Erlent

Rúss­neskir drónar skotnir niður í loft­helgi Pól­lands

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Á sama tíma og drónar voru skotnir niður yfir Póllandi gerðu Rússar árás á Kænugarð.
Á sama tíma og drónar voru skotnir niður yfir Póllandi gerðu Rússar árás á Kænugarð. Getty/Vitalii Nosach

Pólski herinn segist hafa skotið niður rússneska dróna í nótt, sem sveimuðu inni í pólskri lofthelgi. Þetta er í fyrsta sinn sem NATO ríki skýtur á rússnesk hernaðartæki eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst árið 2022.

Breska ríkisútvarpið segir að pólskar herþotur og þotur frá Hollandi hafi verið sendar á loft í nótt þegar fregnir bárust af drónunum, en óljóst er um hve marga var að ræða. 

Flugvöllum í Póllandi var lokað um leið og drónarnir fundust en þeir hafa verið opnaðir að nýju. 

Einn drónanna sem skotinn var niður fannst svo í morgun í þorpi sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá landamærunum að Belarús, sem eru bandamenn Rússa. 

Á sama tíma og drónarnir flugu inn í pólska lofthelgi var viðamikil drónaárás í gangi í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Engin viðbrögð hafa borist frá Rússum en boðað hefur verið til neyðarfundar í örygisráð Póllands vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×