Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. september 2025 08:33 Hér sjást stuðningsmenn Independiente beita bareflum á stuðningsmann Universidad. Sebastián Ñanco/Getty Images Argentínska félagið Independiente hefur verið dæmt úr keppni í Suður-Ameríku bikarnum eftir að áflog brutust út í stúkunni í leik gegn Universidad. Independiente segir ákvörðunina tekna í pólitískum tilgangi, til að þjóna hagsmunum auðvaldsins hjá Universidad. Félagið og stuðningsmenn þess standi fyrir öllu sem suður-amerískur fótbolti eigi að standa fyrir. Independiente tók á móti Universidad de Chile í sextán liða úrslitum bikarsins en leiknum var hætt eftir að mikil slagsmál höfðu ítrekað brotist út. Rúmlega hundrað voru handteknir og um tuttugu slösuðust, þar af einn alvarlega. Kúk var kastað og heimagerðar handsprengjur flugu manna á milli í einum ofbeldisfyllsta slag sem sést hefur á fótboltaleik. Málinu var vísað til suður-ameríska knattspyrnusambandsins CONMEBOL sem sagði Independiente hafa brotið fjölmargar reglur sem lúta að öryggi áhorfenda. Niðurstaða sambandsins var að halda leikinn ekki aftur heldur senda Universidad áfram í næstu umferð en banna báðum liðum að bjóða áhorfendum á næstu sjö leiki, heima og úti. „Réttlætinu er framfylgt“ sagði forseti Universidad, en mótmælti áhorfendabanninu. Independiente var þar með dæmt úr keppni en tók því ekki þegjandi og gagnrýndi ákvörðunina „með harðasta hætti.“ Compartimos con nuestras socias, socios e hinchas la nota que el Club Atlético Independiente le presentó hoy al Presidente de la CONMEBOL, Alejandro Domínguez. pic.twitter.com/CG4WMGM6mZ— C. A. Independiente (@Independiente) September 5, 2025 Argentínska félagið heldur því fram í yfirlýsingu sinni að ákvörðunin hafi verið pólitísk og gefur í skyn að CONMEBOL forgangsraði félögum í einkaeigu fram yfir félög sem eru í hefðbundinni eigu samfélagsins. Universidad sé eitt af þeim félögum sem forgangsraði gróða, en Independiente sé „allt sem suður-amerískt fótbolti á að standa fyrir.“ Þá óskaði Independiente þess einnig að allir minjagripir tengdir félaginu verði fjarlægðir af safni CONMEBOL, vegna þess að sambandið „hefur yfirgefið allt sem einkennir suður-amerískan fótbolta.“ Argentína Síle Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Independiente tók á móti Universidad de Chile í sextán liða úrslitum bikarsins en leiknum var hætt eftir að mikil slagsmál höfðu ítrekað brotist út. Rúmlega hundrað voru handteknir og um tuttugu slösuðust, þar af einn alvarlega. Kúk var kastað og heimagerðar handsprengjur flugu manna á milli í einum ofbeldisfyllsta slag sem sést hefur á fótboltaleik. Málinu var vísað til suður-ameríska knattspyrnusambandsins CONMEBOL sem sagði Independiente hafa brotið fjölmargar reglur sem lúta að öryggi áhorfenda. Niðurstaða sambandsins var að halda leikinn ekki aftur heldur senda Universidad áfram í næstu umferð en banna báðum liðum að bjóða áhorfendum á næstu sjö leiki, heima og úti. „Réttlætinu er framfylgt“ sagði forseti Universidad, en mótmælti áhorfendabanninu. Independiente var þar með dæmt úr keppni en tók því ekki þegjandi og gagnrýndi ákvörðunina „með harðasta hætti.“ Compartimos con nuestras socias, socios e hinchas la nota que el Club Atlético Independiente le presentó hoy al Presidente de la CONMEBOL, Alejandro Domínguez. pic.twitter.com/CG4WMGM6mZ— C. A. Independiente (@Independiente) September 5, 2025 Argentínska félagið heldur því fram í yfirlýsingu sinni að ákvörðunin hafi verið pólitísk og gefur í skyn að CONMEBOL forgangsraði félögum í einkaeigu fram yfir félög sem eru í hefðbundinni eigu samfélagsins. Universidad sé eitt af þeim félögum sem forgangsraði gróða, en Independiente sé „allt sem suður-amerískt fótbolti á að standa fyrir.“ Þá óskaði Independiente þess einnig að allir minjagripir tengdir félaginu verði fjarlægðir af safni CONMEBOL, vegna þess að sambandið „hefur yfirgefið allt sem einkennir suður-amerískan fótbolta.“
Argentína Síle Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira