Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 15:25 Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir upplýsingum um ónýtta fermetra ríkisins. Vísir/Anton Brink Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, segir að 59.638 fermetrar af húsnæði sem er annað hvort í eigu eða leigu ríkisins standi nú tómir. „Stærstu einstöku eignir sem standa tómar, að hluta eða í heild, eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5–7 og Grensásvegur 9 sem áformað er að þróa nánar eða selja á almennum markaði,“ segir í svari ráðuneytisins. Flesta fermetrana má finna á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæpa 44 þúsund fermetra. Þar eru húsnæði í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins auk rúmra nítján þúsund fermetra sem eru ómerktir. Á Suðurlandi eru alls rúmir þrjú þúsund fermetrar, og rúmir 2500 á Suðurnesjum. Minnst er um ónýtta fermetra á Vestfjörðum þar sem þeir eru 564, 563 þeirra í eigu heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að verðmæti ónýtta húsnæðisins víðs vegar um land séu 10,7 milljarðar króna. Fjórðungur húsnæðisins myglaður Af þeim þúsundum fermetra sem standa auðir eru um 26 prósent þeirra vegna staðfestra tilvika um myglu og raka. Húsnæðin eru flest á höfuðborgarsvæðinu og í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytisins. Áætlað virði þeirra er 3,4 milljarðar króna. Starfsmenn ráðuneytanna sjálfra hafa lent í vandræðum með myglu. Árið 2023 sendi Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, allt starfsfólkið heim vegna svæsinnar myglu í húsakynnum ráðuneytisins. Endurgerð á húsnæði heilbrigðisráðuneytisins er þá tiltölulega nýlokið og flutti starfsfólk ráðuneytisins sig yfir í byrjun septembermánaðar. Einnig hefur starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þurft að flytja sig um set vegna miklu. Gæti verið skynsamlegt að selja ónýtt hús Í tilefni þess að svarið við fyrirspurninni barst skrifaði Dagur skoðanagrein á Vísi. Þar rifjar hann upp að meira en sex ár eru síðan Tryggingastofnunin flutti frá Hlemmi. „Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin,“ segir Dagur. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er því skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, til dæmis með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum.“ Hann tekur sem dæmi nýju verkefnin Hafnar.haus, þar sem nú eru þrjú hundruð manns með aðstöðu fyrir listsköpun í Hafnarhúsi við Tryggvagötu en húsnæðið á að verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Þá segir hann líka frá að einkaaðili keypti gamla húsnæði Tryggingastofnunar fyrir sams konar starfsemi. Húsnæðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mygla Rekstur hins opinbera Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, segir að 59.638 fermetrar af húsnæði sem er annað hvort í eigu eða leigu ríkisins standi nú tómir. „Stærstu einstöku eignir sem standa tómar, að hluta eða í heild, eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5–7 og Grensásvegur 9 sem áformað er að þróa nánar eða selja á almennum markaði,“ segir í svari ráðuneytisins. Flesta fermetrana má finna á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæpa 44 þúsund fermetra. Þar eru húsnæði í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins auk rúmra nítján þúsund fermetra sem eru ómerktir. Á Suðurlandi eru alls rúmir þrjú þúsund fermetrar, og rúmir 2500 á Suðurnesjum. Minnst er um ónýtta fermetra á Vestfjörðum þar sem þeir eru 564, 563 þeirra í eigu heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að verðmæti ónýtta húsnæðisins víðs vegar um land séu 10,7 milljarðar króna. Fjórðungur húsnæðisins myglaður Af þeim þúsundum fermetra sem standa auðir eru um 26 prósent þeirra vegna staðfestra tilvika um myglu og raka. Húsnæðin eru flest á höfuðborgarsvæðinu og í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytisins. Áætlað virði þeirra er 3,4 milljarðar króna. Starfsmenn ráðuneytanna sjálfra hafa lent í vandræðum með myglu. Árið 2023 sendi Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, allt starfsfólkið heim vegna svæsinnar myglu í húsakynnum ráðuneytisins. Endurgerð á húsnæði heilbrigðisráðuneytisins er þá tiltölulega nýlokið og flutti starfsfólk ráðuneytisins sig yfir í byrjun septembermánaðar. Einnig hefur starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þurft að flytja sig um set vegna miklu. Gæti verið skynsamlegt að selja ónýtt hús Í tilefni þess að svarið við fyrirspurninni barst skrifaði Dagur skoðanagrein á Vísi. Þar rifjar hann upp að meira en sex ár eru síðan Tryggingastofnunin flutti frá Hlemmi. „Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin,“ segir Dagur. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er því skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, til dæmis með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum.“ Hann tekur sem dæmi nýju verkefnin Hafnar.haus, þar sem nú eru þrjú hundruð manns með aðstöðu fyrir listsköpun í Hafnarhúsi við Tryggvagötu en húsnæðið á að verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Þá segir hann líka frá að einkaaðili keypti gamla húsnæði Tryggingastofnunar fyrir sams konar starfsemi.
Húsnæðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mygla Rekstur hins opinbera Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira