Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. september 2025 23:17 Helgi vill að bætt verði úr stöðu mála í Mjóddinni. Vísir Ástandið í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti er með öllu óásættanlegt að mati Helga Áss Grétarssonar varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir stöðuna niðurlægjandi fyrir hverfið. Ekki hefur verið samið um rekstur stöðvarinnar tveimur árum eftir að hann var auglýstur af borginni. Sumarið 2023 bauð Reykjavíkurborg út rekstur þjónustustöðvar Strætó í Mjódd í Breiðholti. Nýr rekstraraðili á að annast daglegan rekstur hússins, meðal annars á salernum og öryggisvörslu. Tveimur árum síðar hefur enginn rekstraraðili fundist og segir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ástandið í skiptistöðinni ólíðandi. „Þú sérð bara gólfefnið og áruna í kringum þetta. Þegar þú ferð á aðaljárnbrautastöðvar eða járnbrautarstöðvar úti í heimi þá er mikilvægt að tilfinningin sé góð. Þú færð ekki nógu gott vibe hérna, sérð líka gangstéttina, þetta er illa farið, þetta er grunnþjónusta og þetta á bara að vera í miklu betra lagi. Það er kjarni málsins.“ Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf inni í stöðinni illa farin og blaut. Þá sé stöðin ekki opin notendum Strætó allan þann tíma sem strætó gangi, engin öryggisgæsla til staðar auk þess sem klósett sé í slæmu ásigkomulagi. Eigi að vera krúnudjásn „Það voru hérna einhvern tímann fullt af sprautunálum og drasli þegar það var kynning haustið 2022. Þið sjáið bara gólfefnið, hvernig upplifun er að mæta á svona salerni? Það er ekki fagurt, efnið hér á veggjunum, þetta er ekki traustvekjandi. Þegar þú ferð á Keflavíkurflugvöll, eða á járnbrautastaði er allt í lagi og allt þvegið.“ Helgi segir málið ekki eiga að snúast um pólitík. „Þetta er stærsta skiptistöð landsins. Hún á að vera ákveðið krúnudjásn fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand sem er hér, hvernig sem á það er litið, það er ófullnægjandi. Þetta þarf einfaldlega að laga og það gerirðu ekki bara með því að stofna einhverja hópa innan embættismannakerfisins, það þurfa að koma skýrar aðgerðir og mikið fjármagn til þess að koma þessu í lag.“ Strætó Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Sumarið 2023 bauð Reykjavíkurborg út rekstur þjónustustöðvar Strætó í Mjódd í Breiðholti. Nýr rekstraraðili á að annast daglegan rekstur hússins, meðal annars á salernum og öryggisvörslu. Tveimur árum síðar hefur enginn rekstraraðili fundist og segir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ástandið í skiptistöðinni ólíðandi. „Þú sérð bara gólfefnið og áruna í kringum þetta. Þegar þú ferð á aðaljárnbrautastöðvar eða járnbrautarstöðvar úti í heimi þá er mikilvægt að tilfinningin sé góð. Þú færð ekki nógu gott vibe hérna, sérð líka gangstéttina, þetta er illa farið, þetta er grunnþjónusta og þetta á bara að vera í miklu betra lagi. Það er kjarni málsins.“ Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf inni í stöðinni illa farin og blaut. Þá sé stöðin ekki opin notendum Strætó allan þann tíma sem strætó gangi, engin öryggisgæsla til staðar auk þess sem klósett sé í slæmu ásigkomulagi. Eigi að vera krúnudjásn „Það voru hérna einhvern tímann fullt af sprautunálum og drasli þegar það var kynning haustið 2022. Þið sjáið bara gólfefnið, hvernig upplifun er að mæta á svona salerni? Það er ekki fagurt, efnið hér á veggjunum, þetta er ekki traustvekjandi. Þegar þú ferð á Keflavíkurflugvöll, eða á járnbrautastaði er allt í lagi og allt þvegið.“ Helgi segir málið ekki eiga að snúast um pólitík. „Þetta er stærsta skiptistöð landsins. Hún á að vera ákveðið krúnudjásn fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand sem er hér, hvernig sem á það er litið, það er ófullnægjandi. Þetta þarf einfaldlega að laga og það gerirðu ekki bara með því að stofna einhverja hópa innan embættismannakerfisins, það þurfa að koma skýrar aðgerðir og mikið fjármagn til þess að koma þessu í lag.“
Strætó Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira