Tónlist

Lauf­ey Lín endar Evróputúrinn á Ís­landi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Laufey Lín
Laufey Lín AP/Chris Pizzello

Stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir mun enda tilvonandi Evróputúr sinn á Íslandi og efna til stórtónleika í Kórnum, laugardaginn 14. mars á næsta ári.

Almenn sala á tónleikana hefst 12. september næstkomandi klukkan 9. Forsala fer fram 10. september en póstlistaforsala Senu Live hefst 11. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Þriðja plata Laufeyjar, A Matter of Time, er nýkomin út og hefur þegar fengið frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og mikla spilun hjá hlustendum.

Laufey hefur risið hratt upp á stjörnuhimininn á síðustu árum, er komin með 4,25 milljarða spilanir á streymisveitum, 23 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, stærstu útgáfu á djassplötu í sögu Spotify, Grammy-verðlaun fyrir plötuna Bewitched, sæti á Forbes 30 Under 30-listanum og var útnefnd ein af Konum ársins af tímaritinu TIME í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.