„Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2025 20:46 Davíð Smára Lamude var svekktur eftir 4-1 tap gegn Víkingi Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur vann 4-1 sigur gegn Vestra á heimavelli. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur út í frammistöðu Vestra en viðurkenndi að sigur í bikarúrslitum síðasta föstudag hafi spilað inn í. „Það sáu það allir að Vestra liðið var ólíkt sjálfum sér. Víkingar voru ekkert sérstakir og við gáfum þeim ódýr mörk og þar við situr. Það er auðvelt að benda á bikarþynnkuna en það er líka mjög eðlilegt þegar maður horfir á úrslit leiksins og við höfum ekki verið að tapa svona stórt í mjög langan tíma. Það voru fáir dagar á milli leikja sem er staðreynd en svona er þetta og við tökum því,“ sagði Davíð í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvort annað mark Víkinga hefði átt að standa sagði Davíð að það hafi verið algjört aukaatriði. „Það skipti engu máli í því sem gerðist hér í dag. Við töpuðum þessum leik við komumst aðeins inn í leikinn eftir markið sem við skoruðum en Víkingur skoraði strax í kjölfarið sem drap okkur alveg. Leikmennirnir voru bara að bíða eftir að leikurinn væri búinn sem ég vil ekki sjá.“ Vestri var 2-0 undir í hálfleik og útlitið svart. Davíð sagðist hafa reynt að styðja sína menn og blása í þá trú farandi inn í síðari hálfleik. „Maður reynir að sýna stuðning þegar maður finnur að leikmenn eru ekki á deginum sínum og það var algjörlega þannig. Við reyndum að breyta liðinu í hálfleik og fá orku. Við fengum þrjú færi og skoruðum frábært mark sem við tökum út úr þessu. Birkir Eydal er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og það var gaman að sjá hann í dag.“ Næsti leikur Vestra er gegn KR á sunnudaginn og Davíð vonaðist til þess að þessi leikur færi í ruslið og hans menn myndu spila töluvert betur í næsta leik. „Við munum gera allt í okkar valdi til þess að þessi leikur sé kominn í ruslið og það verður að vera þannig. Við tókum fund inn í klefa núna og í ruslið með þetta og áfram gakk. Við erum með óbragð í munninum eftir að við spiluðum við KR síðast,“ sagði Davíð Smári að lokum sem vildi ekki fara nánar út í síðasta leik Vestra gegn KR. Vestri Besta deild karla Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Það sáu það allir að Vestra liðið var ólíkt sjálfum sér. Víkingar voru ekkert sérstakir og við gáfum þeim ódýr mörk og þar við situr. Það er auðvelt að benda á bikarþynnkuna en það er líka mjög eðlilegt þegar maður horfir á úrslit leiksins og við höfum ekki verið að tapa svona stórt í mjög langan tíma. Það voru fáir dagar á milli leikja sem er staðreynd en svona er þetta og við tökum því,“ sagði Davíð í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvort annað mark Víkinga hefði átt að standa sagði Davíð að það hafi verið algjört aukaatriði. „Það skipti engu máli í því sem gerðist hér í dag. Við töpuðum þessum leik við komumst aðeins inn í leikinn eftir markið sem við skoruðum en Víkingur skoraði strax í kjölfarið sem drap okkur alveg. Leikmennirnir voru bara að bíða eftir að leikurinn væri búinn sem ég vil ekki sjá.“ Vestri var 2-0 undir í hálfleik og útlitið svart. Davíð sagðist hafa reynt að styðja sína menn og blása í þá trú farandi inn í síðari hálfleik. „Maður reynir að sýna stuðning þegar maður finnur að leikmenn eru ekki á deginum sínum og það var algjörlega þannig. Við reyndum að breyta liðinu í hálfleik og fá orku. Við fengum þrjú færi og skoruðum frábært mark sem við tökum út úr þessu. Birkir Eydal er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og það var gaman að sjá hann í dag.“ Næsti leikur Vestra er gegn KR á sunnudaginn og Davíð vonaðist til þess að þessi leikur færi í ruslið og hans menn myndu spila töluvert betur í næsta leik. „Við munum gera allt í okkar valdi til þess að þessi leikur sé kominn í ruslið og það verður að vera þannig. Við tókum fund inn í klefa núna og í ruslið með þetta og áfram gakk. Við erum með óbragð í munninum eftir að við spiluðum við KR síðast,“ sagði Davíð Smári að lokum sem vildi ekki fara nánar út í síðasta leik Vestra gegn KR.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sjá meira