Íslenski boltinn

Inn­lit í löngu úr­elta klefa Ís­lands sem Ceferin vill láta taka í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Klefarnir á Laugardalsvelli eru ekki beint á heimsmælikvarða.
Klefarnir á Laugardalsvelli eru ekki beint á heimsmælikvarða.

Íslenska landsliðið vann fyrsta leikinn í undankeppni HM gegn Aserum á Laugardalvelli á föstudagskvöldið, 5-0. Nú hefur verið lagt nýtt undirlag á völlinn og þar er blandað gras eins og best verður á kosið. Lýsing vallarins einnig verið tekin í gegn.

En búningsklefarnir á vellinum hafa ekki tekið breytingum í áratugi. Laugardalsvöllur var tekinn í notkun árið 1959 og klefarnir hafa í raun ekkert breyst síðan.

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hitti á dögunum Alexander Ceferin, forseta Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Í samtali þeirra á milli hrósaði hann Knattspyrnusambandi Íslands fyrir þær breytingar sem hafa verið gerðar á Laugardalsvelli. Hann sagði hins vegar bráðnauðsynlegt að bæta búningsaðstöðu leikvangsins og fleira sem fyrst.

Þorvaldur bauð fréttastofu Sýnar í heimsókn á völlinn í vikunni og fékk fréttamaður að ganga með honum í gegnum búningsklefana. Það verður að segjast að aðstæðurnar eru ekki góður, svo vægt sé til orða tekið.

Fundarherbergi landsliðsþjálfara er í einskonar tjaldi inni í Baldurshaga og þar má einnig finna sjúkraherbergi landsliðsins. Aðkomuliðið er síðan við hliðin á og þar heyrist allt á milli.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni og hvernig aðstaðan er á Laugardalsvellinum.

Framtíðaráform KSÍ þegar kemur að vellinum sjálfum er að láta rífa gömlu Sýnarstúkuna svokölluðu og reisa stúku þar í staðinn sem loka hringnum alveg. Tólf þúsund manna völl en hér að neðan má sjá viðtal við Þorvald þar sem hann tjáir sig um þau plön.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×