Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2025 21:02 Breki Snær Baldursson varaforseti og Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti Kínema voru hæstánægð á fyrsta degi Kvikmyndaskóla Íslands undir nýjum rekstraraðila. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti skóladagurinn í Kvikmyndaskóla Íslands fór fram í dag í nýju húsnæði. Nýr rekstraraðili segir gleðiefni að skólanum hafi verið bjargað eftir gjaldþrot í vor og nemendur segjast himinlifandi með nýja aðstöðu, gjaldþrotið hafi verið mikil rússíbanareið. Rúmir fimm mánuðir eru síðan Kvikmyndaskóli Íslands var lýstur gjaldþrota. Við tók nokkurra vikna óvissa þar sem meðal annars voru viðraðar hugmyndir um að námið yrði fært til Tækniskólans. Þremur vikum síðar keypti Rafmennt þrotabúið og í dag hófst fyrsta önn skólans undir merkjum nýs rekstraraðila í Stúdíó Sýrlandi. Nýr rektor Þór Pálsson segir um tímamót að ræða, húsnæðið verði að fullu tilbúið í lok vikunnar. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við reiknuðum með, við erum að klára og reiknum með að geta kennt í flestum rýmum á morgun og svo klárum við þetta í þessari viku.“ Fyrrverandi stjórnendur skólans hafa farið hörðum orðum um ákvarðanir Rafmenntar er varða skólann, nú síðast í aðsendri grein á Vísi í dag og þá hótaði stofnandi skólans því í maí að lögsækja Rafmennt yrði nafn skólans notað áfram. Þór segir ekkert að frétta af þeim málum. „Ég hef bara fengið tölvupósta. En það hefur ekki farið neitt lengra. Enda stenst það alveg það sem við gerðum, við keyptum þrotabúið og í því er nafn og allt sem því fylgir. Þannig það er ekki við neinn að sakast þá nema skiptastjóra og hann fullyrðir við mig að þetta sé í lagi eins og við höfum gert þetta.“ Nemendur eru himinlifandi með aðstæður á nýjum stað. Þar sé fyrsta flokks aðstaða fyrir kvikmyndaskóla, fjöldi mynd- og hljóðvera og bíósalur svo fátt eitt sé nefnt. Þau Katrín Eir Ásgeirsdóttir og Breki Snær Baldursson forseti og varaforseti nemendafélagsins Kínema eru sátt við nýtt húsnæði. „Ég er svo fegin líka að vera komin aftur og byrjuð í skólanum. Þetta er alveg æði og ég er líka mjög sátt við aðstöðuna,“ segir Katrín. Breki segir það hafa verið áfall þegar skólinn hafi orðið gjaldþrota og útlit fyrir að starfsemin yrði tekin yfir af Tækniskólanum. „En þetta er bara eins gott og ég hefði getað vonast til, þetta er bara það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl eiginlega.“ Þorsteinn Bachman, nýr fagstjóri leiklistar segir miklu máli skipta að Kvikmyndaskólanum hafi verið bjargað. „Við auðvitað byggjum á gömlum grunni, Kvikmyndaskólinn byrjaði fyrst 1992 og ég var nú einn af fyrstu nemendum þar og ég er búinn að kenna á sjö stöðum og ég held að þetta verði besta aðstaðan sem við höfum haft til þessa.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Rúmir fimm mánuðir eru síðan Kvikmyndaskóli Íslands var lýstur gjaldþrota. Við tók nokkurra vikna óvissa þar sem meðal annars voru viðraðar hugmyndir um að námið yrði fært til Tækniskólans. Þremur vikum síðar keypti Rafmennt þrotabúið og í dag hófst fyrsta önn skólans undir merkjum nýs rekstraraðila í Stúdíó Sýrlandi. Nýr rektor Þór Pálsson segir um tímamót að ræða, húsnæðið verði að fullu tilbúið í lok vikunnar. „Þetta hefur tekið aðeins lengri tíma en við reiknuðum með, við erum að klára og reiknum með að geta kennt í flestum rýmum á morgun og svo klárum við þetta í þessari viku.“ Fyrrverandi stjórnendur skólans hafa farið hörðum orðum um ákvarðanir Rafmenntar er varða skólann, nú síðast í aðsendri grein á Vísi í dag og þá hótaði stofnandi skólans því í maí að lögsækja Rafmennt yrði nafn skólans notað áfram. Þór segir ekkert að frétta af þeim málum. „Ég hef bara fengið tölvupósta. En það hefur ekki farið neitt lengra. Enda stenst það alveg það sem við gerðum, við keyptum þrotabúið og í því er nafn og allt sem því fylgir. Þannig það er ekki við neinn að sakast þá nema skiptastjóra og hann fullyrðir við mig að þetta sé í lagi eins og við höfum gert þetta.“ Nemendur eru himinlifandi með aðstæður á nýjum stað. Þar sé fyrsta flokks aðstaða fyrir kvikmyndaskóla, fjöldi mynd- og hljóðvera og bíósalur svo fátt eitt sé nefnt. Þau Katrín Eir Ásgeirsdóttir og Breki Snær Baldursson forseti og varaforseti nemendafélagsins Kínema eru sátt við nýtt húsnæði. „Ég er svo fegin líka að vera komin aftur og byrjuð í skólanum. Þetta er alveg æði og ég er líka mjög sátt við aðstöðuna,“ segir Katrín. Breki segir það hafa verið áfall þegar skólinn hafi orðið gjaldþrota og útlit fyrir að starfsemin yrði tekin yfir af Tækniskólanum. „En þetta er bara eins gott og ég hefði getað vonast til, þetta er bara það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl eiginlega.“ Þorsteinn Bachman, nýr fagstjóri leiklistar segir miklu máli skipta að Kvikmyndaskólanum hafi verið bjargað. „Við auðvitað byggjum á gömlum grunni, Kvikmyndaskólinn byrjaði fyrst 1992 og ég var nú einn af fyrstu nemendum þar og ég er búinn að kenna á sjö stöðum og ég held að þetta verði besta aðstaðan sem við höfum haft til þessa.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Í vikunni fyrir páska, 10. til 13. apríl síðastliðinn, kom flokkur manna á vegum framhaldsskólans Rafmenntar, án viðvörunar, inn í húsakynni Kvikmyndaskóla Íslands að Suðurlandsbraut 18 og tæmdi þar út allt sem þeir töldu verðmætt, tæki, tölvur og búnað. 8. september 2025 15:47