Lífið

Sylvía Hall og Viddi Sig trú­lofuð

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ástin blómstrar hjá Sylvíu Hall og Vidda Sig.
Ástin blómstrar hjá Sylvíu Hall og Vidda Sig. Instagram @sylviahall

Ástin svífur yfir vötnum í Vesturbænum en 107 drottningin Sylvía Hall, lögfræðingur hjá Logos og fyrrum fjölmiðlakona, sagði já við Viðar Þór Sigurðsson, sérfræðing á fjármálasviði hjá Norðurál, þegar hann bað um hönd hennar á dögunum.

Parið hefur verið saman í nokkur ár og eiga saman dótturina Brynhildi Viðarsdóttur Hall sem er tíu mánaða gömul. 

Sylvía Hall vakti meðal annars athygli fyrir hlaðvarpsseríuna Missi á Vísi á sínum tíma. Hún hefur komið víða að í fjölmiðlum en lauk meistaraprófi úr lögfræði frá Háskóla Íslands og fór úr fjölmiðlunum yfir í Logos. 

Viddi og Sylvía hafa verið saman í nokkur ár.Aðsend

Viddi Sig, eins og Viðar er oftast kallaður, er þekktur neðrideildarspilari og hefur meðal annars spilað fyrir fótboltaliðin Kríu, KV og Vestra. Hjúin birtu sameiginlega færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þau skrifa einfaldlega „Trúlofuð“. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.