Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 23:04 Vladimír Pútín, forseti Rúslands. AP/Vyacheslav Prokofyev, Sputnik Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. Vonast er til þess að hægt verði að komast hjá því að aðstæður skapist sem svipi til þeirra í kjölfar í stríðsins í Afganistan á árum áður. Þá tóku uppgjafahermenn mikinn þátt í uppbyggingu skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi og víðar í Sovétríkjunum sálugu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Reuters er þar segir að áhyggjurnar nái alla leið upp metorðastigann í Rússlandi, til Vladimírs Pútín, forseta. Hann hefur þegar upplifað hvað reiðir hermenn sem eru ekki undir stjórn hans geta gert, þegar Jevgení Prígósjín og málaliðar hans í Wagner Group gerðu uppreisn sumarið 2023. Pútín sjálfur hefur sagt að hermenn sem hafa barist í Úkraínu tilheyri elítu og hefur lofað mörgum þeirra bjartri framtíð. Meðal annars hefur hann komið að sérstöku þjálfunarátaki sem ætlað er að undirbúa uppgjafahermenn fyrir leiðtogastöður í Rússlandi. Að minnsta kosti fimm uppgjafahermenn hafa fengið embætti í Kreml, að minnsta kosti þrír hafa fengið þingsæti og margir aðrir hafa fengið störf í ýmsum embættum víðsvegar um Rússlands. Óttast gremju í garð yfirvalda Meðal þess sem ráðamenn í Rússlandi óttast er að uppgjafahermenn, sem geti verið skaddaðir á líkama eða sál, muni engan veginn geta orðið sér út um jafn há laun og þeir fengu í hernum og það muni ýta undir gremju og reiði í garð yfirvalda, samkvæmt heimildarmanni Retuers úr Kreml. Sjá einnig: Skutu hver annan fyrir orður og bætur Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að mögulega hafi rúmlega ein og hálf milljón manna tekið þátt í innrásinni í Úkraínu og þar af eru fjölmargir ofbeldisfullir glæpamenn sem verða og hafa verið náðaðir fyrir að ganga í herinn. Gögn frá fangelsismálakerfi Rússlands og leyniþjónustu Úkraínu banda samkvæmt Reuters til þess að Rússar hafi ráðið 120 til 180 þúsund fanga í herinn frá 2022. Flestir þeirra sem hafa snúið aftur til Rússlands eru fyrrverandi fangar eða mikið særðir hermenn. Í upphafi voru reglurnar þannig að fangar voru náðaðir eftir sex mánaða þjónustu og fengu þá að fara aftur heim. Sjá einnig: Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Það hefur ekki gilt um aðra sem skrá sig í herinn en þeim er gert að berjast þar til stríðinu líkur. Því var reglunum um fanga breytt árið 2023 svo þeim verður ekki sleppt fyrr en að stríðinu loknu. Margir hafa þegar brotið af sér Margir af þeim föngum sem hefur verið sleppt hafa brotið af sér og oft grimmilega. Í frétt Moscow Times er vísað til umfjöllunar rússneskra miðla frá því fyrr á þessu ári að frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi uppgjafahermenn myrt nærri því fjögur hundruð Rússa. Reuters segir nærri því fimm hundruð borgara hafa verið myrta af uppgjafahermönnum. Þá segir miðillinn að varnarmálaráðuneyti Rússlands áætli að einn af hverjum fimm uppgjafahermönnum þjáist af áfallastreituröskun. Geðheilbrigðissérfræðingar þykja tiltölulega sjaldgæfir í Rússlandi og á það sérstaklega við sérfræðinga sem hafa reynslu af því að eiga við geðræn vandamál sem tengjast hernaði. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Vonast er til þess að hægt verði að komast hjá því að aðstæður skapist sem svipi til þeirra í kjölfar í stríðsins í Afganistan á árum áður. Þá tóku uppgjafahermenn mikinn þátt í uppbyggingu skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi og víðar í Sovétríkjunum sálugu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Reuters er þar segir að áhyggjurnar nái alla leið upp metorðastigann í Rússlandi, til Vladimírs Pútín, forseta. Hann hefur þegar upplifað hvað reiðir hermenn sem eru ekki undir stjórn hans geta gert, þegar Jevgení Prígósjín og málaliðar hans í Wagner Group gerðu uppreisn sumarið 2023. Pútín sjálfur hefur sagt að hermenn sem hafa barist í Úkraínu tilheyri elítu og hefur lofað mörgum þeirra bjartri framtíð. Meðal annars hefur hann komið að sérstöku þjálfunarátaki sem ætlað er að undirbúa uppgjafahermenn fyrir leiðtogastöður í Rússlandi. Að minnsta kosti fimm uppgjafahermenn hafa fengið embætti í Kreml, að minnsta kosti þrír hafa fengið þingsæti og margir aðrir hafa fengið störf í ýmsum embættum víðsvegar um Rússlands. Óttast gremju í garð yfirvalda Meðal þess sem ráðamenn í Rússlandi óttast er að uppgjafahermenn, sem geti verið skaddaðir á líkama eða sál, muni engan veginn geta orðið sér út um jafn há laun og þeir fengu í hernum og það muni ýta undir gremju og reiði í garð yfirvalda, samkvæmt heimildarmanni Retuers úr Kreml. Sjá einnig: Skutu hver annan fyrir orður og bætur Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að mögulega hafi rúmlega ein og hálf milljón manna tekið þátt í innrásinni í Úkraínu og þar af eru fjölmargir ofbeldisfullir glæpamenn sem verða og hafa verið náðaðir fyrir að ganga í herinn. Gögn frá fangelsismálakerfi Rússlands og leyniþjónustu Úkraínu banda samkvæmt Reuters til þess að Rússar hafi ráðið 120 til 180 þúsund fanga í herinn frá 2022. Flestir þeirra sem hafa snúið aftur til Rússlands eru fyrrverandi fangar eða mikið særðir hermenn. Í upphafi voru reglurnar þannig að fangar voru náðaðir eftir sex mánaða þjónustu og fengu þá að fara aftur heim. Sjá einnig: Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Það hefur ekki gilt um aðra sem skrá sig í herinn en þeim er gert að berjast þar til stríðinu líkur. Því var reglunum um fanga breytt árið 2023 svo þeim verður ekki sleppt fyrr en að stríðinu loknu. Margir hafa þegar brotið af sér Margir af þeim föngum sem hefur verið sleppt hafa brotið af sér og oft grimmilega. Í frétt Moscow Times er vísað til umfjöllunar rússneskra miðla frá því fyrr á þessu ári að frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi uppgjafahermenn myrt nærri því fjögur hundruð Rússa. Reuters segir nærri því fimm hundruð borgara hafa verið myrta af uppgjafahermönnum. Þá segir miðillinn að varnarmálaráðuneyti Rússlands áætli að einn af hverjum fimm uppgjafahermönnum þjáist af áfallastreituröskun. Geðheilbrigðissérfræðingar þykja tiltölulega sjaldgæfir í Rússlandi og á það sérstaklega við sérfræðinga sem hafa reynslu af því að eiga við geðræn vandamál sem tengjast hernaði.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira