Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2025 09:00 Gumma Ben var ekki skemmt yfir stælunum í Stjörnunni. sýn sport Strákarnir í Stúkunni tóku Stjörnuna til bæna eftir að Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gagnrýndi skort á gestrisni hjá Garðbæingum. Stjarnan vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði KA, 3-2, í Bestu deild karla á sunnudaginn. Eftir leikinn kvartaði Hallgrímur yfir því hvernig Stjörnumenn taka á móti liðum á Samsung-vellinum. „Leikskýrslan kemur trekk í trekk 45 mínútum fyrir leik á meðan við skilum skýrslunni af okkur klukkutíma fyrir leik. Þeir vökva svo bara völlinn öðru megin og hundbleyta varamannaskýlið okkar. Þetta er leiðinda hugarleikir sem er ekki mikill bragur af. Mér finnst að KSÍ eigi að taka á þessu og þetta er Stjörnunnni ekki til sóma,“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi. Stúkumenn tóku undir gagnrýni Hallgríms og sögðu Stjörnumönnum að gyrða sig í þessum efnum. „Það er óhætt að segja að Haddi væri langt frá því að vera ánægður. Mér leið í alvöru eins og hann væri reiðari yfir framkomu Stjörnunnar en nánast úrslitunum. Og skiljanlega,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég ætla bara að henda þessu fram: Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni og þeim sem stjórna þessu liði ef þeir geta hreinlega ekki drullast til að skila skýrslu á réttum tíma? Eru þeir að skoða hitt liðið áður en þeir ákveða hverjir eiga að vera inni hjá sér? Þetta gerðist 23, 24 og 25. Þetta gerist öll þessi ár sem þeir eru að stjórna þarna. Hvað í fjandanum er að þessu liði?“ Félaginu til vansa Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og skammaði Stjörnumenn fyrir tregðu þeirra við að skila inn leikskýrslu á réttum tíma. „Það hefur verið leitað eftir skýringum og menn hafa verið spurðir. Þetta hefur verið óheppni eða bilun í tölvukerfi eða netsambandið í Stjörnuheimilinu hefur ekki verið nógu gott. Þetta er ekki flókið. Það er ákveðið „fair play“ í því fyrir þá sem taka þátt í deildakeppninni að skýrslum ber að skila í síðasta lagi 45 mínútum fyrir leik og það eru tilmæli að það sé klukkutíma fyrir leik. Þá skilar þú bara skýrslunni og ert ekkert í svona leik,“ sagði Ólafur. Klippa: Stúkan - umræða um gestrisni Stjörnunnar „Ég veit ekkert á hvern á að benda því þegar leitað er eftir svörum bendir hver á annan. Þetta er bara ekki nógu gott. Þetta er félaginu til vansa og mér finnst að menn þurfi að taka á þessu því þetta gengur aftur og aftur og aftur af því að það er ekki tekið á þessu. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra þeirra sem taka þátt að þetta sé gert almennilega. Þú getur lifað með einhverju slysi eða bilun en síendurtekið er helvítis óheppni.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan KA Stúkan Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Stjarnan vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið sigraði KA, 3-2, í Bestu deild karla á sunnudaginn. Eftir leikinn kvartaði Hallgrímur yfir því hvernig Stjörnumenn taka á móti liðum á Samsung-vellinum. „Leikskýrslan kemur trekk í trekk 45 mínútum fyrir leik á meðan við skilum skýrslunni af okkur klukkutíma fyrir leik. Þeir vökva svo bara völlinn öðru megin og hundbleyta varamannaskýlið okkar. Þetta er leiðinda hugarleikir sem er ekki mikill bragur af. Mér finnst að KSÍ eigi að taka á þessu og þetta er Stjörnunnni ekki til sóma,“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi. Stúkumenn tóku undir gagnrýni Hallgríms og sögðu Stjörnumönnum að gyrða sig í þessum efnum. „Það er óhætt að segja að Haddi væri langt frá því að vera ánægður. Mér leið í alvöru eins og hann væri reiðari yfir framkomu Stjörnunnar en nánast úrslitunum. Og skiljanlega,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég ætla bara að henda þessu fram: Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni og þeim sem stjórna þessu liði ef þeir geta hreinlega ekki drullast til að skila skýrslu á réttum tíma? Eru þeir að skoða hitt liðið áður en þeir ákveða hverjir eiga að vera inni hjá sér? Þetta gerðist 23, 24 og 25. Þetta gerist öll þessi ár sem þeir eru að stjórna þarna. Hvað í fjandanum er að þessu liði?“ Félaginu til vansa Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og skammaði Stjörnumenn fyrir tregðu þeirra við að skila inn leikskýrslu á réttum tíma. „Það hefur verið leitað eftir skýringum og menn hafa verið spurðir. Þetta hefur verið óheppni eða bilun í tölvukerfi eða netsambandið í Stjörnuheimilinu hefur ekki verið nógu gott. Þetta er ekki flókið. Það er ákveðið „fair play“ í því fyrir þá sem taka þátt í deildakeppninni að skýrslum ber að skila í síðasta lagi 45 mínútum fyrir leik og það eru tilmæli að það sé klukkutíma fyrir leik. Þá skilar þú bara skýrslunni og ert ekkert í svona leik,“ sagði Ólafur. Klippa: Stúkan - umræða um gestrisni Stjörnunnar „Ég veit ekkert á hvern á að benda því þegar leitað er eftir svörum bendir hver á annan. Þetta er bara ekki nógu gott. Þetta er félaginu til vansa og mér finnst að menn þurfi að taka á þessu því þetta gengur aftur og aftur og aftur af því að það er ekki tekið á þessu. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra þeirra sem taka þátt að þetta sé gert almennilega. Þú getur lifað með einhverju slysi eða bilun en síendurtekið er helvítis óheppni.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan KA Stúkan Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira