Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 21:02 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Lýður Valberg Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið fara út fyrir valdsvið sitt með tilskipun sem á að innleiða hér á landi. Hann hvetur stjórnvöld á Íslandi til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að reglugerð í samráðsgátt sem er til þess fallin að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar plastvörur. Markmið tilskipunarinnar er að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið og gera það að skyldu að einnota vörur verði merktar sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt drögin harðlega í umsögn og útlistað hugsanleg áhrif. „Verð á vörum sem þurfa þá að vera með áprentaðri merkingu á íslensku erlendis frá muni hækka í einhverjum tilvikum. Það sem er kannski ekki síður hættan er sú að framleiðendur sem að innlendir innflytjendur eiga í viðskiptasambandi við munu bara líta svo á að íslenski markaðurinn sé svo lítill að það sé ekki kostnaðarins eða umstangsins virði að standa í því að selja Íslandi vörur,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann tekur fram að það muni draga enn frekar úr samkeppni hér á landi sem muni hafa gífurlega neikvæð áhrif. Komi sérstaklega niður á konum Um er að ræða vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Reglugerðin komi til með að bitna sérstaklega á konum að mati samtakanna. „Já af því að þessi merkingarkrafa nær til tíðarvara sem er ekki alveg í takt við tíðarandann þá er ákveðin hætta á því,“ segir Benedikt. „Sem fyrr segir má sjá í hendi sér að birgjum muni fækka og verð hækka. Tíðavörður verða þá ekki undanskildar slíkri fyrirsjáanlegri markaðsþróun. Því mun verðhækkun, minna vöruúrval og möguleg rýrnun á gæðum vara á markaði koma sérstaklega niður á konum. Fyrir margar konur er um að ræða nauðsynjavörur sem þær geta ekki sleppt að kaupa eða dregið úr notkun á,“ segir í umsögn samtakanna. Kröfunni haldið stíft til haga Tilskipunin hafi meiri áhrif á Íslandi en annars staðar enda um lítið málsvæði að ræða og land sem reiðir sig á innflutning. Samtökin telja framkvæmdastjórn ESB hafa farið út fyrir valdsvið sitt en aðlögunarbeiðni Íslands var synjað árið 2023. Ekki var talið nægja að merkja vörur á ensku eða öðru norðurlandamáli. „Allt byggir þetta á móðurtilskipun og þar er enginn ávinningur gefinn af því að merkingarkröfurnar yrðu svo strangar að þetta þyrfti að vera á opinberu tungumáli allra aðildarríkja ESB og hvað þá EES-svæðinu.“ Hann hvetur stjórnvöld til að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. „Eins og við höfum allavega heyrt af þeim samskiptum sem íslensk stjórnvöld hafa átt við framkvæmdastjórnina að þessu leyti þá er þessari kröfu haldið stíft til haga. Alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru hér á landi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Samfylkingin Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að reglugerð í samráðsgátt sem er til þess fallin að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar plastvörur. Markmið tilskipunarinnar er að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið og gera það að skyldu að einnota vörur verði merktar sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt drögin harðlega í umsögn og útlistað hugsanleg áhrif. „Verð á vörum sem þurfa þá að vera með áprentaðri merkingu á íslensku erlendis frá muni hækka í einhverjum tilvikum. Það sem er kannski ekki síður hættan er sú að framleiðendur sem að innlendir innflytjendur eiga í viðskiptasambandi við munu bara líta svo á að íslenski markaðurinn sé svo lítill að það sé ekki kostnaðarins eða umstangsins virði að standa í því að selja Íslandi vörur,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann tekur fram að það muni draga enn frekar úr samkeppni hér á landi sem muni hafa gífurlega neikvæð áhrif. Komi sérstaklega niður á konum Um er að ræða vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Reglugerðin komi til með að bitna sérstaklega á konum að mati samtakanna. „Já af því að þessi merkingarkrafa nær til tíðarvara sem er ekki alveg í takt við tíðarandann þá er ákveðin hætta á því,“ segir Benedikt. „Sem fyrr segir má sjá í hendi sér að birgjum muni fækka og verð hækka. Tíðavörður verða þá ekki undanskildar slíkri fyrirsjáanlegri markaðsþróun. Því mun verðhækkun, minna vöruúrval og möguleg rýrnun á gæðum vara á markaði koma sérstaklega niður á konum. Fyrir margar konur er um að ræða nauðsynjavörur sem þær geta ekki sleppt að kaupa eða dregið úr notkun á,“ segir í umsögn samtakanna. Kröfunni haldið stíft til haga Tilskipunin hafi meiri áhrif á Íslandi en annars staðar enda um lítið málsvæði að ræða og land sem reiðir sig á innflutning. Samtökin telja framkvæmdastjórn ESB hafa farið út fyrir valdsvið sitt en aðlögunarbeiðni Íslands var synjað árið 2023. Ekki var talið nægja að merkja vörur á ensku eða öðru norðurlandamáli. „Allt byggir þetta á móðurtilskipun og þar er enginn ávinningur gefinn af því að merkingarkröfurnar yrðu svo strangar að þetta þyrfti að vera á opinberu tungumáli allra aðildarríkja ESB og hvað þá EES-svæðinu.“ Hann hvetur stjórnvöld til að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. „Eins og við höfum allavega heyrt af þeim samskiptum sem íslensk stjórnvöld hafa átt við framkvæmdastjórnina að þessu leyti þá er þessari kröfu haldið stíft til haga. Alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru hér á landi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Samfylkingin Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira