Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 13:26 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpaði innviðaþing í morgun þar sem hann sagði eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar vera að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Engar framkvæmdir hafi verið í málaflokknum í fimm ár. „Ég mun mæla fyrir samgönguáætlun í lok október eða byrjun nóvember og þar mun ég tilkynna forgangsröðun jarðgangna. Eins og ég sagði áðan þá er líklegt að við getum farið í endurbætur á jarðgöngum á næsta ári og hafið jarðgangnagerð á hinu,“ segir Eyjólfur. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Þá sé að hefjast greiningarvinna sem stuðst verði við þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir. Hvaða göng verða fyrst á dagskrá? „Ég mun tilkynna það á Alþingi í þingsal í haust þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Ég mun ekki upplýsa um það áður. Ég mun ekki upplýsa um forgangsröðun áður og ég hef verið spurður að þessu á öllum innviðafundunum um allt land,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur hefur að undanförnu farið um landið og haldið opna fundi í mörgum byggðarlögum um samgöngur- og innviðauppbyggingu. Rúv greindi frá því í gær að á fundi ráðherrans á Egilsstöðum hafi komið fram að Austfirðingar geti ekki gengið að því sem vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi, og þá komi til greina að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. „Það sem ég var að spyrja eftir á Egilsstöðum var það hver rökin væru fyrir að Fjarðaheiðagöng ættu að vera í forgangi fram yfir Fjarðagöng, hver væru rökin á bak við það, það er það sem ég var að óska eftir. En ég er ekki bundin af fyrri ákvörðun varðandi forgang.“ Ekkert sé ákveðið í þeim efnum sem hann muni gefa upp nú. Það muni skýrast frekar með framlagningu samgönguáætlunar í haust. „Stórframkvæmdirnar fyrir austan sem eru framundan, það er Öxi, það er endurbættur vegur um suðurfirði, það eru Fjarðagöng og það eru Fjarðaheiðargöng. Það eru þessar stóru framkvæmdir þar og svo er það víða um land líka. Það eru Fljótagöng og Súðavíkurgöng og svo framvegis og það er gríðarlegt ákall úti um allt land að við förum í átak í samgöngum,“ segir Eyjólfur. „Við höfum ekki verið að sinna jarðgangnagerð síðan 2020, síðan Dýrafjarðargöngunum var lokið, og það er mjög mikilvægt að við séum að minnsta kosti að grafa ein jarðgöng á hverjum tíma og það er markmið ríkisstjórnarinnar.“ Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpaði innviðaþing í morgun þar sem hann sagði eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar vera að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Engar framkvæmdir hafi verið í málaflokknum í fimm ár. „Ég mun mæla fyrir samgönguáætlun í lok október eða byrjun nóvember og þar mun ég tilkynna forgangsröðun jarðgangna. Eins og ég sagði áðan þá er líklegt að við getum farið í endurbætur á jarðgöngum á næsta ári og hafið jarðgangnagerð á hinu,“ segir Eyjólfur. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Þá sé að hefjast greiningarvinna sem stuðst verði við þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir. Hvaða göng verða fyrst á dagskrá? „Ég mun tilkynna það á Alþingi í þingsal í haust þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Ég mun ekki upplýsa um það áður. Ég mun ekki upplýsa um forgangsröðun áður og ég hef verið spurður að þessu á öllum innviðafundunum um allt land,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur hefur að undanförnu farið um landið og haldið opna fundi í mörgum byggðarlögum um samgöngur- og innviðauppbyggingu. Rúv greindi frá því í gær að á fundi ráðherrans á Egilsstöðum hafi komið fram að Austfirðingar geti ekki gengið að því sem vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi, og þá komi til greina að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. „Það sem ég var að spyrja eftir á Egilsstöðum var það hver rökin væru fyrir að Fjarðaheiðagöng ættu að vera í forgangi fram yfir Fjarðagöng, hver væru rökin á bak við það, það er það sem ég var að óska eftir. En ég er ekki bundin af fyrri ákvörðun varðandi forgang.“ Ekkert sé ákveðið í þeim efnum sem hann muni gefa upp nú. Það muni skýrast frekar með framlagningu samgönguáætlunar í haust. „Stórframkvæmdirnar fyrir austan sem eru framundan, það er Öxi, það er endurbættur vegur um suðurfirði, það eru Fjarðagöng og það eru Fjarðaheiðargöng. Það eru þessar stóru framkvæmdir þar og svo er það víða um land líka. Það eru Fljótagöng og Súðavíkurgöng og svo framvegis og það er gríðarlegt ákall úti um allt land að við förum í átak í samgöngum,“ segir Eyjólfur. „Við höfum ekki verið að sinna jarðgangnagerð síðan 2020, síðan Dýrafjarðargöngunum var lokið, og það er mjög mikilvægt að við séum að minnsta kosti að grafa ein jarðgöng á hverjum tíma og það er markmið ríkisstjórnarinnar.“
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira