Skutu hver annan fyrir orður og bætur Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 16:01 Að minnsta kosti 35 rússneskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir svik, með því að hafa sært hvern annan eða falsað sár með öðrum hætti til að fá bætur. Getty Rússneskir hermenn úr sérstakri hersveit sem á að vera fyrir einvala hermenn skutu hver annan eða sviðsettu sár í orrustu svo þeir fengju bætur og orður. Að minnsta kosti 35 hermenn hafa verið ákærðir yfir að taka þátt í þessari umfangsmiklu svikamyllu. Rannsókn hófst eftir að einn hermaður gaf sig fram og játaði að hafa tekið þátt í því að hermenn skutu annan með því markmiði að særa og fölsuðu sár með öðrum hætti. Alls fundu rannsakendur 35 hermenn sem tóku þátt í þessu. Í heildina eru hermennirnir sagðir hafa fengið rúmlega 200 milljón rúbblur frá ríkinu í bætur vegna svikanna, samkvæmt frétt rússneska dagblaðsins Kommersant frá því fyrr í mánuðinum. Mediazona segir það samsvara um 2,5 milljónum dala, sem eru rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Upphæðin sem hver hermaður fékk fyrir sárin fer eftir mati lækna á alvarleika þeirra. Auk þess fengu mennirnir forgang og betri þjónustu á sjúkrahúsum en aðrir og lengri frí. Þá fengu einhverjir þeirra heiðursorður fyrir hugrekki. Einn þeirra sem játað hefur sekt er ofurstinn Artem Gorodilov, en leiddi áður hersveitina sem hernam bæinn Bucha í Úkraínu í upphafi innrásar Rússa. Hersveitin hefur verið sökuð um að myrða fjölmarga óbreytta borgara. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Konstantin Frolov, annar ofursti sem gengur undir nafninu „Böðullinn“ hefur einnig verið ákærður í málinu en þeir eru báðir sakaðir um fjársvik. Sá seinni er einnig sakaður um að hafa stolið vopnum, skotfærum og handsprengjum. Frolov var einni þeirra sem fékk heiðursorðu fyrir hugrekki vegna sára sem hann hlaut frá félaga sínum. Samkvæmt Kommersant hafa báðir ofurstarnir játað sök og beðið um að vera sendir aftur til Úkraínu í refsingarskyni. Því hefur verið hafnað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Erlend sakamál Tengdar fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Sjá meira
Rannsókn hófst eftir að einn hermaður gaf sig fram og játaði að hafa tekið þátt í því að hermenn skutu annan með því markmiði að særa og fölsuðu sár með öðrum hætti. Alls fundu rannsakendur 35 hermenn sem tóku þátt í þessu. Í heildina eru hermennirnir sagðir hafa fengið rúmlega 200 milljón rúbblur frá ríkinu í bætur vegna svikanna, samkvæmt frétt rússneska dagblaðsins Kommersant frá því fyrr í mánuðinum. Mediazona segir það samsvara um 2,5 milljónum dala, sem eru rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Upphæðin sem hver hermaður fékk fyrir sárin fer eftir mati lækna á alvarleika þeirra. Auk þess fengu mennirnir forgang og betri þjónustu á sjúkrahúsum en aðrir og lengri frí. Þá fengu einhverjir þeirra heiðursorður fyrir hugrekki. Einn þeirra sem játað hefur sekt er ofurstinn Artem Gorodilov, en leiddi áður hersveitina sem hernam bæinn Bucha í Úkraínu í upphafi innrásar Rússa. Hersveitin hefur verið sökuð um að myrða fjölmarga óbreytta borgara. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Konstantin Frolov, annar ofursti sem gengur undir nafninu „Böðullinn“ hefur einnig verið ákærður í málinu en þeir eru báðir sakaðir um fjársvik. Sá seinni er einnig sakaður um að hafa stolið vopnum, skotfærum og handsprengjum. Frolov var einni þeirra sem fékk heiðursorðu fyrir hugrekki vegna sára sem hann hlaut frá félaga sínum. Samkvæmt Kommersant hafa báðir ofurstarnir játað sök og beðið um að vera sendir aftur til Úkraínu í refsingarskyni. Því hefur verið hafnað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Erlend sakamál Tengdar fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Sjá meira
Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11
Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15