„Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2025 12:18 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, er ekki hrifinn af ummælum sem þingmaður Miðflokksins lét falla í sjónvarpsviðtali í gær. Vísir Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir að tillagan verði tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum, en fundurinn hófst klukkan tólf í hádeginu og hefur tillagan ekki komið til umræðu enn þegar þetta er skrifað. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir í samtali við Vísi að hann voni að ályktunin verði samþykkt í borgarstjórn. „Við erum með fjölda barna og ungmenna sem eru hluti af hinsegin samfélaginu, trans börn, og þetta er hópur sem þarf á eindregnum stuðningi borgarinnar og stjórnmálastéttarinnar að halda. Við viljum bara árétta það að við stöndum með mannréttindum þeirra og hnykkjum á því að þeir sem eru haldnir fordómum, þeir eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir Einar. Einar og félagar hans í borgarstjórnarflokki Framsóknar bætist þannig í hóp fjölmargra annarra sem gagnrýnt hafa ummæli Snorra sem vakið hafa mikil viðbrögð. Átt þú von á þverpólitískum stuðningi við þessa ályktun? „Ég vona það, ég held að þessi sjónarmið séu ekki í borgarstjórn, þau séu ekki að finna þar, og það er bara gott að við sameinumst um stuðning við þennan hóp sem ér finnst mikilvægt að stjórnmálastéttin tali skýrt til. Og stjórnmálaflokkar eins og Miðflokkurinn, að hann skuli ekki bregðast við þessum ummælum, svarar þessu og samþykkir málflutning þingmannsins með þögn sinni, hann á ekkert erindi til dæmis í borgarstjórn,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir að tillagan verði tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum, en fundurinn hófst klukkan tólf í hádeginu og hefur tillagan ekki komið til umræðu enn þegar þetta er skrifað. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir í samtali við Vísi að hann voni að ályktunin verði samþykkt í borgarstjórn. „Við erum með fjölda barna og ungmenna sem eru hluti af hinsegin samfélaginu, trans börn, og þetta er hópur sem þarf á eindregnum stuðningi borgarinnar og stjórnmálastéttarinnar að halda. Við viljum bara árétta það að við stöndum með mannréttindum þeirra og hnykkjum á því að þeir sem eru haldnir fordómum, þeir eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir Einar. Einar og félagar hans í borgarstjórnarflokki Framsóknar bætist þannig í hóp fjölmargra annarra sem gagnrýnt hafa ummæli Snorra sem vakið hafa mikil viðbrögð. Átt þú von á þverpólitískum stuðningi við þessa ályktun? „Ég vona það, ég held að þessi sjónarmið séu ekki í borgarstjórn, þau séu ekki að finna þar, og það er bara gott að við sameinumst um stuðning við þennan hóp sem ér finnst mikilvægt að stjórnmálastéttin tali skýrt til. Og stjórnmálaflokkar eins og Miðflokkurinn, að hann skuli ekki bregðast við þessum ummælum, svarar þessu og samþykkir málflutning þingmannsins með þögn sinni, hann á ekkert erindi til dæmis í borgarstjórn,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira