„Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2025 20:46 Davíð Smára Lamude var svekktur eftir 4-1 tap gegn Víkingi Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur vann 4-1 sigur gegn Vestra á heimavelli. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur út í frammistöðu Vestra en viðurkenndi að sigur í bikarúrslitum síðasta föstudag hafi spilað inn í. „Það sáu það allir að Vestra liðið var ólíkt sjálfum sér. Víkingar voru ekkert sérstakir og við gáfum þeim ódýr mörk og þar við situr. Það er auðvelt að benda á bikarþynnkuna en það er líka mjög eðlilegt þegar maður horfir á úrslit leiksins og við höfum ekki verið að tapa svona stórt í mjög langan tíma. Það voru fáir dagar á milli leikja sem er staðreynd en svona er þetta og við tökum því,“ sagði Davíð í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvort annað mark Víkinga hefði átt að standa sagði Davíð að það hafi verið algjört aukaatriði. „Það skipti engu máli í því sem gerðist hér í dag. Við töpuðum þessum leik við komumst aðeins inn í leikinn eftir markið sem við skoruðum en Víkingur skoraði strax í kjölfarið sem drap okkur alveg. Leikmennirnir voru bara að bíða eftir að leikurinn væri búinn sem ég vil ekki sjá.“ Vestri var 2-0 undir í hálfleik og útlitið svart. Davíð sagðist hafa reynt að styðja sína menn og blása í þá trú farandi inn í síðari hálfleik. „Maður reynir að sýna stuðning þegar maður finnur að leikmenn eru ekki á deginum sínum og það var algjörlega þannig. Við reyndum að breyta liðinu í hálfleik og fá orku. Við fengum þrjú færi og skoruðum frábært mark sem við tökum út úr þessu. Birkir Eydal er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og það var gaman að sjá hann í dag.“ Næsti leikur Vestra er gegn KR á sunnudaginn og Davíð vonaðist til þess að þessi leikur færi í ruslið og hans menn myndu spila töluvert betur í næsta leik. „Við munum gera allt í okkar valdi til þess að þessi leikur sé kominn í ruslið og það verður að vera þannig. Við tókum fund inn í klefa núna og í ruslið með þetta og áfram gakk. Við erum með óbragð í munninum eftir að við spiluðum við KR síðast,“ sagði Davíð Smári að lokum sem vildi ekki fara nánar út í síðasta leik Vestra gegn KR. Vestri Besta deild karla Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
„Það sáu það allir að Vestra liðið var ólíkt sjálfum sér. Víkingar voru ekkert sérstakir og við gáfum þeim ódýr mörk og þar við situr. Það er auðvelt að benda á bikarþynnkuna en það er líka mjög eðlilegt þegar maður horfir á úrslit leiksins og við höfum ekki verið að tapa svona stórt í mjög langan tíma. Það voru fáir dagar á milli leikja sem er staðreynd en svona er þetta og við tökum því,“ sagði Davíð í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvort annað mark Víkinga hefði átt að standa sagði Davíð að það hafi verið algjört aukaatriði. „Það skipti engu máli í því sem gerðist hér í dag. Við töpuðum þessum leik við komumst aðeins inn í leikinn eftir markið sem við skoruðum en Víkingur skoraði strax í kjölfarið sem drap okkur alveg. Leikmennirnir voru bara að bíða eftir að leikurinn væri búinn sem ég vil ekki sjá.“ Vestri var 2-0 undir í hálfleik og útlitið svart. Davíð sagðist hafa reynt að styðja sína menn og blása í þá trú farandi inn í síðari hálfleik. „Maður reynir að sýna stuðning þegar maður finnur að leikmenn eru ekki á deginum sínum og það var algjörlega þannig. Við reyndum að breyta liðinu í hálfleik og fá orku. Við fengum þrjú færi og skoruðum frábært mark sem við tökum út úr þessu. Birkir Eydal er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og það var gaman að sjá hann í dag.“ Næsti leikur Vestra er gegn KR á sunnudaginn og Davíð vonaðist til þess að þessi leikur færi í ruslið og hans menn myndu spila töluvert betur í næsta leik. „Við munum gera allt í okkar valdi til þess að þessi leikur sé kominn í ruslið og það verður að vera þannig. Við tókum fund inn í klefa núna og í ruslið með þetta og áfram gakk. Við erum með óbragð í munninum eftir að við spiluðum við KR síðast,“ sagði Davíð Smári að lokum sem vildi ekki fara nánar út í síðasta leik Vestra gegn KR.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira