Sport

Frek stuðningskona Phillies for­dæmd fyrir að taka bolta af barni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Konan vildi fá boltann, sama hvað tautaði og raulaði.
Konan vildi fá boltann, sama hvað tautaði og raulaði.

Stuðningskona Philadelphia Phillies í MLB-deildinni í hafnabolta hefur víða verið gagnrýnd fyrir að taka bolta af barni í leik gegn Miami Marlins.

Atvikið átti sér stað þegar Harrison Bader, leikmaður Phillies, komst í höfn. Boltinn endaði uppi í stúku þar sem fjórir áhorfendur börðumst um að ná honum.

Maður einn náði boltanum og færði syni sínum hann. Kona, sem hafði barist um boltann, var ekki sátt, gekk að feðgunum og heimtaði að fá boltann. Maðurinn gaf sig á endanum, tók boltann úr hanska sonar síns og færði konunni.

Atvikið fór ekki framhjá viðstöddum sem margir hverjir tóku það upp á síma sína. Og myndböndin af frekjukasti konunnar fóru sem eldur um sinu um samfélagsmiðla.

Drengurinn, og systir hans, fóru þó ekki tómhent þeim því vallarstarfsmaður á LoanDepot Park færði þeim fullan poka af Phillies varningi. Eftir leikinn áritaði Bader svo kylfu fyrir drenginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×