„Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. september 2025 07:02 Átta ára barátta Stefaníu Hrundar fyrir greiningu og meðferð endaði með því að faðir hennar varð að grípa inn í. Hún segist fram að því hafa mætt hunsun, gaslýsingu og ábyrgðarleysi innan kerfisins. Samsett „Mér finnst í raun eins og ég og mín heilsa skipti bara ekki máli. Öll mín orka hefur farið í þetta mál og ég skal viðurkenna að oft hef ég spáð í því af hverju ég er að standa í því að senda inn þessar kvartanir,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir en hún þurfti að eigin sögn að berjast í átta ár til að fá viðeigandi læknishjálp vegna hnéverkja. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fékk Stefanía ekki tilvísun til bæklunarlæknis fyrr en faðir hennar hringdi og krafðist þess og kom þá í ljós verulegur skaði sem krafðist aðgerðar. Stefanía lagði fram formlega kvörtun til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSA) og síðar til Landlæknisembættisins. Embætti Landlæknis vísaði þá málinu aftur til yfirlæknis HSA – sama aðila og Stefanía hafði þegar kvartað undan án árangurs. Upplifun Stefaníu er sú að hún hafi mætt hunsun, gaslýsingu og ábyrgðarleysi innan kerfisins og veltir hún því því fyrir sér hvort að holdafar hennar eða þá sú staðreynd að hún sé kona hafi haft eitthvað með það að gera. „Viðbjóðslega sársaukafullt“ Stefanía, sem er 28 ára gömul og búsett á Reyðarfirði, birti opna færslu á facebook á dögunum þar sem hún greindi frá reynslu sinni. Í færslunni kveðst Stefanía hafa þurft að berjast í átta ár til að fá greiningu og aðgerð á hnémeiðslum. Upplifun hennar er sú að að hún hafi ítrekað verið hunsuð af læknum, fengið skeytingarlaus svör og jafnvel niðurlægjandi athugasemdir. „Á þessum árum hafa setningar á borð við: „Þú verður bara að létta þig, þú ert allt of feit.“ „Þú verður að passa mataræðið þitt“ og „ Prófaðu að hreyfa þig meira og sjáðu hvað gerist“ flogið fram og til baka og jafn vel var því fleygt fram að þetta væri bara allt í hausnum á mér,“ segir Stefanía. „Í lok árs 2024 toppaði svo ákveðinn læknir þetta þegar hann kastaði fram hugmyndinni, eftir ómskoðun á hnénu á mér, að ég væri örugglega bara með ónæmissjúkdóm sem myndi klárlega valda ófrjósemi. Þetta sagði hann bara án nokkurra skýringar eða skoðunar og ég skal alveg viðurkenna, að fyrir konu á barneignaraldri sem þráir fátt meira en að eignast sín eigin kríli, að þá var þetta viðbjóðslega sársaukafullt, enda var ég þarna í allt öðrum tilgangi.“ Þrátt fyrir endurteknar beiðnir fékk Stefanía að eigin sögn ekki myndatöku né tilvísun til bæklunarlæknis heldur hafi henni alltaf verið bent á það sama; hreyfingu og breytt mataræði. Að hennar sögn gerðist ekkert fyrr en faðir hennar tók sig loks til í byrjun þessa árs - hringdi í lækni og sannfærði hann um að senda tilvísun til bæklunarlæknis. Þá hafi loksins verið hlustað. Innan tveggja vikna var Stefanía komin í aðgerð hjá bæklunarlækni og komu þá í ljós töluverðar skemmdir í hnénu. „Það fyrsta sem sá læknir sagði við mig var „Sama hvað hver hefur sagt þér þá get ég staðfest að þú varst ekki að ímynda þér þetta“. Jafn ótrúlega gott og það var að fá loksins einhver svör og að minnsta kosti bót á verkjum að hluta til þá var ég óendanlega sár að enginn hefði hlustað á mig fyrr og gripið inn í.“ Stefanía segist ekki hafa birt færsluna til að ráðast á einstaklinga eða stofnanir, heldur til að benda á kerfislægt vandamál.Aðsend Mikil vonbrigði Í kjölfarið sendi Stefanía inn formlega kvörtun til Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA.) Það var í september á seinasta ári. Eftir langa bið þar sem engin svör bárust ákvað hún að vísa málinu til embættis Landlæknis og óskaði hún þá jafnframt eftir sjúkraskrá sinni. Að sögn Stefaníu var þeirri beiðni ekki svarað en hins vegar hafi hún fengið svar frá fyrrum yfirlækni og einnig núverandi yfirlækni HSA í apríl síðastliðnum þar sem þeir hafi beðist afsökunar á að upprunalega kvörtunin hefði fallið milli skips og bryggju. „Þá var mér tjáð að yfirlæknir skilji að upplifun mín hafi verið slæm, hann hafi þó ekki lesið sjúkraskrá mína og þekki ekki málið en býður mér að koma á fund. Í millitíðinni tekur Landlæknisembættið málið og fer þá leið að vísa málinu til yfirlæknis HSA, sem ég var sjálf búin að reyna að eiga samskipti við með slæmum árangri, og honum er gert að svara erindinu.“ Fundurinn fór fram í júní 2025. Stefanía segist hafa mætt með þá von að lögð yrðu fram afsökunarbeiðni og ábyrgð tekin á málinu. „Með almennilegri afsökunarbeiðni meina ég að það sé ábyrgð tekin á málinu, mistökin eða vanrækslan viðurkennd og að verkferlar séu skoðaðir. Með því á ég við að ég finni að afsökunarbeiðnin sé meint í raun og veru en ekki bara sögð til að losna við mig,“ segir Stefanía en niðurstaða fundarins varð þó allt önnur. Stefaníu var að eigin sögn tjáð að yfirlækninum „þætti þetta leitt“, en á sama tíma hafi hann dregið í efa að aðgerðin hefði verið nauðsynleg. „Það var eins og hann gerði lítið úr öllu málinu. Ég upplifði það svo sterkt þarna enn og aftur að kerfinu fannst þetta ekkert stór mál og að ekkert af þessu væri í raun að skipta máli, hvorki framkoman né sú staðreynd að þetta væri búið að valda mér töluverðum líkamlegum og andlegum óþægindum og vanlíðan allan þennan tíma. Það að ég hefði verið „greind“ ófrjó út í loftið og enginn beðist afsökunar á því – það skipti ekki máli. Það var enginn sem að þurfti að svara fyrir það hvernig staðið var að málinu, yfirlæknir sagði „ fyrirgefðu“ og í kjölfarið var málið leyst af hans hálfu.“ Í seinasta mánuði fékk Stefanía tölvupóst frá Landlæknisembættinu. Þar sagði að embættið hefði móttekið svör frá yfirlækni HSA og að því væri málinu lokið. Í póstinum stóð: „Vonandi hefur þú fengið viðeigandi aðstoð.“ „Landlæknir hafði ekki hugmynd um hvernig málið fór en það skipti engu – þeir lokuðu því samt.“ Sárt að fá enga viðurkenningu Stefanía segist ekki vera andsnúin HSA né embætti landlæknis. Hún sé hins vegar sár yfir því komist hafi verið undan ábyrgð og kvörtunum vísað til sömu stofnunar og kvörtunin beindist að. „Ég veit að þetta er hámenntað fólk undir miklu álagi og ég vil trúa að flestir séu að reyna sitt besta og auðvitað verða mannleg mistök. En það að enginn hafi hlustað á mig og mínar kvalir eða horft á mína líkamlegu áverka í átta ár – ekki fyrr en að pabbi minn hringir og æsir sig, það eru ekki mistök heldur vanræksla. Ég er 28 ára og trúi því ekki að ég þurfi að hafa fullorðinn karlmann með mér til læknis í hvert skipti sem eitthvað er að,“ segir Stefanía jafnframt. Hún hafi eytt ómældri orku í að berjast fyrir því að fá læknisaðstoð sem hefði átt að vera sjálfsögð. „Ég veit að mitt mál er ekki alvarlegt í stóra samhenginu, ég var aldrei í lífshættu, en þetta var að valda mér óþægindum sem að hefði ekki þurft að láta mig ganga í gegnum allan þennan tíma og það að upplifa það enn þá að enginn ætli að viðurkenna það eða taka ábyrgð er sárara en ég hélt,“ segir Stefanía jafnframt. „Ég veit að mitt mál var ekki lífshættulegt en það olli mér árum af sársauka og vanlíðan sem hefði mátt koma í veg fyrir. Ég vona að mín barátta verði þess virði – að kerfið verði endurhugsað og að næsta manneskja þurfi ekki að ganga í gegnum þetta sama.“ Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
Stefanía lagði fram formlega kvörtun til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSA) og síðar til Landlæknisembættisins. Embætti Landlæknis vísaði þá málinu aftur til yfirlæknis HSA – sama aðila og Stefanía hafði þegar kvartað undan án árangurs. Upplifun Stefaníu er sú að hún hafi mætt hunsun, gaslýsingu og ábyrgðarleysi innan kerfisins og veltir hún því því fyrir sér hvort að holdafar hennar eða þá sú staðreynd að hún sé kona hafi haft eitthvað með það að gera. „Viðbjóðslega sársaukafullt“ Stefanía, sem er 28 ára gömul og búsett á Reyðarfirði, birti opna færslu á facebook á dögunum þar sem hún greindi frá reynslu sinni. Í færslunni kveðst Stefanía hafa þurft að berjast í átta ár til að fá greiningu og aðgerð á hnémeiðslum. Upplifun hennar er sú að að hún hafi ítrekað verið hunsuð af læknum, fengið skeytingarlaus svör og jafnvel niðurlægjandi athugasemdir. „Á þessum árum hafa setningar á borð við: „Þú verður bara að létta þig, þú ert allt of feit.“ „Þú verður að passa mataræðið þitt“ og „ Prófaðu að hreyfa þig meira og sjáðu hvað gerist“ flogið fram og til baka og jafn vel var því fleygt fram að þetta væri bara allt í hausnum á mér,“ segir Stefanía. „Í lok árs 2024 toppaði svo ákveðinn læknir þetta þegar hann kastaði fram hugmyndinni, eftir ómskoðun á hnénu á mér, að ég væri örugglega bara með ónæmissjúkdóm sem myndi klárlega valda ófrjósemi. Þetta sagði hann bara án nokkurra skýringar eða skoðunar og ég skal alveg viðurkenna, að fyrir konu á barneignaraldri sem þráir fátt meira en að eignast sín eigin kríli, að þá var þetta viðbjóðslega sársaukafullt, enda var ég þarna í allt öðrum tilgangi.“ Þrátt fyrir endurteknar beiðnir fékk Stefanía að eigin sögn ekki myndatöku né tilvísun til bæklunarlæknis heldur hafi henni alltaf verið bent á það sama; hreyfingu og breytt mataræði. Að hennar sögn gerðist ekkert fyrr en faðir hennar tók sig loks til í byrjun þessa árs - hringdi í lækni og sannfærði hann um að senda tilvísun til bæklunarlæknis. Þá hafi loksins verið hlustað. Innan tveggja vikna var Stefanía komin í aðgerð hjá bæklunarlækni og komu þá í ljós töluverðar skemmdir í hnénu. „Það fyrsta sem sá læknir sagði við mig var „Sama hvað hver hefur sagt þér þá get ég staðfest að þú varst ekki að ímynda þér þetta“. Jafn ótrúlega gott og það var að fá loksins einhver svör og að minnsta kosti bót á verkjum að hluta til þá var ég óendanlega sár að enginn hefði hlustað á mig fyrr og gripið inn í.“ Stefanía segist ekki hafa birt færsluna til að ráðast á einstaklinga eða stofnanir, heldur til að benda á kerfislægt vandamál.Aðsend Mikil vonbrigði Í kjölfarið sendi Stefanía inn formlega kvörtun til Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA.) Það var í september á seinasta ári. Eftir langa bið þar sem engin svör bárust ákvað hún að vísa málinu til embættis Landlæknis og óskaði hún þá jafnframt eftir sjúkraskrá sinni. Að sögn Stefaníu var þeirri beiðni ekki svarað en hins vegar hafi hún fengið svar frá fyrrum yfirlækni og einnig núverandi yfirlækni HSA í apríl síðastliðnum þar sem þeir hafi beðist afsökunar á að upprunalega kvörtunin hefði fallið milli skips og bryggju. „Þá var mér tjáð að yfirlæknir skilji að upplifun mín hafi verið slæm, hann hafi þó ekki lesið sjúkraskrá mína og þekki ekki málið en býður mér að koma á fund. Í millitíðinni tekur Landlæknisembættið málið og fer þá leið að vísa málinu til yfirlæknis HSA, sem ég var sjálf búin að reyna að eiga samskipti við með slæmum árangri, og honum er gert að svara erindinu.“ Fundurinn fór fram í júní 2025. Stefanía segist hafa mætt með þá von að lögð yrðu fram afsökunarbeiðni og ábyrgð tekin á málinu. „Með almennilegri afsökunarbeiðni meina ég að það sé ábyrgð tekin á málinu, mistökin eða vanrækslan viðurkennd og að verkferlar séu skoðaðir. Með því á ég við að ég finni að afsökunarbeiðnin sé meint í raun og veru en ekki bara sögð til að losna við mig,“ segir Stefanía en niðurstaða fundarins varð þó allt önnur. Stefaníu var að eigin sögn tjáð að yfirlækninum „þætti þetta leitt“, en á sama tíma hafi hann dregið í efa að aðgerðin hefði verið nauðsynleg. „Það var eins og hann gerði lítið úr öllu málinu. Ég upplifði það svo sterkt þarna enn og aftur að kerfinu fannst þetta ekkert stór mál og að ekkert af þessu væri í raun að skipta máli, hvorki framkoman né sú staðreynd að þetta væri búið að valda mér töluverðum líkamlegum og andlegum óþægindum og vanlíðan allan þennan tíma. Það að ég hefði verið „greind“ ófrjó út í loftið og enginn beðist afsökunar á því – það skipti ekki máli. Það var enginn sem að þurfti að svara fyrir það hvernig staðið var að málinu, yfirlæknir sagði „ fyrirgefðu“ og í kjölfarið var málið leyst af hans hálfu.“ Í seinasta mánuði fékk Stefanía tölvupóst frá Landlæknisembættinu. Þar sagði að embættið hefði móttekið svör frá yfirlækni HSA og að því væri málinu lokið. Í póstinum stóð: „Vonandi hefur þú fengið viðeigandi aðstoð.“ „Landlæknir hafði ekki hugmynd um hvernig málið fór en það skipti engu – þeir lokuðu því samt.“ Sárt að fá enga viðurkenningu Stefanía segist ekki vera andsnúin HSA né embætti landlæknis. Hún sé hins vegar sár yfir því komist hafi verið undan ábyrgð og kvörtunum vísað til sömu stofnunar og kvörtunin beindist að. „Ég veit að þetta er hámenntað fólk undir miklu álagi og ég vil trúa að flestir séu að reyna sitt besta og auðvitað verða mannleg mistök. En það að enginn hafi hlustað á mig og mínar kvalir eða horft á mína líkamlegu áverka í átta ár – ekki fyrr en að pabbi minn hringir og æsir sig, það eru ekki mistök heldur vanræksla. Ég er 28 ára og trúi því ekki að ég þurfi að hafa fullorðinn karlmann með mér til læknis í hvert skipti sem eitthvað er að,“ segir Stefanía jafnframt. Hún hafi eytt ómældri orku í að berjast fyrir því að fá læknisaðstoð sem hefði átt að vera sjálfsögð. „Ég veit að mitt mál er ekki alvarlegt í stóra samhenginu, ég var aldrei í lífshættu, en þetta var að valda mér óþægindum sem að hefði ekki þurft að láta mig ganga í gegnum allan þennan tíma og það að upplifa það enn þá að enginn ætli að viðurkenna það eða taka ábyrgð er sárara en ég hélt,“ segir Stefanía jafnframt. „Ég veit að mitt mál var ekki lífshættulegt en það olli mér árum af sársauka og vanlíðan sem hefði mátt koma í veg fyrir. Ég vona að mín barátta verði þess virði – að kerfið verði endurhugsað og að næsta manneskja þurfi ekki að ganga í gegnum þetta sama.“
Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira