Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. ágúst 2025 15:03 The Guardian er mest lesni fjölmiðill Bretlands að ríkisútvarpinu undanskildu. Vísir/Samsett Skjöldur Íslands hefur vakið athygli stórblaða úti í heimi. Í dag birti Guardian forsíðufrétt þar sem fjallað er um samtökin og „systursamtök“ þeirra víða um Evrópu. Yfirlýstir hollvinir þjóðlegra gilda og verndarar kvenna sem vilja taka lögin í eigin hendur fylkja um götur borga um alla álfuna en Skildirnir svokölluðu virðast hafa vakið sérstaka athygli. Skjöldur Íslands hefur vakið mikla athygli frá því að þeir gengu einkennisklædd um götur miðborgarinnar í júlí síðastliðnum. Um er að ræða eins konar hverfisgæslu með fasískar skírskotanir og ofbeldisdóma á bakinu. Hreyfingar sem þessar hafa þó sprottið upp um alla álfuna sem viðbragð við komu flóttafólks til Evrópu. Fjallað um kvöldröltið „Klæddir svörtum bolum prýddum járnkrossum, um tólf menn marséruðu um miðborg Reykjavíkur í leit að athygli á líflegu föstudagskvöldi.“ Á þessum orðum hefst fréttin sem er efst á Guardian, mest lesna fréttamiðli Bretlands að ríkisútvarpinu undanskildu. Þá er minnst á slíka hópa í Póllandi, Hollandi, Norður-Írlandi og víðar. Til umfjöllunar er uppgangur hópa á borð við Skjöld Íslands og ræddi blaðamaður Guardian við norskan prófessor sem rannsakar öfgafullar stjórnmálahreyfingar við þartilgerða stofnun við Háskólann í Ósló. „Þetta er aðallega táknrænt. Þeir koma ekki í veg fyrir fólksflutninga. Þeir skapa ekki aukið öryggi á götum úti,“ er haft eftir Tore Bjørgo prófessor. „Þetta er gjörningur fyrir fjölmiðla og oft í pólitískum tilgangi, vegna þess að öfga- og jaðarhægrimenn nýta sér þetta til að fá athygli og nýja meðlimi,“ er haft eftir henni. Ýmsir samnefnarar þvert yfir álfuna Talað er um „öldu“ misofbeldisfullra hreyfinga sem vilja stemma stigu við komu flóttamanna. Tekin eru dæmi um hópa sem töldu mörghundruð manns sem „stóðu vaktina“ við landamæri Þýskalands og Póllands til að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir landamærin. Í Belfast á Norður-Írlandi hefur litað fólk orðið fyrir barðinu á skipulögðum hótunarherferðum en allir hópar eiga það sameiginlegt að stór hluti meðlima þeirra og aðstandenda eiga að baki sér dóma fyrir ofbeldis- eða fíkniefnabrot. „Nýleg umfjöllun frá Íslandi og Norður-Írlandi benda til þess að dæmdir glæpamenn eru eftir sem áður fastur liður í þessum hreyfingum. Á Íslandi sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, að lögreglu höfðu borist upplýsingar um að þessir sjálfskipuðu löggæslumenn, sem segja markmið sitt vera að vernda Íslendinga frá innflytjendum, hefðu staðið í hótunum við fólk sem gagnrýndi þá, meðal annars sagt konum að það ætti að þagga niður í þeim endanlega,“ segir í fréttinni. „Hann sagði við fréttavefinn Vísi að hugmyndir fólks um að taka lögin í eigin hendur væru áhyggjuefni. „Það eru fjölmörg dæmi sem benda til þess að slíkt endi einungis illa,““ segir þá. Lögreglumál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Skjöldur Íslands hefur vakið mikla athygli frá því að þeir gengu einkennisklædd um götur miðborgarinnar í júlí síðastliðnum. Um er að ræða eins konar hverfisgæslu með fasískar skírskotanir og ofbeldisdóma á bakinu. Hreyfingar sem þessar hafa þó sprottið upp um alla álfuna sem viðbragð við komu flóttafólks til Evrópu. Fjallað um kvöldröltið „Klæddir svörtum bolum prýddum járnkrossum, um tólf menn marséruðu um miðborg Reykjavíkur í leit að athygli á líflegu föstudagskvöldi.“ Á þessum orðum hefst fréttin sem er efst á Guardian, mest lesna fréttamiðli Bretlands að ríkisútvarpinu undanskildu. Þá er minnst á slíka hópa í Póllandi, Hollandi, Norður-Írlandi og víðar. Til umfjöllunar er uppgangur hópa á borð við Skjöld Íslands og ræddi blaðamaður Guardian við norskan prófessor sem rannsakar öfgafullar stjórnmálahreyfingar við þartilgerða stofnun við Háskólann í Ósló. „Þetta er aðallega táknrænt. Þeir koma ekki í veg fyrir fólksflutninga. Þeir skapa ekki aukið öryggi á götum úti,“ er haft eftir Tore Bjørgo prófessor. „Þetta er gjörningur fyrir fjölmiðla og oft í pólitískum tilgangi, vegna þess að öfga- og jaðarhægrimenn nýta sér þetta til að fá athygli og nýja meðlimi,“ er haft eftir henni. Ýmsir samnefnarar þvert yfir álfuna Talað er um „öldu“ misofbeldisfullra hreyfinga sem vilja stemma stigu við komu flóttamanna. Tekin eru dæmi um hópa sem töldu mörghundruð manns sem „stóðu vaktina“ við landamæri Þýskalands og Póllands til að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir landamærin. Í Belfast á Norður-Írlandi hefur litað fólk orðið fyrir barðinu á skipulögðum hótunarherferðum en allir hópar eiga það sameiginlegt að stór hluti meðlima þeirra og aðstandenda eiga að baki sér dóma fyrir ofbeldis- eða fíkniefnabrot. „Nýleg umfjöllun frá Íslandi og Norður-Írlandi benda til þess að dæmdir glæpamenn eru eftir sem áður fastur liður í þessum hreyfingum. Á Íslandi sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, að lögreglu höfðu borist upplýsingar um að þessir sjálfskipuðu löggæslumenn, sem segja markmið sitt vera að vernda Íslendinga frá innflytjendum, hefðu staðið í hótunum við fólk sem gagnrýndi þá, meðal annars sagt konum að það ætti að þagga niður í þeim endanlega,“ segir í fréttinni. „Hann sagði við fréttavefinn Vísi að hugmyndir fólks um að taka lögin í eigin hendur væru áhyggjuefni. „Það eru fjölmörg dæmi sem benda til þess að slíkt endi einungis illa,““ segir þá.
Lögreglumál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent