Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 11:00 Erin McLeod er hér með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur en Ali Riley sér um regnhlífina fyrir stjörnuparið. Getty/ Jeremy Reper Kanadíski markvörðurinn Erin McLeod hefur þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sinna. Hún lék um tíma með Stjörnunni en endaði feril sinn með heimaliði sínu í Hailifax Tides. McLeod er goðsögn í kanadískum fótbolta og vann meðal annars Ólympíugull í Tókýó 2020 og Ólympíubrons í London 2012. Hún lék alls 119 landsleiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. McLeod er líka þekkt hér á landi fyrir að verða eiginkona íslensku landsliðsgoðsagnarinnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Því miður voru það meiðsli sem komu í veg fyrir að McLeod gæti kvatt fótboltann á sínum forsendum. Hún kvaddi með tárin í augunum þegar hún lét vita af ákvörðun sinni í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC Sports. „Það sem hefur verið það fallegasta við þetta er að geta komið aftur heim,“ sagði Erin McLeod. Hún skipti í Halifax Tides úr Stjörnunni þar sem Gunnhildur Yrsa fékk áður tækifæri til að kveðja boltann með sínu uppeldisfélagi. McLeod hefur haft mikil áhrif á marga enda skemmtileg týpa og markvörður í fremstu röð í langan tíma. „Að fá fólk til mín, sem er jafnvel á sama aldri og ég en yngri líka, og þau segja mér að þau hafi byrjað að æfa mark vegna mín. Það skiptir mig miklu máli,“ sagði McLeod og barðist við tárin. „Ég hef líka fengið mikla ást úr hinsegin samfélaginu og það þótt að ég hafi ekki vitað það sjálf að ég væri samkynhneigð þegar ég var með hanakambinn minn,“ sagði McLeod. „Ég veit að ég hjálpaði mörgum til að líða betur í eigin skinni en þetta hefur verið bardagi. Ég held samt að flestir glími við það að vera óyggjandi þau sjálf stóran hluta lífsins,“ sagði McLeod sem hefur haft góð áhrif á löngum og glæsilegum ferli. „Að vita það að fólk hafi horft á mig reyna að gera mitt besta á hverjum degi en um leið sjá mig reyna að vera besta útgáfan af mér sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ sagði McLeod. Það má sjá brot úr viðtalinu með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBC Sports (@cbc.sports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
McLeod er goðsögn í kanadískum fótbolta og vann meðal annars Ólympíugull í Tókýó 2020 og Ólympíubrons í London 2012. Hún lék alls 119 landsleiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. McLeod er líka þekkt hér á landi fyrir að verða eiginkona íslensku landsliðsgoðsagnarinnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Því miður voru það meiðsli sem komu í veg fyrir að McLeod gæti kvatt fótboltann á sínum forsendum. Hún kvaddi með tárin í augunum þegar hún lét vita af ákvörðun sinni í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC Sports. „Það sem hefur verið það fallegasta við þetta er að geta komið aftur heim,“ sagði Erin McLeod. Hún skipti í Halifax Tides úr Stjörnunni þar sem Gunnhildur Yrsa fékk áður tækifæri til að kveðja boltann með sínu uppeldisfélagi. McLeod hefur haft mikil áhrif á marga enda skemmtileg týpa og markvörður í fremstu röð í langan tíma. „Að fá fólk til mín, sem er jafnvel á sama aldri og ég en yngri líka, og þau segja mér að þau hafi byrjað að æfa mark vegna mín. Það skiptir mig miklu máli,“ sagði McLeod og barðist við tárin. „Ég hef líka fengið mikla ást úr hinsegin samfélaginu og það þótt að ég hafi ekki vitað það sjálf að ég væri samkynhneigð þegar ég var með hanakambinn minn,“ sagði McLeod. „Ég veit að ég hjálpaði mörgum til að líða betur í eigin skinni en þetta hefur verið bardagi. Ég held samt að flestir glími við það að vera óyggjandi þau sjálf stóran hluta lífsins,“ sagði McLeod sem hefur haft góð áhrif á löngum og glæsilegum ferli. „Að vita það að fólk hafi horft á mig reyna að gera mitt besta á hverjum degi en um leið sjá mig reyna að vera besta útgáfan af mér sjálfri. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ sagði McLeod. Það má sjá brot úr viðtalinu með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBC Sports (@cbc.sports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira