„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 08:00 Elvar Már Friðriksson og aðrir Íslendingar botnuðu ekkert í ákvörðunum dómaranna á lokakaflanum í Katowice í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Leikurinn var brotinn til mergjar í hlaðvarpinu Besta sætið og er hægt að hlusta á umræðuna hér að neðan. Fyrst urðu menn að fá að ræða aðeins dómgæsluna á lokamínútunum, þar sem íslenska liðið var svipt öllum möguleikum á sigri. Sóknarvilla á Tryggva Snæ Hlinason, óíþróttamannsleg villa á Elvar Má Friðriksson eftir afar langa skoðun á myndbandi, og þriggja skota villa á Ægi Þór Steinarsson voru meðal efniviðs í samsæriskenningar um að koma ætti heimaliði Póllands áfram í keppninni á kostnað Íslands. „Mér fannst þetta vera einbeittur brotavilji. Mér fannst þeir bara vera að leita að einhverju. Þegar maður horfir á körfuboltaleiki vill maður sjá leikmenn ráða úrslitum. Það var ekki þannig þarna. Þegar þau fóru í skjáinn til að skoða þetta atvik með Elvar þá hefði verið nóg að skoða þetta einu sinni og segja „no call“. Bara áfram með þetta,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í þættinum. Allir voru svo sammála um að villan á Ægi í lokin hefði verið fáránleg. „Hann kom ekki við manninn,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem stýrði þættinum. Craig Pedersen þjálfari Íslands fór ekki leynt með það hvílíkt hneyksli hefði að hans mati átt sér stað í gærkvöld og voru sérfræðingarnir ánægðir með hann. „Þetta var bara eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik. Að dómararnir ættu að vera 3-0 [með þrjá sigra en engin töp] eftir þennan leik. Þetta leit þannig út. Alveg ömurlegt. Ég var ánægður með þetta viðtal hjá Craig og hann lét alla heyra það,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson. „Ég skil hann vel. Hann er við öll í þessu dæmi,“ bætti Halldór við. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Leikurinn var brotinn til mergjar í hlaðvarpinu Besta sætið og er hægt að hlusta á umræðuna hér að neðan. Fyrst urðu menn að fá að ræða aðeins dómgæsluna á lokamínútunum, þar sem íslenska liðið var svipt öllum möguleikum á sigri. Sóknarvilla á Tryggva Snæ Hlinason, óíþróttamannsleg villa á Elvar Má Friðriksson eftir afar langa skoðun á myndbandi, og þriggja skota villa á Ægi Þór Steinarsson voru meðal efniviðs í samsæriskenningar um að koma ætti heimaliði Póllands áfram í keppninni á kostnað Íslands. „Mér fannst þetta vera einbeittur brotavilji. Mér fannst þeir bara vera að leita að einhverju. Þegar maður horfir á körfuboltaleiki vill maður sjá leikmenn ráða úrslitum. Það var ekki þannig þarna. Þegar þau fóru í skjáinn til að skoða þetta atvik með Elvar þá hefði verið nóg að skoða þetta einu sinni og segja „no call“. Bara áfram með þetta,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í þættinum. Allir voru svo sammála um að villan á Ægi í lokin hefði verið fáránleg. „Hann kom ekki við manninn,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem stýrði þættinum. Craig Pedersen þjálfari Íslands fór ekki leynt með það hvílíkt hneyksli hefði að hans mati átt sér stað í gærkvöld og voru sérfræðingarnir ánægðir með hann. „Þetta var bara eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik. Að dómararnir ættu að vera 3-0 [með þrjá sigra en engin töp] eftir þennan leik. Þetta leit þannig út. Alveg ömurlegt. Ég var ánægður með þetta viðtal hjá Craig og hann lét alla heyra það,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson. „Ég skil hann vel. Hann er við öll í þessu dæmi,“ bætti Halldór við. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira