Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2025 08:01 Anníe Mist Þórisdóttur er ekki lengur meðal eiganda CrossFit Reykjavíkur þar sem hún og Katrin Tanja Davíðsdóttir hafa æft svo oft saman. Björgvin Karl Guðmundssin ræður nú ríkjum í stöðinni. @anniethorisdottir/@bk_gudmundsson Það eru stór tímamót hjá Anníe Mist Þórisdóttur og þá erum við ekki að tala um keppnisferilinn eða heimilislífið heldur viðskiptalífið. Anníe Mist á von á sínu þriðja barni og tók ekki þátt í síðasta CrossFit tímabili. Hún er líka að ganga í gegnum risastór tímamót utan heimilisins. Anníe Mist Þórisdóttir kom ekki aðeins CrossFit íþróttinni á kortið á Íslandi þá hefur hún verið eigandi stærstu CrossFit stöðvar landsins undanfarin fimmtán ár. Anníe hefur verið meðal eiganda CrossFit Reykjavíkur frá 2010 en nú hefur hún ákveðið að selja sinn hlut. The Barbellspin vefurinn fjallar um þessa risafrétt úr íslenska CrossFit heiminum. Þar kemur fram að Anníe og meðeigendur hennar hafi á dögunum selt CrossFit stöðina sína til nýs eigendahóps. Meðal nýju kaupendanna er önnur risastjarna í CrossFit íþróttinni hér á landi. Björgvin Karl Guðmundsson, sem er oftast kallaður BKG í CrossFit heiminum, er nefnilega í nýja eigendahópnum. Blaðamaður Barbellspin ræðir við Þröst Ólason sem er líka í eigendahópnum. Hann segir að Björgvin Karl verði nýr aðalþjálfari CrossFit Reykjavíkur og mun stýra dagskrárgerð stöðvarinnar. Blaðamaður Barbellspin ýjar að því að ákvörðun Anníe um að selja tengist ósætti hennar við hvernig CrossFit samtökin hafi hagað sér ekki síst í kringum öryggismál og dauðsfallið hjá Lazar Dukic á heimsleikunum í fyrra. Anníe var ekki sú eina hjá CrossFit Reykjavík sem skráði sig ekki í The Open í ár því keppendalistinn frá stöðinni fór úr 165 árið 2024 niður aðeins í 58 keppendur í ár. Björgvin Karl tók hins vegar þátt þótt að honum hafi ekki tekist að komast á heimsleikana í tólfta sinn. Fyrrnefndur Þröstur Ólason var einnig með. Það má því búast við að mun fleiri verði með á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Anníe Mist á von á sínu þriðja barni og tók ekki þátt í síðasta CrossFit tímabili. Hún er líka að ganga í gegnum risastór tímamót utan heimilisins. Anníe Mist Þórisdóttir kom ekki aðeins CrossFit íþróttinni á kortið á Íslandi þá hefur hún verið eigandi stærstu CrossFit stöðvar landsins undanfarin fimmtán ár. Anníe hefur verið meðal eiganda CrossFit Reykjavíkur frá 2010 en nú hefur hún ákveðið að selja sinn hlut. The Barbellspin vefurinn fjallar um þessa risafrétt úr íslenska CrossFit heiminum. Þar kemur fram að Anníe og meðeigendur hennar hafi á dögunum selt CrossFit stöðina sína til nýs eigendahóps. Meðal nýju kaupendanna er önnur risastjarna í CrossFit íþróttinni hér á landi. Björgvin Karl Guðmundsson, sem er oftast kallaður BKG í CrossFit heiminum, er nefnilega í nýja eigendahópnum. Blaðamaður Barbellspin ræðir við Þröst Ólason sem er líka í eigendahópnum. Hann segir að Björgvin Karl verði nýr aðalþjálfari CrossFit Reykjavíkur og mun stýra dagskrárgerð stöðvarinnar. Blaðamaður Barbellspin ýjar að því að ákvörðun Anníe um að selja tengist ósætti hennar við hvernig CrossFit samtökin hafi hagað sér ekki síst í kringum öryggismál og dauðsfallið hjá Lazar Dukic á heimsleikunum í fyrra. Anníe var ekki sú eina hjá CrossFit Reykjavík sem skráði sig ekki í The Open í ár því keppendalistinn frá stöðinni fór úr 165 árið 2024 niður aðeins í 58 keppendur í ár. Björgvin Karl tók hins vegar þátt þótt að honum hafi ekki tekist að komast á heimsleikana í tólfta sinn. Fyrrnefndur Þröstur Ólason var einnig með. Það má því búast við að mun fleiri verði með á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira