Viðskipti innlent

Tekur við sem fram­kvæmda­stjóri innan­lands­sviðs Sam­skipa

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Ingi Þrastarson
Jón Ingi Þrastarson

Jón Ingi Þrastarson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa. Hann situr í framkvæmda­stjórn félagsins og kemur í stað Gísla Þórs Arnarsonar sem lét af störfum hjá félaginu í vor.

Í tilkynningu segir að Jón Ingi hafi starfað hjá Samskipum frá árinu 2013 og þekki rekstur félagsins vel, jafnt frá sjónarhóli sölu, þjónustu og umsvifa í alþjóðlegu umhverfi. 

Hann hefur um árabil starfað hjá Sam­skipum í Rotterdam í Hollandi. Þar stýrði hann lengi þjónustu Samskipa við íslenska markaðinn og Færeyjar, en síðustu ár hefur hann verið forstöðumaður Global Forwarding,“ segir í tilkynningunni. 

Jón Ingi lauk Executive MBA námi við Rotterdam School of Management á síðasta ári, en hann er einnig með BA-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst frá 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×