Handbolti

Aftur­elding marði Hauka í Hafnafirði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Magnaður í kvöld.
Magnaður í kvöld. Vísir/Jón Gautur

Afturelding byrjar tímabilið í Olís-deild karla í handbolta með eins naumum sigri og hugsast getur. Mosfellingur lögðu Hauka á Ásvöllum, lokatölur 27-28.

Gestirnir úr Mosfellsbæ voru talsvert sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 11-15 þegar gengið var til búningsherbergja. Í síðari hálfleik klóruðu heimamenn í bakkann en Mosfellingar héldu út og byrja því tímabilið á sigri.

Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 10 mörk í liði gestanna. Oscar Sven Leithoff Lykke kom þar á eftir með fimm mörk. Hjá Haukum var Freyr Aronsson með átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×