Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. ágúst 2025 19:04 Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. vísir/arnar Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims á dögunum. Þvottastöðin var hýst hér á landi á netþjóni inn í íslensku gagnaveri sem var notaður til að þvætta um 25 milljarða króna af illa fengnu fé í formi bitcoin. Talið er að jafnvel þúsundir glæpamanna hafi nýtt þjónustuna og er með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru eftir þvott. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer rafmyntaþvottur fram með svipuðu móti og hefðbundinn peningaþvottur. Segjum sem svo að glæpamaður eigi eitt bitcoin úr ólöglegri starfsemi, sem eru um fjórtán milljónir. Hann leitar þá til þvottastöðvar undir nafnleynd í gegnum vefsíðu. Því næst er fjármagninu hans blandað saman við aðrar færslur og þeirri upphæð síendurtekið skipt í hluta og hún færð á milli fjölda reikninga þar til færslunar eru orðnar það margar að ómögulegt er að rekja upphaflegu upphæðina. Að lokum fær glæpamaðurinn rafmyntina til baka á þar til gerðum reikningi að frádeginni þóknun sem þvottastöðin tekur. Ódýr orka skipti máli Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar utanríkisráðuneytisins eða CERT-IS, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að íslenskir innviðir séu nýttir í slíka starfsemi. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum.“ Hann bendir á að verið sé taka á rafmyntaþvætti á alþjóðavísu að auknum krafti sem geri Ísland að enn fýsilegri kosti í augum glæpamanna. „Það er orðið erfiðara að koma rafmyntum, sem er gjaldmiðillinn á svarta markaðnum, í almennan gjaldeyri. Ein af leiðunum til að þvo þessa peninga sómasamlega ennþá er að láta þá birtast eins og þeir séu ný til fundnir úr námugreftri í gagnaverum og þar eru íslensk gagnver meira aðlagandi heldur en mörg önnur.“ Guðmundur Arnar var einnig til viðtals um sama málefni í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan. Netöryggi Netglæpir Rafmyntir Tækni Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims á dögunum. Þvottastöðin var hýst hér á landi á netþjóni inn í íslensku gagnaveri sem var notaður til að þvætta um 25 milljarða króna af illa fengnu fé í formi bitcoin. Talið er að jafnvel þúsundir glæpamanna hafi nýtt þjónustuna og er með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru eftir þvott. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer rafmyntaþvottur fram með svipuðu móti og hefðbundinn peningaþvottur. Segjum sem svo að glæpamaður eigi eitt bitcoin úr ólöglegri starfsemi, sem eru um fjórtán milljónir. Hann leitar þá til þvottastöðvar undir nafnleynd í gegnum vefsíðu. Því næst er fjármagninu hans blandað saman við aðrar færslur og þeirri upphæð síendurtekið skipt í hluta og hún færð á milli fjölda reikninga þar til færslunar eru orðnar það margar að ómögulegt er að rekja upphaflegu upphæðina. Að lokum fær glæpamaðurinn rafmyntina til baka á þar til gerðum reikningi að frádeginni þóknun sem þvottastöðin tekur. Ódýr orka skipti máli Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar utanríkisráðuneytisins eða CERT-IS, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að íslenskir innviðir séu nýttir í slíka starfsemi. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum.“ Hann bendir á að verið sé taka á rafmyntaþvætti á alþjóðavísu að auknum krafti sem geri Ísland að enn fýsilegri kosti í augum glæpamanna. „Það er orðið erfiðara að koma rafmyntum, sem er gjaldmiðillinn á svarta markaðnum, í almennan gjaldeyri. Ein af leiðunum til að þvo þessa peninga sómasamlega ennþá er að láta þá birtast eins og þeir séu ný til fundnir úr námugreftri í gagnaverum og þar eru íslensk gagnver meira aðlagandi heldur en mörg önnur.“ Guðmundur Arnar var einnig til viðtals um sama málefni í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan.
Netöryggi Netglæpir Rafmyntir Tækni Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira