Veður

Rigning norðan- og austan­til en bjart suðvestan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu átta til sextán stig og mildast á Suðvesturlandi.
Hiti verður á bilinu átta til sextán stig og mildast á Suðvesturlandi. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en að fram eftir degi megi búast við strekkingi víða á Vesturlandi.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði rigning eða súld með köflum norðan- og austanlands, skúrir suðaustantil en að mestu bjart á suðvestanverðu landinu.

Hiti verður á bilinu átta til sextán stig og mildast á Suðvesturlandi.

Á morgun verður austan stinningsgola eða kaldi og skúrir, einkum sunnantil en annað kvöld koma skil að sunnanverðu landinu með samfelldari úrkomu.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, einkum sunnantil og hiti 8 til 14 stig.

Á föstudag: Norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum, en annars hægari vindur. Rigning norðan- og vestanlands, en skúrir sunnan- og austantil. Hiti 8 til 13 stig.

Á laugardag: Norðlæg átt og rigning með köflum á vestanverðu landinu, en suðvestanátt og að mestu bjart austantil, en líkur á stöku skúr. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Austan- og norðaustanátt skýjað með köflum og stöku skúr sunnan- og vestanlands, en fer að rigna um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig.

Á mánudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt, rigningu og milt veður.

Á þriðjudag: Líklega austlæg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla á Vesturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×