Vara við svikapóstum í þeirra nafni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 20:33 Fölsk auglýsing er í dreifingu í nafni Hagkaupa. Vísir/Vilhelm Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum. „Við höfum fengið fregnir af því að svikapóstar séu í dreifingu í okkar nafni. Við viljum ítreka að við myndum aldrei biðja um greiðslu eða kortaupplýsingar í tengslum við gjafaleiki eða aðrar kynningar,“ stendur í tilkynningu á Facebook-síðu Hagkaupa. Á skjáskoti sem fylgir færslunni sést auglýsing undir formerkjum Ilmhússins þar sem fólk er hvatt til að svara könnun á heimasíðu og fá í staðinn kassa af ilmvötnum. Þar fylgir mynd af konu sem heldur á kassa með myndum af alls konar myndböndum. Svo virðist sem myndin sé búin til af gervigreind. Við nánari athugun virðist Facebook-síða Ilmhússins hafa verið búin til fyrr í dag. Undir umræddri færslu eru átta athugasemdir þar sem fólk lofsamar ilmvötnin og birtir myndir af þeirra setningu. Í athugasemdunum stendur til að mynda „Mjög góð ilmvatn“ og „Frábært sett! Pantaði það sem gjöf og öllum fannst ilmvatnið æðislegt.“ „Við hvetjum alla til að fara varlega, svara ekki slíkum póstum og smella ekki á tengla í þeim. Ef þú ert í vafa, vinsamlegast hafðu beint samband við okkur,“ segir í tilkynningu Hagkaupa. Hagkaup eru ekki þau fyrstu sem lenda í því að fölskum myndum sé deilt. Til að mynda var djúpfölsuðu gervigreindarmyndbandi dreift þar sem til að mynda Halla Tómasdóttir mælti með óljósum fjárfestingakostum. Gervigreind Tækni Netöryggi Netglæpir Matvöruverslun Tengdar fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. 28. júlí 2025 22:08 Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. 27. júlí 2025 19:27 „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana „Rödd og ásjóna er órjúfandi hluti af tilvist og atvinnu tónlistarfólks. Ef hver sem er getur farið að gefa út hljóðrit sem líkja eftir röddum listafólks án heimildar er verið að svipta það atvinnuöryggi sínu.“ 13. ágúst 2025 07:28 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
„Við höfum fengið fregnir af því að svikapóstar séu í dreifingu í okkar nafni. Við viljum ítreka að við myndum aldrei biðja um greiðslu eða kortaupplýsingar í tengslum við gjafaleiki eða aðrar kynningar,“ stendur í tilkynningu á Facebook-síðu Hagkaupa. Á skjáskoti sem fylgir færslunni sést auglýsing undir formerkjum Ilmhússins þar sem fólk er hvatt til að svara könnun á heimasíðu og fá í staðinn kassa af ilmvötnum. Þar fylgir mynd af konu sem heldur á kassa með myndum af alls konar myndböndum. Svo virðist sem myndin sé búin til af gervigreind. Við nánari athugun virðist Facebook-síða Ilmhússins hafa verið búin til fyrr í dag. Undir umræddri færslu eru átta athugasemdir þar sem fólk lofsamar ilmvötnin og birtir myndir af þeirra setningu. Í athugasemdunum stendur til að mynda „Mjög góð ilmvatn“ og „Frábært sett! Pantaði það sem gjöf og öllum fannst ilmvatnið æðislegt.“ „Við hvetjum alla til að fara varlega, svara ekki slíkum póstum og smella ekki á tengla í þeim. Ef þú ert í vafa, vinsamlegast hafðu beint samband við okkur,“ segir í tilkynningu Hagkaupa. Hagkaup eru ekki þau fyrstu sem lenda í því að fölskum myndum sé deilt. Til að mynda var djúpfölsuðu gervigreindarmyndbandi dreift þar sem til að mynda Halla Tómasdóttir mælti með óljósum fjárfestingakostum.
Gervigreind Tækni Netöryggi Netglæpir Matvöruverslun Tengdar fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. 28. júlí 2025 22:08 Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. 27. júlí 2025 19:27 „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana „Rödd og ásjóna er órjúfandi hluti af tilvist og atvinnu tónlistarfólks. Ef hver sem er getur farið að gefa út hljóðrit sem líkja eftir röddum listafólks án heimildar er verið að svipta það atvinnuöryggi sínu.“ 13. ágúst 2025 07:28 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. 28. júlí 2025 22:08
Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. 27. júlí 2025 19:27
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana „Rödd og ásjóna er órjúfandi hluti af tilvist og atvinnu tónlistarfólks. Ef hver sem er getur farið að gefa út hljóðrit sem líkja eftir röddum listafólks án heimildar er verið að svipta það atvinnuöryggi sínu.“ 13. ágúst 2025 07:28