Veður

Vindur á undan­haldi og hiti að tuttugu stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu þrettán til tuttugu stigum.
Hiti verður á bilinu þrettán til tuttugu stigum. Vísir/Vilhelm

Djúp lægð suður af landinu olli stífum vindi á landinu í gær og hún fjarlægist í dag og er vindur því á undanhaldi.

Á vef Veðurstofunnar segir að í dag og á morgun verði víða skýjað með köflum með líkum á dálitlum skúrum.

Hiti verður á bilinu þrettán til tuttugu stigum. Súld eða þokuloft við suðaustur- og austurströndina og svalara þar.

„Ef við lítum lengra fram í tímann, þá eru horfur á að hann fari í norðanátt um helgina. Vætusamt og fremur svalt norðan- og austanlands. Bjartara yfir og hlýrra sunnan heiða, þó líkur á stöku skúrum þar síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjart með köflum og líkur á dálitlum skúrum síðdegis. Hiti 13 til 20 stig. Súld við austurströndina og svalara.

Á föstudag: Norðaustlæg átt 3-8. Skýjað að mestu á landinu og lítilsháttar skúrir á víð og dreif. Fer að rigna austanlands um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig.

Á laugardag og sunnudag: Norðan og norðaustan 5-13 og súld eða rigning með köflum. Bjartviðri sunnan heiða, en stöku skúrir síðdegis. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og vætusamt, en þurrt að kalla suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×