Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2025 08:27 Palestínumenn flýja Gasaborg í massavís en óljóst er hvert fólkið getur farið. AP/Abdel Kareem Hana Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar stendur einnig til að binda enda á það að birgðum sé varpað til fólks úr lofti og draga enn frekar úr fjölda vörubíla sem notaðir eru til að flytja nauðsynjar til fólks. Þá ætla Ísraelar að reyna að flytja hundruð þúsunda manna frá borginni á næstunni. Þangað hefur fólkið flúið undan linnulausum árásum Ísraela annarsstaðar á Gasaströndinni undanfarna mánuði og þurfa þau nú að flýja þaðan í massavís. Sameinuðu þjóðirnar segja að undanfarna daga hafi neyðaraðstoðin til íbúa í Gasaborg verið langt frá því að anna eftirspurn og því sem nauðsynlegt er. Dragist enn frekar úr aðstoðinni mun það koma verulega niður á þeim sem eru þar enn. AL Jazeera segir að minnsta kosti átján Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraela í Gasaborg í dag, þegar þetta er skrifað, og að fjölmargir séu að flýja frá borginni vegna árásanna. Einn þeirra sem flúði borgina sagði í samtali við AP fréttaveituna að aðstæður væru orðnar það slæmar að ekki væri hægt að halda til þar lengur. Hvert fólkið er að fara liggur ekki fyrir. Í yfirlýsingu til AP segir Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, að ef Ísraelar ætli sér að rýma Gasaborg sé ekkert annað svæði á Gasaströndinni sem þetta fólk gæti farið á. Allir innviðir séu í rúst og alls staðar sé skortur á matvælum, vatni, skjóli og læknisþjónustu. Hún sagði ómögulegt að rýma Gasaborg með öruggum hætti. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08 Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar stendur einnig til að binda enda á það að birgðum sé varpað til fólks úr lofti og draga enn frekar úr fjölda vörubíla sem notaðir eru til að flytja nauðsynjar til fólks. Þá ætla Ísraelar að reyna að flytja hundruð þúsunda manna frá borginni á næstunni. Þangað hefur fólkið flúið undan linnulausum árásum Ísraela annarsstaðar á Gasaströndinni undanfarna mánuði og þurfa þau nú að flýja þaðan í massavís. Sameinuðu þjóðirnar segja að undanfarna daga hafi neyðaraðstoðin til íbúa í Gasaborg verið langt frá því að anna eftirspurn og því sem nauðsynlegt er. Dragist enn frekar úr aðstoðinni mun það koma verulega niður á þeim sem eru þar enn. AL Jazeera segir að minnsta kosti átján Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraela í Gasaborg í dag, þegar þetta er skrifað, og að fjölmargir séu að flýja frá borginni vegna árásanna. Einn þeirra sem flúði borgina sagði í samtali við AP fréttaveituna að aðstæður væru orðnar það slæmar að ekki væri hægt að halda til þar lengur. Hvert fólkið er að fara liggur ekki fyrir. Í yfirlýsingu til AP segir Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, að ef Ísraelar ætli sér að rýma Gasaborg sé ekkert annað svæði á Gasaströndinni sem þetta fólk gæti farið á. Allir innviðir séu í rúst og alls staðar sé skortur á matvælum, vatni, skjóli og læknisþjónustu. Hún sagði ómögulegt að rýma Gasaborg með öruggum hætti.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08 Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08
Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58
Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17
Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent