Fjarsambandinu loksins lokið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. september 2025 11:30 Kolbeinn og Daníel í Sprite zero klan voru að gefa út plötuna Nokkur góð lög. Anna Maggý „Við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir Daníel Óskar og Kolbeinn Sveinsson sem saman mynda drengjakórinn Sprite Zero Klan. Strákarnir hafa verið í smá dvala undanfarin misseri en Daníel elti ástina til Slóvakíu á meðan Kolbeinn hefur verið að sinna leiklistinni í Listaháskólanum. Fara í ýmsar fjörugar áttir Hljómsveitin var að senda frá sér smáskífuna Nokkur góð lög en strákarnir hafa unnið að lögunum í sumar og eru spenntir að leyfa fólki loksins að heyra. „Lögin á plötunni eru fjögur, en þau eru öll afskaplega ólík, vonandi eitthvað fyrir alla. Þarna er að finna tónlistarstefnur eins og pop, rapp, deep house og drum&bass en við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir hressir og kátir. Sprite Zero Klan hefur komið víða fram frá árinu 2017 og eiga marga smelli á borð við Áramótaskaupslagið Næsta, Mannstu ekki eftir mér remix, Lundinn í Dalnum og Þetta er rán. Undanfarið hefur þó lítið heyrst frá þeim og er því um endurkomu að ræða. Getum pakkað nesti og komið með Strákarnir sammælast um að hafa fundið sterkt fyrir því að nú þyrftu þeir aftur að fara að gefa út tónlist. „Við tókum smá stöðufund í vor eftir að hafa verið í smá fjarsambandi og ákváðum að fara aftur að gera tónlist af einhverju viti. Það er bara svo fáránlega gaman að koma fram og spila fyrir fólk og nú er það bara halda áfram. Það er nóg af efni á leiðinni, við erum að fara vera hérna lengi svo fólk getur pakkað nesti og komið með.“ Hér má hlusta á lagið þeirra Vissi ekki einu sinni af þér: Klippa: Sprite Zero Klan - Vissi ekki einu sinni af þér Aðspurðir hvað þeim finnist skemmtilegast við tónlistina svara þeir strax: „Það er lang skemmtilegast að koma fram, spila og skemmta fólki, það er aðal ástæðan, það er bara svo ógeðslega gaman. Það eru svo mörg skemmtileg gigg sem við höfum tekið. Framhaldsskólaböllin eru geggjuð en á Októberfest er alltaf galin stemning, það er einmitt um helgina. Það er eitthvað við að spila í tjaldi, þá geta hundrað manns virkað eins og þúsund. En svo er erfitt að hunsa Verslunarmannahelgina eins og hún leggur sig, Þjóðhátíð 2019 var á allt öðru plani.“ View this post on Instagram A post shared by SPRITE ZERO KLAN (@spritezeroklan) Að plötunni komu pródúserarnir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Daníel Óskar Jóhannesson, Darri Tryggvason (Háski) og Starri Snær Valdimarsson en hann sá einnig um að mixa og mastera lögin. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fara í ýmsar fjörugar áttir Hljómsveitin var að senda frá sér smáskífuna Nokkur góð lög en strákarnir hafa unnið að lögunum í sumar og eru spenntir að leyfa fólki loksins að heyra. „Lögin á plötunni eru fjögur, en þau eru öll afskaplega ólík, vonandi eitthvað fyrir alla. Þarna er að finna tónlistarstefnur eins og pop, rapp, deep house og drum&bass en við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir hressir og kátir. Sprite Zero Klan hefur komið víða fram frá árinu 2017 og eiga marga smelli á borð við Áramótaskaupslagið Næsta, Mannstu ekki eftir mér remix, Lundinn í Dalnum og Þetta er rán. Undanfarið hefur þó lítið heyrst frá þeim og er því um endurkomu að ræða. Getum pakkað nesti og komið með Strákarnir sammælast um að hafa fundið sterkt fyrir því að nú þyrftu þeir aftur að fara að gefa út tónlist. „Við tókum smá stöðufund í vor eftir að hafa verið í smá fjarsambandi og ákváðum að fara aftur að gera tónlist af einhverju viti. Það er bara svo fáránlega gaman að koma fram og spila fyrir fólk og nú er það bara halda áfram. Það er nóg af efni á leiðinni, við erum að fara vera hérna lengi svo fólk getur pakkað nesti og komið með.“ Hér má hlusta á lagið þeirra Vissi ekki einu sinni af þér: Klippa: Sprite Zero Klan - Vissi ekki einu sinni af þér Aðspurðir hvað þeim finnist skemmtilegast við tónlistina svara þeir strax: „Það er lang skemmtilegast að koma fram, spila og skemmta fólki, það er aðal ástæðan, það er bara svo ógeðslega gaman. Það eru svo mörg skemmtileg gigg sem við höfum tekið. Framhaldsskólaböllin eru geggjuð en á Októberfest er alltaf galin stemning, það er einmitt um helgina. Það er eitthvað við að spila í tjaldi, þá geta hundrað manns virkað eins og þúsund. En svo er erfitt að hunsa Verslunarmannahelgina eins og hún leggur sig, Þjóðhátíð 2019 var á allt öðru plani.“ View this post on Instagram A post shared by SPRITE ZERO KLAN (@spritezeroklan) Að plötunni komu pródúserarnir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Daníel Óskar Jóhannesson, Darri Tryggvason (Háski) og Starri Snær Valdimarsson en hann sá einnig um að mixa og mastera lögin. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist