenskum lögum er innflutningur áfengis til einkanota og heildsölu leyfilegur á Íslandi en ekki til smásölu. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum telur algjörlega skýrt að þau fyrirtæki sem hafa rekið netverslanir sem selja áfengi síðustu ár hafi brotið lög. „Þetta fyrirkomulag sem hefur tíðkast hér til margra ára og loksins á að fara að taka á er bara smásölufyrirkomulag í sinni tærustu mynd. Þetta er bara netsala í gegnum smásölufyrirkomulag. Þess vegna finnst mér mjög sérkennilegt þegar þetta byrjaði að það hafi ekki verið gripið inn í þetta strax.“ Mikilvægt sé að lögreglan sé nú loksins að bregðast við. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Vegna þess að þetta er starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa og það að þetta sé komið núna er auðvitað fagnaðarefni. Við hefðum bara viljað sjá þetta miklu miklu miklu fyrr.“ Árni og samtök hans hafa barist ötullega gegn netverslun með áfengi. Til að vekja athygli á málinu kærði meðal annars Árni sjálfan sig fyrir að kaupa áfengi hjá netverslun. Mál hans er í skoðun hjá lögreglunni. Hann segir um mikilvægt lýðheilsumál að ræða og vonar að tekið verði harðar á málum sem þessum. „Aukin sala áfengi leiðir auðvitað til aukinnar neyslu og viðkvæmustu hóparnir eru auðvitað börn og ungmenni þegar svona hlutir eru. Við státum af íslensku forvarnarmódeli sem er gott en við sjáum hins vegar aukna áfengisneyslu unglinga í dag og það er auðvitað einn angi af því þessi ofboðslega markaðssókn auglýsingar og aukið framboð á áfengi. Það er bara ekki flóknara en það.“
Áfengi Netverslun með áfengi Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00