Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. september 2025 13:30 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata með samsstarfssamning meirihlutans í höndunum þegar hann var kynntur í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík. Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að ástand skiptistöðvar Strætó í Mjódd væri með öllu óásættanlegt og niðurlægjandi fyrir Breiðholt. Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf í stöðinni illa farin og blaut og klósett í slæmu ásigkomulagi. Rekstur stöðvarinnar var boðinn út fyrir tveimur árum en enginn rekstraraðili fundist. Þegar unnið að úrbótartillögum Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir rétt að vinna þurfi úrbætur á skiptistöðinni. Meirihlutinn hafi samþykkt heildarendurskoðun á Mjóddinni í mars síðastliðnum. „Og ákveðinn stýrihópur hefur verið skipaður um þessa vinnu og það er unnið að úrbótatillögum að umhverfi biðstöðvarinnar, því ég er alveg sammála að það er ekki fullnægjandi og við sögðum það strax í febrúar og mars þegar við kynntum nýjan meirihluta að við ætluðum að setja þetta rækilega á dagskrá því Mjóddin á betra skilið og Breiðholtið á betra skilið og okkur þykir vænt um þetta hverfi og viljum halda vel utan um það.“ Stefnt sé að því að stýrihópurinn skili tillögum um úrbætur til lengri og skemmri tíma hið fyrsta, sem byggi meðal annars á samráði við íbúa. Helgi sagði í kvöldfréttum í gær að ekki væri nóg að stofna stýrihóp, grípa yrði strax til skýrra aðgerða. Dóra segir ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ekki bara hægt að kasta út frösum „Það er einhver sem þarf að gera hlutina. Og það er alveg hægt að kasta út einhverjum frösum um að hlutirnir gangi ekki hratt og það sé ekki nóg að skipa einhverja hópa. Þá spyr ég bara Helga sömuleiðis: Hvernig á að vinna vinnuna, ætlar hann sjálfur að gera þetta? Það er okkar hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnuna, móta leiðina og svo gerast hlutirnir. Það er þannig sem við stýrum borginni.“ Ekki sé hægt að hlaupa til og gera bara eitthvað. Vinna þurfi málið skipulega. „Af yfirvegun, taka réttar ákvarðanir, og fara vel með fé. Það er bara ábyrgðarhluti. Það er alltaf hægt að kasta einhverjum frösum út í pólitíska umræðu og vona að þeir festist og hljómi vel en við vinnum ekki þannig. Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og við tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að ástand skiptistöðvar Strætó í Mjódd væri með öllu óásættanlegt og niðurlægjandi fyrir Breiðholt. Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf í stöðinni illa farin og blaut og klósett í slæmu ásigkomulagi. Rekstur stöðvarinnar var boðinn út fyrir tveimur árum en enginn rekstraraðili fundist. Þegar unnið að úrbótartillögum Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir rétt að vinna þurfi úrbætur á skiptistöðinni. Meirihlutinn hafi samþykkt heildarendurskoðun á Mjóddinni í mars síðastliðnum. „Og ákveðinn stýrihópur hefur verið skipaður um þessa vinnu og það er unnið að úrbótatillögum að umhverfi biðstöðvarinnar, því ég er alveg sammála að það er ekki fullnægjandi og við sögðum það strax í febrúar og mars þegar við kynntum nýjan meirihluta að við ætluðum að setja þetta rækilega á dagskrá því Mjóddin á betra skilið og Breiðholtið á betra skilið og okkur þykir vænt um þetta hverfi og viljum halda vel utan um það.“ Stefnt sé að því að stýrihópurinn skili tillögum um úrbætur til lengri og skemmri tíma hið fyrsta, sem byggi meðal annars á samráði við íbúa. Helgi sagði í kvöldfréttum í gær að ekki væri nóg að stofna stýrihóp, grípa yrði strax til skýrra aðgerða. Dóra segir ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ekki bara hægt að kasta út frösum „Það er einhver sem þarf að gera hlutina. Og það er alveg hægt að kasta út einhverjum frösum um að hlutirnir gangi ekki hratt og það sé ekki nóg að skipa einhverja hópa. Þá spyr ég bara Helga sömuleiðis: Hvernig á að vinna vinnuna, ætlar hann sjálfur að gera þetta? Það er okkar hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnuna, móta leiðina og svo gerast hlutirnir. Það er þannig sem við stýrum borginni.“ Ekki sé hægt að hlaupa til og gera bara eitthvað. Vinna þurfi málið skipulega. „Af yfirvegun, taka réttar ákvarðanir, og fara vel með fé. Það er bara ábyrgðarhluti. Það er alltaf hægt að kasta einhverjum frösum út í pólitíska umræðu og vona að þeir festist og hljómi vel en við vinnum ekki þannig. Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og við tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“
Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira