Veður

Hvasst og sam­felld rigning austast

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu átta til sextán stig.
Hiti verður á bilinu átta til sextán stig. Vísir/Vilhelm

Lægðin sem stjórnað hefur veðrinu á landinu síðustu daga er nú skammt norðvestur af landinu og fjarlægist smám saman.

Á vef Veðurstofunnar segir að í dag beini hún suðvestan- og sunnanátt til landsins, víða kalda eða stinningskalda og skúrum. Það verður heldur hvassara og samfelld rigning austast á landinu fram eftir morgni. Seinnipartinn styttir svo upp á Norðaustur- og Austurlandi.

Hiti verður á bilinu átta til sextán stig og hlýjast norðaustantil. Hægari vindur í kvöld.

„Á morgun ganga næstu skil vestur yfir landið. Þá gengur í austan og norðaustan 5-13 m/s og fer að rigna í flestum landshlutum, fyrst um landið austanvert. Eftir að skilin ganga yfir dregur úr vætu, en það gerist síðdegis á norðausturhluta landins og annað kvöld vestantil. Hiti 8 til 14 stig.

Á fimmtudag er svo útlit fyrir áframhaldandi austan- og norðaustanátt með vætu um landið austanvert, en lengst af þurrt og milt suðvestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Gengur í austan og norðaustan 8-15 m/s og fer að rigna, en úrkomuminna á Norðurlandi. Hiti 8 til 14 stig. Dregur úr vætu um kvöldið og hvessir allra syðst.

Á fimmtudag: Norðaustan og austan 8-15 og dálítil væta með köflum, en samfelld úrkoma syðst fram yfir hádegi. Rigning norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig, mildast suðvestantil.

Á föstudag: Norðan 10-15 m/s. Rigning eða súld og hiti 6 til 10 stig, en úrkomulítið sunnanlands með hita 10 til 16 stig yfir daginn.

Á laugardag: Norðaustanátt og rigning með köflum, en styttir upp um landið suðvestanvert. Kólnar heldur.

Á sunnudag og mánudag: Norðaustan- og norðanátt og rigning eða súld með köflum, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Hiti 7 til 15 stig, mildast á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×