Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. Enn er barist víða á víglínunni í Úkraínu en eins og áður leggja Rússar mesta áherslu á nokkur svæði og þá helst á Donbassvæðið svokallaða í austurhluta Úkraínu og Karkív. Þá hefur Rússum einnig tekist að sækja fram í Dníprópetróvsk og Saporisjía í suðausturhluta landsins. Mannekla hefur gert varnir Úkraínumanna mun erfiðari og hafa fregnir borist af stöðum þar sem örfáir úkraínskir hermenn verja marga kílómetra af víglínunni. Þetta hefur gert hópum rússneskra hermanna, bæði smáum og tiltölulega stórum, kleift að komast í gegnum víglínuna og taka sér upp stöðu bakvið varnarlínu Úkraínumanna. Það gerðist að mynda nærri Pokrovsk á undanförnum vikum og þurftu Úkraínumenn að taka menn af öðrum hlutum víglínunnar til að stöðva Rússana. Það gæti þegar hafa haft áhrif á öðrum hlutum víglínunnar en bardagar standa enn yfir. Sjá einnig: Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Úkraínumenn eru enn að berjast við rússneska hermenn sem komust gegnum varnirnar og á sama tíma eru Rússar sagðir reyna að koma frekari liðsauka á svæðið. Enn virðist sem Rússar leggi mesta áherslu á að ná Pokrovsk úr höndum Rússa en það hafa þeir reynt um langt skeið. Undanfarið hafa þeir þó náð meiri árangri. Borgin var mikilvæg birgðamiðstöð fyrir Úkraínumenn í austurhluta landsins og myndir hernám hennar geta reynst Rússum stökkpallur lengra inn í Úkraínu. Sjá einnig: Pokrovsk riðar til falls Smáir hópar rússneskra hermanna hafa náð að jaðri borgarinnar en helsta markmnið þeirra virðist vera að umkringja borgina og sleppa þannig að berjast um hana götu fyrir götu. Á dögunum var birt myndband sem sýnir úkraínska áhöfn þýsks skriðdreka í Pokrovsk og meðal annars skjóta inn í byggingu sem hópur rússneskra hermanna hafði komið sér fyrir í. Lengri útgáfu af myndbandinu má finna hér. Footage of a Ukrainian Leopard 2A4 MBT conducting urban combat in the city of Pokrovsk.Seen here repeatedly firing 120mm high-explosive rounds at point-blank range into a building occupied by a Russian DRG group. pic.twitter.com/hs5nfdOCXD— OSINTtechnical (@Osinttechnical) August 27, 2025 Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. NEW: Limited Russian tactical forces recently infiltrated Ukrainian defenses in two border settlements in Dnipropetrovsk Oblast but have not established enduring positions in the area. Russian forces are using infiltration tactics in Dnipropetrovsk Oblast similar to those they… pic.twitter.com/pumRSNQ9et— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) August 28, 2025 Fundað í Alaska Meintar friðarviðræður hafa verið mjög fyrirferðarmiklar undanfarnar vikur. Sérstaklega í tengslum við boð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, á fund í Alaska. Fyrir fundinn var Trump vígreifur um að hann myndi krefja Pútín um skilyrðislaust vopnahlé á víglínunni í Úkraínu og áframhaldandi viðræður í kjölfarið. Það eru kröfur sem Trump hefur ítrekað varpað fram um mánaðaskeið og hótaði hann því enn eina ferðina að beita Rússa hertum refsiaðgerðum ef Pútín yrði ekki við kröfunni. Eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá tíma, var þó breytt hljóð í Trump. Engin þörf var á vopnahléi á víglínunni og sagðist hann þess í stað vilja koma á langvarandi friði. Það sagðist Trump hafa gert ítrekað áður en eftir fundinn með Pútín sagðist Trump hafa stöðvað sex stríð með friðarviðræðum en ekki vopnahléum. Degi síðar voru stríðin orðin sjö en nú eru þau orðin tíu talsins, samkvæmt Trump. Hann hefur þó alls ekki rétt fyrir sér í þeim efnum, eins og farið er yfir hér að neðan. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Hljóðið í Trump vakti miklar áhyggjur í höfuðborgum Evrópu og þjóðarleiðtogar þar hoppuðu margir upp í flugvélar og skelltu sér til Washington DC, til að ræða við Trump og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sem var einnig staddur í Bandaríkjunum til að funda með Trump. Þar voru Trump-liðar margsaga um það hvað Pútín hefði í raun sagt á fundinum með Trump, hvort til greina kæmi að Pútín vildi hitta Selenskí og ýmislegt annað. Ráðamenn í Rússlandi stigu í kjölfarið fram og sögðu margt af því sem Trump-liðar sögðu í boði, ekki koma til greina frá þeirra bæjardyrum séð. Liggja átti á borðinu tillaga frá Rússum um að Úkraínumenn hörfuðu frá Donbassvæðinu svokallaða. Það er myndað Dónetsk- og Lúhanskhéruðum en Rússar stjórna Lúhans nánast öllu. Notkun haglabyssa gegn drónum hefur færst í aukana.AP/Yevhen Titov Vilja víggirtasta hluta Úkraínu Stór hluti Dónetsk er þó enn í höndum Úkraínumanna og þar eru nokkrar borgir og nokkrir bæir sem Úkraínumenn hafa víggirt mjög. Svæðið er líklega það víggirtasta í Úkraínu og er gífurlega mikilvægt Úkraínumönnum. Rússar hafa um mánaðaskeið lagt mesta áherslu á sókn þeirra í Dónetskhéraði sem hefur verið mjög hæg og er sögð hafa kostað þá verulega. Samkvæmt tillögunni myndu Rússar halda því svæði, auk þess svæðis sem þeir hafa þegar hernumið, í skiptum fyrir frið. Hér má sjá grófa mynd af stöðunni á víglínunni í Úkraínu. Rússar vilja að Úkraínumenn hörfi frá Dónetsk og þar á meðal frá bæjum eins og Pokrovks og Kramatorsk, sem eru mjög víggirtir. Rússar hafa um mánaðaskeið reynt að ná Pokrovsk úr höndum Úkraínumanna.Vísir/Hjalti Úkraínumenn hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessari tillögu og sérstaklega ekki án áreiðanlegra og bindandi öryggistrygginga. Eftir fundinn með Pútín talaði Trump um að kollegi sinn hefði gefið til kynna að hann yrði sáttur við að erlendir hermenn yrðu sendir til Úkraínu til að halda friðinn. Hann sagði einnig að hægt yrði að veita Úkraínu öryggistryggingu sem líktist fimmtu grein stofnunarsáttmála Atlantshafsbandalagsins, sem fjallar um sameiginlegar varnir. Ríki Evrópu yrðu að senda hermenn og Bandaríkjamenn gætu stutt þá úr lofti. Þetta sögðu ráðamenn í Rússlandi strax í kjölfarið að kæmi ekki til greina. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, var þeirra á meðal og ítrekaði hann að kröfur Rússa hefðu lítið breyst. Viðræður eru enn sagðar eiga sér stað en Keith Kelloggg, sérstakur erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, sagði mikið púður lagt í þær viðræður. Hingað til hafa allar þessar viðræður þó skilað litlum sem engum árangri, fyrir flesta allavega. Úkraínmuenn notast við net sem þessi til að verja heilu vegina í Dónetsk gegn drónaárásum og tryggja þannig birgðalínur sínar.AP/Yevhen Titov Pútín tókst að draga úr einangrun sinni á alþjóðasviðinu, honum tókst að koma í veg fyrir hertar refsiaðgerðir frá Bandaríkjunum og mögulega víkka gjánna milli Bandaríkjanna og Evrópu enn frekar. Til þessa þurfti hann í raun ekki að gera neitt. Hann er með sömu kröfurnar til Úkraínumanna og heldur hernaði sínum áfram. Financial Times segir nú að meðal annars hafi Bandaríkjamenn boðist til að styðja við evrópskt herlið í Úkraínu úr lofti, með upplýsingaöflun, loftvörnum og öðrum leiðum. Western capitals sketched out a rough plan that would be a DMZ zone, possibly patrolled by neutral peacekeepers...A more robust border behind that would be defended by Ukrainian troops armed by Nato armies...A European-led deterrence force then stationed deeper in Ukraine as…— Christopher Miller (@ChristopherJM) August 26, 2025 Er Trump búinn að gefast upp? Til að tryggja frið, þarf þó fyrst að koma á friði. Í maí sagði Trump að ekkert myndi gerast varðandi frið í Úkraínu, fyrr en hann myndi setjast niður með Pútín. Þeir gætu komist að samkomulagi um málið og bundið enda á átökin, sem Pútín hóf. Það gerðist ekki en eftir fundinn gaf Trump til kynna að Pútín og Selenskí myndu hittast á næstunni. Það segja Rússar nú að komi ekki til greina. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Strax eftir fundinn sagðist Trump sannfærður um að Pútín vildi frið. Nokkrum dögum síðar var tónninn orðinn annar og viðurkenndi forsetinn að hann efaðist um friðarvilja Pútíns. Trump sagðist ætla að ákveða „innan tveggja vikna“ hvort það væri Rússum eða Úkraínumönnum að kenna að ekki væri kominn á friður. „Þá vitum við hvora leiðina ég fer, því ég mun fara eina leið eða aðra.“ Þetta sagði Trump á föstudaginn síðasta, eins og bent er á í grein New York Times. Trump hefur ítrekað í gegnum árin talað um að gera eitthvað á tveimur vikum, sem gerist svo aldri. Hann hafði sjálfur nokkrum vikum áður gefið Pútín tvær vikur til að koma á vopnahléi, annars myndi hann beita Rússa hertum refsiaðgerðum. Ungir rússneskir menn æfa sig með Kalashnikov riffla á safni í Pétursborg.AP/Dmitri Lovetsky Þegar fresturinn rann út og ekkert breyttist á víglínunni gerði Trump ekki neitt. Nú hefur Trump aftur gefið til kynna að hann gæti beitt hertum refsiaðgerðum en ekki fyrr en eftir tvær vikur, kannski. Ummæli Trumps gefa til kynna að hann sé þreyttur á þessu, eins og bent er á í frétt Washington Post. Á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn gaf Trump í skyn, eins og hann hefur ítrekað gert áður, að Úkraínumenn hafi byrjað stríðið gegn Rússum og kenndi Joe Biden, forvera sínum um. Trump: "People go into war, think they're gonna win the war, and then they get their asses kicked and they lose their country and lose millions of lives. Nobody goes into a war thinking they're gonna lose. I'm sure Ukraine thought they were gonna win. You're gonna beat somebody… pic.twitter.com/u8wcUp1fZD— Aaron Rupar (@atrupar) August 26, 2025 Afturhvarf í úkraínska hernum Í upphafi innrásar Rússar, árið 2022, sýndu úkraínskir hermenn ítrekað mikið frumkvæði og nýttu hreyfanleika sinn til að hlaupa hringi kringum rússneska hermenn, sem glímdu við langa og hægfara skipanakeðju og gátu lítið frumkvæði sýnt. Síðan þá hefur margt breyst í úkraínska hernum og hefur töluverð afturför átt sér stað. Herinn hafði gengist nokkra nútímavæðingu þar sem meiri ábyrgð var lögð á herðar ungra stjórnenda og meiri hreyfanleika og frumkvæði. Nú er herinn sagður farinn að líkjast aftur sovéska hernum með lengri og hægari skipanakeðju, minna frumkvæði og meiri takmörkunum á lægra setta stjórnendur sveita. Í ítarlegri grein Wall Street Journal um stöðuna kom fram að þetta hefði leitt til reiði innan hersins og þá sérstaklega þar sem hermönnum þykir þetta leiða til óþarfa mannfalls. Mannaforði úkraínska hersins þykir ekki kostulegur eins og stendur og því ætti stjórnendum hersins að vera gífurlega mikilvægt að reyna að komast hjá slíku. Meðal annars kvarta hermenn yfir því að vera sendir í vonlausar og tilefnislausar árásir á rússneska hermenn. Þar að auki sé úkraínskum hermönnum skipað að hörfa ekki þó þeir geti engar varnir veitt á víglínunni og séu í ómögulegri stöðu. Þetta segja hermennirnir gera Úkraínumönnum ómögulegt að sigra Rússa. Annað sem þeir segja víst reglulega er: „Stór sovéskur her sigrar smáan sovéskan her.“ „Við þurfum að vera betri“ Einn kafteinn í úkraínska hernum hefur tjáð sig um þetta ástand opinberlega. Hann gagnrýndi stjórnendur hersins á samfélagsmiðlum í maí og sagði herforingja ítrekað gefa heimskulegar skipanir og valda óþarfa mannfalli. Þeir hefðu engar lausnir nema þær að refsa fólki frekar. „Ég vona að börnin ykkar muni einnig ganga í fótgönguliðið og fylgja skipunum ykkar,“ sagði Oleksandr Shyrshyn og beindi hann orðum sínum til herforingjaráðs Úkraínu. Í samtali við WSJ sagðist hann hafa þurft að tjá sig þegar honum og mönnum hans var skipað að fara aftur inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi, eftir að úkraínski herinn hörfaði þaðan. Hann sagði Rússa vel undirbúna fyrir nýja árás. Kafteinninn sagði marga menn hafa fallið í þeirri tilgangslausu árás og þar á meðal ungir og efnilegir menn sem hann hafði bundið miklar vonir við. „Þeir voru ungir og til í slaginn. Ég hafði miklar vonir gagnvart þeim en í staðinn misstum við þá bara,“ sagði Shyrshyn. Hann sagði Úkraínumenn þurfa að breyta aðferðum sínum og einbeita sér að gæðum í stað fjölda. Annað væri ekki í boði. „Þeir eru stærri. Við þurfum að vera betri.“ Hugveita áætlaði í sumar að Úkraínumenn hefðu misst um fjögur hundruð þúsund menn, þar af hefðu um hundrað þúsund fallið. Þá hefðu Rússar misst nærri því milljón og þar af hefðu allt að 250 þúsund fallið. Rússneskir blaðamenn hafa staðfest með opinberum gögnum að að minnsta kosti 121.507 rússneskir hermenn hafi fallið frá því innrásin hófst. Frá æfingu úkraínskra hermanna.AP/Úkraínski herinn Shyrshyn var ávíttur fyrir að brjóta gegn reglum um aga vegna ummæla sinna. Í yfirlýsingu frá herforingjaráðinu til WSJ er gengist við því að mistök hafi átt sér stað en sagt að unnið sé að endurbótum. Verið sé að breyta aðferðum hersins en stundum sé nauðsynlegt að sýna aga. „Allsherjarstríð hefur sýnt fram á bæði styrkleika og veikleika á öllum sviðum,“ stóð í yfirlýsingunni. Trekk í trekk hafa stjórnendur úkraínska hersins valið að berjast orrustur sem þeir hafa í raun ekki efni á. Útskýringin er iðulega sú að þessar orrustur hafi valdið gífurlegu mannfalli hjá Rússum en þær hafa einnig valdið miklu mannfalli meðal Úkraínumanna. Mannfalli sem þeir mega ekki verða fyrir. Lágt settir stjórnendur segja að hluta vandans megi rekja til þess að margir eldri og hátt settir hermenn hafi verið kvaddir í herinn eftir innrásina og stjórni á æðstu stigum. Þeir hafi í mörgum tilfellum verið þjálfaðir á tímum Sovétríkjanna og eigi erfitt með að aðlagast nútímahernaði. Úkraínskur hermaður hittir kærustu sína.Getty/Pierre Crom Liðhlaupum fjölgar töluvert Þessar aðstæður hafa ekki skapað jákvæðan baráttuanda í úkraínska hernum. Úkraínski miðillinn Pravda sagði frá því á dögunum að liðhlaupum hefði fjölgað töluvert á þessu ári. Í fyrra voru 67.840 slík mál á borðum saksóknara en á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru málin 110.511. Í heildina, frá 2022, eru þessi tilfelli 202.997 talsins en að mestu er um að ræða menn sem hafa verið kvaddir til herþjónustu. Eingöngu 15.564 haffa verið ákærðir fyrir glæp vegna liðhlaups en í mörgum tilfellum er mönnunum boðið að snúa aftur og sleppa þannig við refsingu. Tugir þúsunda manna eru sagðir hafa tekið slíku boði. According to the Ukrainian Prosecutor General's Office, 202,997 cases for AWOL and 50,058 cases for desertion were opened between 2022 and July 2025. There were 67,840 AWOL cases opened in 2024 and 110,511 so far in 2025.https://t.co/olD5ucI3mr pic.twitter.com/opD5pIyth0— Rob Lee (@RALee85) August 26, 2025 Óttast að dragast aftur úr í drónakapphlaupinu Frá því innrás Rússa hófst hafa Úkraínumenn notað dróna með gífurlega miklum árangri. Þeir hafa notað þessa dróna til að vakta víglínuna, varpa sprengjum á rússneska hermenn og notast við sjálfsprengidróna gegn Rússum. Lengst af hafa Úkraínumenn verið með forskot á þessu sviði og bæði notað dróna með meiri árangri og framleitt fleiri. Þar hefur orðið töluverður viðsnúningur og óttast Úkraínumenn að dragast aftur úr. Úkraínskir drónaframleiðendur vísa í samtali við Sky News sérstaklega til nýrra rússneskra dróna sem mun erfiðara er að stöðva. Rússar hafi getað aukið framleiðsluna til muna en Úkraínumenn hafi ekki getað haldið í við þá. Það eru drónar sem eru tengdir með mjóum en löngum netsnúrum en það þýðir að ómögulegt er að nota sérstakan búnað til að trufla þá rafrænt og láta stjórnendur missa sambandið við þá. Þessir drónar Rússa eru nú farnir að drífa allt að 25 kílómetra og hafa gert birgðaflutninga erfiða. Rússar njóta meðal annars stuðnings frá Kínverjum við að framleiða þessa dróna en Kínverjar framleiða mikið af íhlutum í drónana fyrir Rússa. Á sama tíma eru Kínverjar sagðir takmarka flæði drónaíhluta til Úkraínu og Úkraínumenn segja Vesturlönd þurfa að vega upp á móti því. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Rússar eru einnig að framleiða fjölmarga stærri sjálfsprengidróna sem eiga uppruna sinn að rekja til Íran. Þeim er flogið að borgum og bæjum Úkraínu í hundraðatali á hverri nóttu. Auka umfang árása í Rússlandi Úkraínumenn hafa framleitt eigin langdræga sjálfsprengidróna sem þeir hafa meðal annars notað til árása á olíuvinnslu í Rússlandi. Þær árásir virðast byrjaðar að skila árangri í því að takmarka eina helstu tekjulind rússneska ríkisins. Auk þess að notast við dróna stefna Úkraínumenn að því að hefja fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum, sem þeir geta notað til árása í Rússlandi. Búnir með sovésku birgðirnar? Fyrr í sumar sögðu sérfræðingar sem vakta her Rússlands frá því að útlit væri fyrir að Rússar væru búnir með þær umfangsmiklu hergagnabirgðir sem Sovétríkin sálugu skildu eftir sig. Flæði frá geymslustöðvum á víglínuna hefði aldrei verið minna frá því innrásin hófst í febrúar 2022 og þar að auki væru viðgerðastöðvar Rússa ekki keyrðar með fullum afköstum. Þar hafa gamlir bryn- og skriðdrekar sem teknir hafa verið úr geymslum verið lagfærðir og uppfærðir og þeir síðan sendir á víglínuna. Meðal annars hafa Rússar notast við gamla T-54 skriðdreka með þessum hætti en þeir fóru fyrst í framleiðslu á fimmta áratug síðustu aldar. Í samtali við Financial Times sagði Franz-Stefan Gady, sérfræðingur í málefnum rússneska hersins, þó ekki hægt að staðhæfa að þetta muni koma verulega niður á getu Rússa. Bæði hefðu Rússar breytt aðferðum sínum á víglínunni svo þeir notist mun minna við bryn- og skriðdreka, auk þess sem farið hefði verið í umfangsmiklar fjárfestingar til að framleiða fleiri slík hergögn í Rússlandi. The state of Russia’s war machine in two charts from @KSE_Institute. A very clear picture of where the Russian war machine has become vulnerable – and why it’s managed to keep on going. https://t.co/9DHAvHsaAD pic.twitter.com/ivuOMW2ls2— max seddon (@maxseddon) July 28, 2025 Nota kúlur frá Norður-Kóreu en spara sínar eigin Greinendur segja einnig að útlit sé fyrir að Rússar séu farnir að reiða sig mun meira á sendingar á stórskotaliðsvopnum og skotfærum frá Norður-Kóreu en áður. Þær sendingar munu vera orðnar fleiri og stærri og rímar það við ummæli yfirmanns einnar leyniþjónustu Úkraínu, sem sagði í vor að um fjörutíu prósent þeirra skotfæra sem Rússar notuðu kæmi frá Norður-Kóreu. Gady segir líklegt að Rússar séu að nota hærra hlutfall af sprengikúlum frá Norður-Kóreu á víglínunni í Úkraínu á meðan þeirra eigin framleiðsla, sem skilar betri skotfærum, fari í vopnabúr Rússa fyrir möguleg átök við Vesturlönd í framtíðinni. Mannskæðar „safarí“ ferðir Rússneskir hermenn hafa lengi verið sakaðir um umfangsmikla stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu. Meðal þess sem þeir hafa gert er að myrða óbreytta borgara með því að varpa sprengjum á þá úr drónum. Þetta kalla Rússar sín á milli „safarí“ ferðir og hafa þær að miklu leiti beinst að fólki í Kherson, í suðurhluta Úkraínu. Myndböndum af þessum árásum á óbreytta borgara er oft dreift á samfélagsmiðlum í Rússlandi og þá í með þeim tilgangi að afla fjár fyrir hersveitir. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna sögðu í vor að um stríðsglæp væri að ræða. Þeir söfnuðu upplýsingum um ítrekaðar árásir á óbreytta borgara víðsvegar í héraðinu og sögðu þær kerfisbundnar og heimilaðar af rússneska ríkinu. Ekkert bendi til þess að yfirmenn í rússneska hernum eða stjórnmálaleiðtogar hafi reynt að stöðva þessar árásir. Frá því í júlí í fyrra hafa að minnsta kosti 150 óbreyttir borgarar verið myrtir í þessum árásum og hundruð hafa særst. Árásirnar hafa beinst að mönnum, konum og börnum og við ýmsar aðstæður. Á dögunum var birt myndband sem sýndi sprengju varpað á eldri mann sem var í göngutúr með hund sinn. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. 🔴 “We pity no one,” says a caption to this video.A Russian drone drops explosives on a man walking his dog in Kherson suburb. Visibly in shock, the man keeps walking, dragging the injured dog after him.The video is shot/shared by Russians on Telegram, w/ a Russian pop song pic.twitter.com/ZOx8cXseXD— Zarina Zabrisky 🇺🇸🇺🇦 (@ZarinaZabrisky) August 25, 2025 Vilja segja sig frá samkomulagi um pyntingar Ráðamenn í Rússlandi virðast ætla að segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins um „varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu“. Moscow Times segier frá því að forsætisráðherra Rússlands hafi um síðustu helgi skrifað undir tillögu um að Pútín myndi segja Rússland frá sáttmálanum. Rússar hættu í Evrópuráðinu í mars 2022 og hafa áður slitið sig frá sáttmála um mannréttindi. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað verið sakaðir um pyntingar, bæði gegn handsömuðum hermönnum og óbreyttum borgurum. Hafa þessar pyntingar verið sagðar kerfisbundnar. Sáttmáli Evrópuráðsins snýr sérstaklega að fangelsum en samkvæmt Moscow Times hafa mannréttindasamtök varað við því að aðstæður í rússneskum fangelsum gætu versnað til munar. Á þeim 27 árum sem Rússar voru aðilar að sáttmálanum heimsótti nefndin sem heldur utan um hann rússnesk fangelsi þrjátíu sinnum og voru skrifaðar 27 skýrslur. Rússnesk yfirvöld samþykktu að birta fjórar þeirra. Í rússneskum fjölmiðlum er talað um að lög gegn pyntingum séu þegar í gildi í Rússlandi og því sé sáttmálinn óþarfi, eins og blaðamaður BBC fór yfir á dögunum. In today’s Russian papers: Russia bans the International Baccalaureate & plans to withdraw from European Convention against Torture. One paper writes: “The authorities are demonstrating Russia is no longer accountable to the global community.” #ReadingRussia pic.twitter.com/ENXx3oHuCf— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) August 27, 2025 Rýnt í stöðuna í Úkraínu Fréttaskýringar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Lögregluþjónar á Ítalíu eru sagðir hafa handtekið úkraínskan mann sem grunaður er um að hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum. Maðurinn, sem sagður er heita Serhij K., var handtekinn í gærkvöldi en hann er talinn hafa verið um borð í snekkjunni sem úkraínskir sérsveitarmenn eru taldir hafa notað til að koma sprengjum fyrir á gasleiðslunum. 21. ágúst 2025 10:49 Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. 20. ágúst 2025 09:47 Segist vilja komast til himna „Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun. 20. ágúst 2025 07:23 Segir ásakanir Evrópu barnalegar Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga. 19. ágúst 2025 14:03 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent
Enn er barist víða á víglínunni í Úkraínu en eins og áður leggja Rússar mesta áherslu á nokkur svæði og þá helst á Donbassvæðið svokallaða í austurhluta Úkraínu og Karkív. Þá hefur Rússum einnig tekist að sækja fram í Dníprópetróvsk og Saporisjía í suðausturhluta landsins. Mannekla hefur gert varnir Úkraínumanna mun erfiðari og hafa fregnir borist af stöðum þar sem örfáir úkraínskir hermenn verja marga kílómetra af víglínunni. Þetta hefur gert hópum rússneskra hermanna, bæði smáum og tiltölulega stórum, kleift að komast í gegnum víglínuna og taka sér upp stöðu bakvið varnarlínu Úkraínumanna. Það gerðist að mynda nærri Pokrovsk á undanförnum vikum og þurftu Úkraínumenn að taka menn af öðrum hlutum víglínunnar til að stöðva Rússana. Það gæti þegar hafa haft áhrif á öðrum hlutum víglínunnar en bardagar standa enn yfir. Sjá einnig: Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Úkraínumenn eru enn að berjast við rússneska hermenn sem komust gegnum varnirnar og á sama tíma eru Rússar sagðir reyna að koma frekari liðsauka á svæðið. Enn virðist sem Rússar leggi mesta áherslu á að ná Pokrovsk úr höndum Rússa en það hafa þeir reynt um langt skeið. Undanfarið hafa þeir þó náð meiri árangri. Borgin var mikilvæg birgðamiðstöð fyrir Úkraínumenn í austurhluta landsins og myndir hernám hennar geta reynst Rússum stökkpallur lengra inn í Úkraínu. Sjá einnig: Pokrovsk riðar til falls Smáir hópar rússneskra hermanna hafa náð að jaðri borgarinnar en helsta markmnið þeirra virðist vera að umkringja borgina og sleppa þannig að berjast um hana götu fyrir götu. Á dögunum var birt myndband sem sýnir úkraínska áhöfn þýsks skriðdreka í Pokrovsk og meðal annars skjóta inn í byggingu sem hópur rússneskra hermanna hafði komið sér fyrir í. Lengri útgáfu af myndbandinu má finna hér. Footage of a Ukrainian Leopard 2A4 MBT conducting urban combat in the city of Pokrovsk.Seen here repeatedly firing 120mm high-explosive rounds at point-blank range into a building occupied by a Russian DRG group. pic.twitter.com/hs5nfdOCXD— OSINTtechnical (@Osinttechnical) August 27, 2025 Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. NEW: Limited Russian tactical forces recently infiltrated Ukrainian defenses in two border settlements in Dnipropetrovsk Oblast but have not established enduring positions in the area. Russian forces are using infiltration tactics in Dnipropetrovsk Oblast similar to those they… pic.twitter.com/pumRSNQ9et— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) August 28, 2025 Fundað í Alaska Meintar friðarviðræður hafa verið mjög fyrirferðarmiklar undanfarnar vikur. Sérstaklega í tengslum við boð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, á fund í Alaska. Fyrir fundinn var Trump vígreifur um að hann myndi krefja Pútín um skilyrðislaust vopnahlé á víglínunni í Úkraínu og áframhaldandi viðræður í kjölfarið. Það eru kröfur sem Trump hefur ítrekað varpað fram um mánaðaskeið og hótaði hann því enn eina ferðina að beita Rússa hertum refsiaðgerðum ef Pútín yrði ekki við kröfunni. Eftir fundinn, sem stóð yfir í um þrjá tíma, var þó breytt hljóð í Trump. Engin þörf var á vopnahléi á víglínunni og sagðist hann þess í stað vilja koma á langvarandi friði. Það sagðist Trump hafa gert ítrekað áður en eftir fundinn með Pútín sagðist Trump hafa stöðvað sex stríð með friðarviðræðum en ekki vopnahléum. Degi síðar voru stríðin orðin sjö en nú eru þau orðin tíu talsins, samkvæmt Trump. Hann hefur þó alls ekki rétt fyrir sér í þeim efnum, eins og farið er yfir hér að neðan. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Hljóðið í Trump vakti miklar áhyggjur í höfuðborgum Evrópu og þjóðarleiðtogar þar hoppuðu margir upp í flugvélar og skelltu sér til Washington DC, til að ræða við Trump og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sem var einnig staddur í Bandaríkjunum til að funda með Trump. Þar voru Trump-liðar margsaga um það hvað Pútín hefði í raun sagt á fundinum með Trump, hvort til greina kæmi að Pútín vildi hitta Selenskí og ýmislegt annað. Ráðamenn í Rússlandi stigu í kjölfarið fram og sögðu margt af því sem Trump-liðar sögðu í boði, ekki koma til greina frá þeirra bæjardyrum séð. Liggja átti á borðinu tillaga frá Rússum um að Úkraínumenn hörfuðu frá Donbassvæðinu svokallaða. Það er myndað Dónetsk- og Lúhanskhéruðum en Rússar stjórna Lúhans nánast öllu. Notkun haglabyssa gegn drónum hefur færst í aukana.AP/Yevhen Titov Vilja víggirtasta hluta Úkraínu Stór hluti Dónetsk er þó enn í höndum Úkraínumanna og þar eru nokkrar borgir og nokkrir bæir sem Úkraínumenn hafa víggirt mjög. Svæðið er líklega það víggirtasta í Úkraínu og er gífurlega mikilvægt Úkraínumönnum. Rússar hafa um mánaðaskeið lagt mesta áherslu á sókn þeirra í Dónetskhéraði sem hefur verið mjög hæg og er sögð hafa kostað þá verulega. Samkvæmt tillögunni myndu Rússar halda því svæði, auk þess svæðis sem þeir hafa þegar hernumið, í skiptum fyrir frið. Hér má sjá grófa mynd af stöðunni á víglínunni í Úkraínu. Rússar vilja að Úkraínumenn hörfi frá Dónetsk og þar á meðal frá bæjum eins og Pokrovks og Kramatorsk, sem eru mjög víggirtir. Rússar hafa um mánaðaskeið reynt að ná Pokrovsk úr höndum Úkraínumanna.Vísir/Hjalti Úkraínumenn hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessari tillögu og sérstaklega ekki án áreiðanlegra og bindandi öryggistrygginga. Eftir fundinn með Pútín talaði Trump um að kollegi sinn hefði gefið til kynna að hann yrði sáttur við að erlendir hermenn yrðu sendir til Úkraínu til að halda friðinn. Hann sagði einnig að hægt yrði að veita Úkraínu öryggistryggingu sem líktist fimmtu grein stofnunarsáttmála Atlantshafsbandalagsins, sem fjallar um sameiginlegar varnir. Ríki Evrópu yrðu að senda hermenn og Bandaríkjamenn gætu stutt þá úr lofti. Þetta sögðu ráðamenn í Rússlandi strax í kjölfarið að kæmi ekki til greina. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, var þeirra á meðal og ítrekaði hann að kröfur Rússa hefðu lítið breyst. Viðræður eru enn sagðar eiga sér stað en Keith Kelloggg, sérstakur erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, sagði mikið púður lagt í þær viðræður. Hingað til hafa allar þessar viðræður þó skilað litlum sem engum árangri, fyrir flesta allavega. Úkraínmuenn notast við net sem þessi til að verja heilu vegina í Dónetsk gegn drónaárásum og tryggja þannig birgðalínur sínar.AP/Yevhen Titov Pútín tókst að draga úr einangrun sinni á alþjóðasviðinu, honum tókst að koma í veg fyrir hertar refsiaðgerðir frá Bandaríkjunum og mögulega víkka gjánna milli Bandaríkjanna og Evrópu enn frekar. Til þessa þurfti hann í raun ekki að gera neitt. Hann er með sömu kröfurnar til Úkraínumanna og heldur hernaði sínum áfram. Financial Times segir nú að meðal annars hafi Bandaríkjamenn boðist til að styðja við evrópskt herlið í Úkraínu úr lofti, með upplýsingaöflun, loftvörnum og öðrum leiðum. Western capitals sketched out a rough plan that would be a DMZ zone, possibly patrolled by neutral peacekeepers...A more robust border behind that would be defended by Ukrainian troops armed by Nato armies...A European-led deterrence force then stationed deeper in Ukraine as…— Christopher Miller (@ChristopherJM) August 26, 2025 Er Trump búinn að gefast upp? Til að tryggja frið, þarf þó fyrst að koma á friði. Í maí sagði Trump að ekkert myndi gerast varðandi frið í Úkraínu, fyrr en hann myndi setjast niður með Pútín. Þeir gætu komist að samkomulagi um málið og bundið enda á átökin, sem Pútín hóf. Það gerðist ekki en eftir fundinn gaf Trump til kynna að Pútín og Selenskí myndu hittast á næstunni. Það segja Rússar nú að komi ekki til greina. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Strax eftir fundinn sagðist Trump sannfærður um að Pútín vildi frið. Nokkrum dögum síðar var tónninn orðinn annar og viðurkenndi forsetinn að hann efaðist um friðarvilja Pútíns. Trump sagðist ætla að ákveða „innan tveggja vikna“ hvort það væri Rússum eða Úkraínumönnum að kenna að ekki væri kominn á friður. „Þá vitum við hvora leiðina ég fer, því ég mun fara eina leið eða aðra.“ Þetta sagði Trump á föstudaginn síðasta, eins og bent er á í grein New York Times. Trump hefur ítrekað í gegnum árin talað um að gera eitthvað á tveimur vikum, sem gerist svo aldri. Hann hafði sjálfur nokkrum vikum áður gefið Pútín tvær vikur til að koma á vopnahléi, annars myndi hann beita Rússa hertum refsiaðgerðum. Ungir rússneskir menn æfa sig með Kalashnikov riffla á safni í Pétursborg.AP/Dmitri Lovetsky Þegar fresturinn rann út og ekkert breyttist á víglínunni gerði Trump ekki neitt. Nú hefur Trump aftur gefið til kynna að hann gæti beitt hertum refsiaðgerðum en ekki fyrr en eftir tvær vikur, kannski. Ummæli Trumps gefa til kynna að hann sé þreyttur á þessu, eins og bent er á í frétt Washington Post. Á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn gaf Trump í skyn, eins og hann hefur ítrekað gert áður, að Úkraínumenn hafi byrjað stríðið gegn Rússum og kenndi Joe Biden, forvera sínum um. Trump: "People go into war, think they're gonna win the war, and then they get their asses kicked and they lose their country and lose millions of lives. Nobody goes into a war thinking they're gonna lose. I'm sure Ukraine thought they were gonna win. You're gonna beat somebody… pic.twitter.com/u8wcUp1fZD— Aaron Rupar (@atrupar) August 26, 2025 Afturhvarf í úkraínska hernum Í upphafi innrásar Rússar, árið 2022, sýndu úkraínskir hermenn ítrekað mikið frumkvæði og nýttu hreyfanleika sinn til að hlaupa hringi kringum rússneska hermenn, sem glímdu við langa og hægfara skipanakeðju og gátu lítið frumkvæði sýnt. Síðan þá hefur margt breyst í úkraínska hernum og hefur töluverð afturför átt sér stað. Herinn hafði gengist nokkra nútímavæðingu þar sem meiri ábyrgð var lögð á herðar ungra stjórnenda og meiri hreyfanleika og frumkvæði. Nú er herinn sagður farinn að líkjast aftur sovéska hernum með lengri og hægari skipanakeðju, minna frumkvæði og meiri takmörkunum á lægra setta stjórnendur sveita. Í ítarlegri grein Wall Street Journal um stöðuna kom fram að þetta hefði leitt til reiði innan hersins og þá sérstaklega þar sem hermönnum þykir þetta leiða til óþarfa mannfalls. Mannaforði úkraínska hersins þykir ekki kostulegur eins og stendur og því ætti stjórnendum hersins að vera gífurlega mikilvægt að reyna að komast hjá slíku. Meðal annars kvarta hermenn yfir því að vera sendir í vonlausar og tilefnislausar árásir á rússneska hermenn. Þar að auki sé úkraínskum hermönnum skipað að hörfa ekki þó þeir geti engar varnir veitt á víglínunni og séu í ómögulegri stöðu. Þetta segja hermennirnir gera Úkraínumönnum ómögulegt að sigra Rússa. Annað sem þeir segja víst reglulega er: „Stór sovéskur her sigrar smáan sovéskan her.“ „Við þurfum að vera betri“ Einn kafteinn í úkraínska hernum hefur tjáð sig um þetta ástand opinberlega. Hann gagnrýndi stjórnendur hersins á samfélagsmiðlum í maí og sagði herforingja ítrekað gefa heimskulegar skipanir og valda óþarfa mannfalli. Þeir hefðu engar lausnir nema þær að refsa fólki frekar. „Ég vona að börnin ykkar muni einnig ganga í fótgönguliðið og fylgja skipunum ykkar,“ sagði Oleksandr Shyrshyn og beindi hann orðum sínum til herforingjaráðs Úkraínu. Í samtali við WSJ sagðist hann hafa þurft að tjá sig þegar honum og mönnum hans var skipað að fara aftur inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi, eftir að úkraínski herinn hörfaði þaðan. Hann sagði Rússa vel undirbúna fyrir nýja árás. Kafteinninn sagði marga menn hafa fallið í þeirri tilgangslausu árás og þar á meðal ungir og efnilegir menn sem hann hafði bundið miklar vonir við. „Þeir voru ungir og til í slaginn. Ég hafði miklar vonir gagnvart þeim en í staðinn misstum við þá bara,“ sagði Shyrshyn. Hann sagði Úkraínumenn þurfa að breyta aðferðum sínum og einbeita sér að gæðum í stað fjölda. Annað væri ekki í boði. „Þeir eru stærri. Við þurfum að vera betri.“ Hugveita áætlaði í sumar að Úkraínumenn hefðu misst um fjögur hundruð þúsund menn, þar af hefðu um hundrað þúsund fallið. Þá hefðu Rússar misst nærri því milljón og þar af hefðu allt að 250 þúsund fallið. Rússneskir blaðamenn hafa staðfest með opinberum gögnum að að minnsta kosti 121.507 rússneskir hermenn hafi fallið frá því innrásin hófst. Frá æfingu úkraínskra hermanna.AP/Úkraínski herinn Shyrshyn var ávíttur fyrir að brjóta gegn reglum um aga vegna ummæla sinna. Í yfirlýsingu frá herforingjaráðinu til WSJ er gengist við því að mistök hafi átt sér stað en sagt að unnið sé að endurbótum. Verið sé að breyta aðferðum hersins en stundum sé nauðsynlegt að sýna aga. „Allsherjarstríð hefur sýnt fram á bæði styrkleika og veikleika á öllum sviðum,“ stóð í yfirlýsingunni. Trekk í trekk hafa stjórnendur úkraínska hersins valið að berjast orrustur sem þeir hafa í raun ekki efni á. Útskýringin er iðulega sú að þessar orrustur hafi valdið gífurlegu mannfalli hjá Rússum en þær hafa einnig valdið miklu mannfalli meðal Úkraínumanna. Mannfalli sem þeir mega ekki verða fyrir. Lágt settir stjórnendur segja að hluta vandans megi rekja til þess að margir eldri og hátt settir hermenn hafi verið kvaddir í herinn eftir innrásina og stjórni á æðstu stigum. Þeir hafi í mörgum tilfellum verið þjálfaðir á tímum Sovétríkjanna og eigi erfitt með að aðlagast nútímahernaði. Úkraínskur hermaður hittir kærustu sína.Getty/Pierre Crom Liðhlaupum fjölgar töluvert Þessar aðstæður hafa ekki skapað jákvæðan baráttuanda í úkraínska hernum. Úkraínski miðillinn Pravda sagði frá því á dögunum að liðhlaupum hefði fjölgað töluvert á þessu ári. Í fyrra voru 67.840 slík mál á borðum saksóknara en á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru málin 110.511. Í heildina, frá 2022, eru þessi tilfelli 202.997 talsins en að mestu er um að ræða menn sem hafa verið kvaddir til herþjónustu. Eingöngu 15.564 haffa verið ákærðir fyrir glæp vegna liðhlaups en í mörgum tilfellum er mönnunum boðið að snúa aftur og sleppa þannig við refsingu. Tugir þúsunda manna eru sagðir hafa tekið slíku boði. According to the Ukrainian Prosecutor General's Office, 202,997 cases for AWOL and 50,058 cases for desertion were opened between 2022 and July 2025. There were 67,840 AWOL cases opened in 2024 and 110,511 so far in 2025.https://t.co/olD5ucI3mr pic.twitter.com/opD5pIyth0— Rob Lee (@RALee85) August 26, 2025 Óttast að dragast aftur úr í drónakapphlaupinu Frá því innrás Rússa hófst hafa Úkraínumenn notað dróna með gífurlega miklum árangri. Þeir hafa notað þessa dróna til að vakta víglínuna, varpa sprengjum á rússneska hermenn og notast við sjálfsprengidróna gegn Rússum. Lengst af hafa Úkraínumenn verið með forskot á þessu sviði og bæði notað dróna með meiri árangri og framleitt fleiri. Þar hefur orðið töluverður viðsnúningur og óttast Úkraínumenn að dragast aftur úr. Úkraínskir drónaframleiðendur vísa í samtali við Sky News sérstaklega til nýrra rússneskra dróna sem mun erfiðara er að stöðva. Rússar hafi getað aukið framleiðsluna til muna en Úkraínumenn hafi ekki getað haldið í við þá. Það eru drónar sem eru tengdir með mjóum en löngum netsnúrum en það þýðir að ómögulegt er að nota sérstakan búnað til að trufla þá rafrænt og láta stjórnendur missa sambandið við þá. Þessir drónar Rússa eru nú farnir að drífa allt að 25 kílómetra og hafa gert birgðaflutninga erfiða. Rússar njóta meðal annars stuðnings frá Kínverjum við að framleiða þessa dróna en Kínverjar framleiða mikið af íhlutum í drónana fyrir Rússa. Á sama tíma eru Kínverjar sagðir takmarka flæði drónaíhluta til Úkraínu og Úkraínumenn segja Vesturlönd þurfa að vega upp á móti því. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Rússar eru einnig að framleiða fjölmarga stærri sjálfsprengidróna sem eiga uppruna sinn að rekja til Íran. Þeim er flogið að borgum og bæjum Úkraínu í hundraðatali á hverri nóttu. Auka umfang árása í Rússlandi Úkraínumenn hafa framleitt eigin langdræga sjálfsprengidróna sem þeir hafa meðal annars notað til árása á olíuvinnslu í Rússlandi. Þær árásir virðast byrjaðar að skila árangri í því að takmarka eina helstu tekjulind rússneska ríkisins. Auk þess að notast við dróna stefna Úkraínumenn að því að hefja fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum, sem þeir geta notað til árása í Rússlandi. Búnir með sovésku birgðirnar? Fyrr í sumar sögðu sérfræðingar sem vakta her Rússlands frá því að útlit væri fyrir að Rússar væru búnir með þær umfangsmiklu hergagnabirgðir sem Sovétríkin sálugu skildu eftir sig. Flæði frá geymslustöðvum á víglínuna hefði aldrei verið minna frá því innrásin hófst í febrúar 2022 og þar að auki væru viðgerðastöðvar Rússa ekki keyrðar með fullum afköstum. Þar hafa gamlir bryn- og skriðdrekar sem teknir hafa verið úr geymslum verið lagfærðir og uppfærðir og þeir síðan sendir á víglínuna. Meðal annars hafa Rússar notast við gamla T-54 skriðdreka með þessum hætti en þeir fóru fyrst í framleiðslu á fimmta áratug síðustu aldar. Í samtali við Financial Times sagði Franz-Stefan Gady, sérfræðingur í málefnum rússneska hersins, þó ekki hægt að staðhæfa að þetta muni koma verulega niður á getu Rússa. Bæði hefðu Rússar breytt aðferðum sínum á víglínunni svo þeir notist mun minna við bryn- og skriðdreka, auk þess sem farið hefði verið í umfangsmiklar fjárfestingar til að framleiða fleiri slík hergögn í Rússlandi. The state of Russia’s war machine in two charts from @KSE_Institute. A very clear picture of where the Russian war machine has become vulnerable – and why it’s managed to keep on going. https://t.co/9DHAvHsaAD pic.twitter.com/ivuOMW2ls2— max seddon (@maxseddon) July 28, 2025 Nota kúlur frá Norður-Kóreu en spara sínar eigin Greinendur segja einnig að útlit sé fyrir að Rússar séu farnir að reiða sig mun meira á sendingar á stórskotaliðsvopnum og skotfærum frá Norður-Kóreu en áður. Þær sendingar munu vera orðnar fleiri og stærri og rímar það við ummæli yfirmanns einnar leyniþjónustu Úkraínu, sem sagði í vor að um fjörutíu prósent þeirra skotfæra sem Rússar notuðu kæmi frá Norður-Kóreu. Gady segir líklegt að Rússar séu að nota hærra hlutfall af sprengikúlum frá Norður-Kóreu á víglínunni í Úkraínu á meðan þeirra eigin framleiðsla, sem skilar betri skotfærum, fari í vopnabúr Rússa fyrir möguleg átök við Vesturlönd í framtíðinni. Mannskæðar „safarí“ ferðir Rússneskir hermenn hafa lengi verið sakaðir um umfangsmikla stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu. Meðal þess sem þeir hafa gert er að myrða óbreytta borgara með því að varpa sprengjum á þá úr drónum. Þetta kalla Rússar sín á milli „safarí“ ferðir og hafa þær að miklu leiti beinst að fólki í Kherson, í suðurhluta Úkraínu. Myndböndum af þessum árásum á óbreytta borgara er oft dreift á samfélagsmiðlum í Rússlandi og þá í með þeim tilgangi að afla fjár fyrir hersveitir. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna sögðu í vor að um stríðsglæp væri að ræða. Þeir söfnuðu upplýsingum um ítrekaðar árásir á óbreytta borgara víðsvegar í héraðinu og sögðu þær kerfisbundnar og heimilaðar af rússneska ríkinu. Ekkert bendi til þess að yfirmenn í rússneska hernum eða stjórnmálaleiðtogar hafi reynt að stöðva þessar árásir. Frá því í júlí í fyrra hafa að minnsta kosti 150 óbreyttir borgarar verið myrtir í þessum árásum og hundruð hafa særst. Árásirnar hafa beinst að mönnum, konum og börnum og við ýmsar aðstæður. Á dögunum var birt myndband sem sýndi sprengju varpað á eldri mann sem var í göngutúr með hund sinn. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. 🔴 “We pity no one,” says a caption to this video.A Russian drone drops explosives on a man walking his dog in Kherson suburb. Visibly in shock, the man keeps walking, dragging the injured dog after him.The video is shot/shared by Russians on Telegram, w/ a Russian pop song pic.twitter.com/ZOx8cXseXD— Zarina Zabrisky 🇺🇸🇺🇦 (@ZarinaZabrisky) August 25, 2025 Vilja segja sig frá samkomulagi um pyntingar Ráðamenn í Rússlandi virðast ætla að segja sig frá sáttmála Evrópuráðsins um „varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu“. Moscow Times segier frá því að forsætisráðherra Rússlands hafi um síðustu helgi skrifað undir tillögu um að Pútín myndi segja Rússland frá sáttmálanum. Rússar hættu í Evrópuráðinu í mars 2022 og hafa áður slitið sig frá sáttmála um mannréttindi. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað verið sakaðir um pyntingar, bæði gegn handsömuðum hermönnum og óbreyttum borgurum. Hafa þessar pyntingar verið sagðar kerfisbundnar. Sáttmáli Evrópuráðsins snýr sérstaklega að fangelsum en samkvæmt Moscow Times hafa mannréttindasamtök varað við því að aðstæður í rússneskum fangelsum gætu versnað til munar. Á þeim 27 árum sem Rússar voru aðilar að sáttmálanum heimsótti nefndin sem heldur utan um hann rússnesk fangelsi þrjátíu sinnum og voru skrifaðar 27 skýrslur. Rússnesk yfirvöld samþykktu að birta fjórar þeirra. Í rússneskum fjölmiðlum er talað um að lög gegn pyntingum séu þegar í gildi í Rússlandi og því sé sáttmálinn óþarfi, eins og blaðamaður BBC fór yfir á dögunum. In today’s Russian papers: Russia bans the International Baccalaureate & plans to withdraw from European Convention against Torture. One paper writes: “The authorities are demonstrating Russia is no longer accountable to the global community.” #ReadingRussia pic.twitter.com/ENXx3oHuCf— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) August 27, 2025
Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Lögregluþjónar á Ítalíu eru sagðir hafa handtekið úkraínskan mann sem grunaður er um að hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum. Maðurinn, sem sagður er heita Serhij K., var handtekinn í gærkvöldi en hann er talinn hafa verið um borð í snekkjunni sem úkraínskir sérsveitarmenn eru taldir hafa notað til að koma sprengjum fyrir á gasleiðslunum. 21. ágúst 2025 10:49
Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. 20. ágúst 2025 09:47
Segist vilja komast til himna „Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun. 20. ágúst 2025 07:23
Segir ásakanir Evrópu barnalegar Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga. 19. ágúst 2025 14:03