Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2025 11:24 Pólskir slökkviliðsmenn tryggja brak úr dróna sem var skotinn niður í Czosnowka í dag. AP/Piotr Pyrkosz Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður allt að fjóra af nítján rússneskum drónum sem rufu lofthelgi landsins í nótt, að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra. „Ég hef enga ástæðu til þess að halda því fram að við séum á barmi stríðs en það hefur verið farið yfir strikið og þetta er óviðlíkjanlega hættulegra en fram að þessu,“ sagði Tusk á pólska þinginu í morgun. „Þessi staða færir okkar nær opnum stríðsátökum en við höfum verið frá síðari heimsstyrjöldinni.“ Sjö, og mögulega átta, drónar hafa fundist á nokkrum stöðum víðsvegar um Pólland, að sögn innanríkisráðuneyti þess. Þetta er í fyrsta skipti frá upphafi stríðsins í Úkraínu sem NATO-flugvélar hafa skotið niður rússneskar vígvélar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hélt því fram í morgun að drónarnir sem fóru inn í pólsku lofthelgina hefðu verið tuttugu og fjórir. Það hafi þó ekki verið endanlega staðfest. Pólsk stjórnvöld hafa óskað eftir því að fjórða grein stofnsáttmála NATO verði virkjuð en hún felur í sér að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Jafnvel Orbán telur uppákomuna óásættanlega Evrópskir leiðtogar telja að Rússar hafi vísvitandi sent drónana til Póllands til þess að ögra og stigmagna átökin í Úkraínu. „Stríð Rússlands er að stigmagnast en ekki að ljúka. Við sáum alvarlegasta rof Rússa á lofthelgi Evrópu í Póllandi í nótt frá því að stríðið hófst og vísbendingar eru um að þetta hafi verið viljaverk, ekki óvart,“ sagði Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, á sérstökum neyðarfundi ríkisstjórnar sinnar vegna drónaflugs Rússa inn í landið.AP/forsætisráðuneyti Póllands Talsmaður stjórnvalda í Kreml vildi ekki tjá sig um drónaflugið þegar hann var spurður í dag. Sakaði hann Evrópusambandið og NATO um að setja reglulega fram stoðlausar ásakanir um ögranir Rússa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði uppákomuna óásættanlega og að hann ætlaði að funda með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO. Alexander Stubb, forseti Finnlands, sakaði Rússa um að reyna að stigmagna átök við Evrópu. Jafnvel Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands og nánasti bandamaður Vladímírs Pútín í Evrópu, tók undir að drónaflugið væri ekki ásættanlegt. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður allt að fjóra af nítján rússneskum drónum sem rufu lofthelgi landsins í nótt, að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra. „Ég hef enga ástæðu til þess að halda því fram að við séum á barmi stríðs en það hefur verið farið yfir strikið og þetta er óviðlíkjanlega hættulegra en fram að þessu,“ sagði Tusk á pólska þinginu í morgun. „Þessi staða færir okkar nær opnum stríðsátökum en við höfum verið frá síðari heimsstyrjöldinni.“ Sjö, og mögulega átta, drónar hafa fundist á nokkrum stöðum víðsvegar um Pólland, að sögn innanríkisráðuneyti þess. Þetta er í fyrsta skipti frá upphafi stríðsins í Úkraínu sem NATO-flugvélar hafa skotið niður rússneskar vígvélar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hélt því fram í morgun að drónarnir sem fóru inn í pólsku lofthelgina hefðu verið tuttugu og fjórir. Það hafi þó ekki verið endanlega staðfest. Pólsk stjórnvöld hafa óskað eftir því að fjórða grein stofnsáttmála NATO verði virkjuð en hún felur í sér að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Jafnvel Orbán telur uppákomuna óásættanlega Evrópskir leiðtogar telja að Rússar hafi vísvitandi sent drónana til Póllands til þess að ögra og stigmagna átökin í Úkraínu. „Stríð Rússlands er að stigmagnast en ekki að ljúka. Við sáum alvarlegasta rof Rússa á lofthelgi Evrópu í Póllandi í nótt frá því að stríðið hófst og vísbendingar eru um að þetta hafi verið viljaverk, ekki óvart,“ sagði Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, á sérstökum neyðarfundi ríkisstjórnar sinnar vegna drónaflugs Rússa inn í landið.AP/forsætisráðuneyti Póllands Talsmaður stjórnvalda í Kreml vildi ekki tjá sig um drónaflugið þegar hann var spurður í dag. Sakaði hann Evrópusambandið og NATO um að setja reglulega fram stoðlausar ásakanir um ögranir Rússa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði uppákomuna óásættanlega og að hann ætlaði að funda með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO. Alexander Stubb, forseti Finnlands, sakaði Rússa um að reyna að stigmagna átök við Evrópu. Jafnvel Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands og nánasti bandamaður Vladímírs Pútín í Evrópu, tók undir að drónaflugið væri ekki ásættanlegt.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent