Herinn skakkar leikinn í Katmandú Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2025 10:40 Stjórnarbyggingar loguðu í Katmandú í gær. Mótmælendur lögðu eld að þeim eftir að lögreglumenn skutu fjölda fólks til bana og særðu tugi á mánudag. AP/Prakash Timalsina Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér. Hörð mótmæli vegna samfélagsmiðlabanns stjórnvalda brutust út í Katmandú. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu nítján manns. Afsögn forsætisráðherrans og afnám samfélagsmiðlabannsins gerðu ekkert til þess að lægja öldurnar. Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu, fleiri stjórnarbyggingum og heimilum stjórnmálamanna í gær. Þá var ráðist á stjórnmálamenn í borginni og hundruð fanga struku úr fangelsum þegar verðir og lögreglumenn flúðu reiði mótmælenda. Herinn skarst svo í leikinn í dag en hann hafði haldið að sér höndum síðustu daga. Framfylgdu vopnaðir hermenn útgöngubanni sem gildir þar til á morgun og stöðvuðu fólk og farartæki á ferðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Segja stjórnleysingja hafa stolið mótmælunum Mótmælin gegn samfélagsmiðlabanninu hafa verið kennt við Z-kynslóðina svonefndu, fólk sem fæddist undir lok 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar. Stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram þar sem þeir höfðu ekki orðið við kröfu þeirra um að þeir skráðu sig og gengust undir eftirlit í landinu. Helstu hópar mótmælenda hafa reynt að fjarlægja sig skemmdarverkunum. Tækifærissinnar hafi „stolið“ hreyfingunni. Engin frekari mótmæli hafi verið boðuð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ætlun okkar var aldrei að raska daglegu lífi eða leyfa öðrum að misnota friðsamlegt frumkvæði okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá hópunum. Vegatálmi nepalska hersins í Katmandú. Útgöngubanni var komið á um allt land sem gildir þar til á morgun.AP/Niranjan Shrestha Herinn hefur tekið undir að einstaklingar og hópar stjórnleysingja hafi laumað sér í raðir mótmælenda og framið spellvirki á opinberum eignum og einkaeignum. Ekki liggur fyrir hvað tekur við eftir að Khagda Prasad Oli, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Honum var falið að leiða starfsstjórn en ekki er vitað hvar Oli er niður kominn. Nepal Samfélagsmiðlar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Hörð mótmæli vegna samfélagsmiðlabanns stjórnvalda brutust út í Katmandú. Olíu var hent á eldinn þegar lögreglumenn skutu á mannfjöldann sem mótmælti við þinghúsið á mánudag og drápu nítján manns. Afsögn forsætisráðherrans og afnám samfélagsmiðlabannsins gerðu ekkert til þess að lægja öldurnar. Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu, fleiri stjórnarbyggingum og heimilum stjórnmálamanna í gær. Þá var ráðist á stjórnmálamenn í borginni og hundruð fanga struku úr fangelsum þegar verðir og lögreglumenn flúðu reiði mótmælenda. Herinn skarst svo í leikinn í dag en hann hafði haldið að sér höndum síðustu daga. Framfylgdu vopnaðir hermenn útgöngubanni sem gildir þar til á morgun og stöðvuðu fólk og farartæki á ferðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Segja stjórnleysingja hafa stolið mótmælunum Mótmælin gegn samfélagsmiðlabanninu hafa verið kennt við Z-kynslóðina svonefndu, fólk sem fæddist undir lok 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar. Stjórnvöld bönnuðu samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram þar sem þeir höfðu ekki orðið við kröfu þeirra um að þeir skráðu sig og gengust undir eftirlit í landinu. Helstu hópar mótmælenda hafa reynt að fjarlægja sig skemmdarverkunum. Tækifærissinnar hafi „stolið“ hreyfingunni. Engin frekari mótmæli hafi verið boðuð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ætlun okkar var aldrei að raska daglegu lífi eða leyfa öðrum að misnota friðsamlegt frumkvæði okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá hópunum. Vegatálmi nepalska hersins í Katmandú. Útgöngubanni var komið á um allt land sem gildir þar til á morgun.AP/Niranjan Shrestha Herinn hefur tekið undir að einstaklingar og hópar stjórnleysingja hafi laumað sér í raðir mótmælenda og framið spellvirki á opinberum eignum og einkaeignum. Ekki liggur fyrir hvað tekur við eftir að Khagda Prasad Oli, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Honum var falið að leiða starfsstjórn en ekki er vitað hvar Oli er niður kominn.
Nepal Samfélagsmiðlar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira