Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2025 19:07 Friðrik Jónsson er sendiherra Íslands í Póllandi. Einbeittur brotavilji Rússa er mikið áhyggjuefni, segir sendiherra Íslands í Póllandi. Hann telur yfirlýsingar stjórnvalda í Moskvu um að atburðir næturinnar hafi verið óviljaverk vera ótrúverðugar. Nítján rúsneskum árásardrónum var flogið inn í pólska lofthelgi í nótt. Forsætisráðherra segir þann fyrsta hafa rofið lofthelgina rétt fyrir miðnætti og þann síðasta klukkan hálf sjö í morgun. Atburðurinn hafi því verið yfirstandandi alla nóttina. Flugvöllum var tímabundið lokað og utanríkisþjónustan beindi því til íslenskra ríkisborgara að fylgjast vel með gangi mála. Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir að þó nokkuð margir hafi haft samband; ýmist vegna flugferða og eða til að leita upplýsinga. Einbeittur brotavilji Rússa sé áhyggjuefni. „Það virðist vera ákveðin stigmögnun í gangi og þá hefur maður áhyggjur af því að einhvern tímann tapi menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Friðrik. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt.vísir/AP Að minnsta kosti fjórir drónar voru skotnir niður með aðstoð annarra NATO-bandalagsþjóða. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu sem drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki og segir forsætisráðherrann að Pólverjar hafi ekki staðið nær hernaðarátökum frá seinni heimstyrjöld. Rússar segja að um óviljaverk hafi verið að ræða og að drónunum hafi ekki verið stefnt á pólsk skotmörk. Friðrik telur það ótrúverðuga skýringu. „Við höfum vanist því frá Rússum að það koma alltaf einhverjar skýringar sem jafnvel stangast á við hvor aðra. Þetta ber öll merki þess að vera viljaverk,“ segir hann. Friðrik segir nauðsynlegt að styðja Úkraínu áfram í sinni varnarbaráttu og efla andspyrnu gagnvart aðgerðum Rússa með því að efla til að mynda viðskiptaþvinganir.vísir/AP „Mann grunar að þetta séu einhvers konar pólitísk skilaboð til Póllands og til Vesturlanda, kanna hver viðbrögðin eru. Svo er þetta líka ákveðin forherðing og fyrirlitning. Það er bara verið að sýna öllum á Vesturlöndum og í Úkraínu að Rússar gera það sem þeim sýnist.“ Staða öryggismála í álfunni sé áhyggjuefni. „Þegar land eins og Rússland er komið á þann stað að þeim finnst þeir geta beitt svona hömluleysi og komið fram án hugsanlegra afleiðinga hlýtur það að vekja okkur til umhugsunar; hvernig komumst við á þennan stað og hvað við getum við gert til að komast út úr þessu aftur. Söguleg dæmi eru ekki sérstaklega góð, en ég verð að undirstrika að pólsk stjórnvöld eru að bregðast við af yfirvegun og innan NATO er verið að taka þessu alvarlega en þó ekki verið að flana að neinu. Það er huggun harmi gegn.“ Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Nítján rúsneskum árásardrónum var flogið inn í pólska lofthelgi í nótt. Forsætisráðherra segir þann fyrsta hafa rofið lofthelgina rétt fyrir miðnætti og þann síðasta klukkan hálf sjö í morgun. Atburðurinn hafi því verið yfirstandandi alla nóttina. Flugvöllum var tímabundið lokað og utanríkisþjónustan beindi því til íslenskra ríkisborgara að fylgjast vel með gangi mála. Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir að þó nokkuð margir hafi haft samband; ýmist vegna flugferða og eða til að leita upplýsinga. Einbeittur brotavilji Rússa sé áhyggjuefni. „Það virðist vera ákveðin stigmögnun í gangi og þá hefur maður áhyggjur af því að einhvern tímann tapi menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Friðrik. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt.vísir/AP Að minnsta kosti fjórir drónar voru skotnir niður með aðstoð annarra NATO-bandalagsþjóða. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu sem drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki og segir forsætisráðherrann að Pólverjar hafi ekki staðið nær hernaðarátökum frá seinni heimstyrjöld. Rússar segja að um óviljaverk hafi verið að ræða og að drónunum hafi ekki verið stefnt á pólsk skotmörk. Friðrik telur það ótrúverðuga skýringu. „Við höfum vanist því frá Rússum að það koma alltaf einhverjar skýringar sem jafnvel stangast á við hvor aðra. Þetta ber öll merki þess að vera viljaverk,“ segir hann. Friðrik segir nauðsynlegt að styðja Úkraínu áfram í sinni varnarbaráttu og efla andspyrnu gagnvart aðgerðum Rússa með því að efla til að mynda viðskiptaþvinganir.vísir/AP „Mann grunar að þetta séu einhvers konar pólitísk skilaboð til Póllands og til Vesturlanda, kanna hver viðbrögðin eru. Svo er þetta líka ákveðin forherðing og fyrirlitning. Það er bara verið að sýna öllum á Vesturlöndum og í Úkraínu að Rússar gera það sem þeim sýnist.“ Staða öryggismála í álfunni sé áhyggjuefni. „Þegar land eins og Rússland er komið á þann stað að þeim finnst þeir geta beitt svona hömluleysi og komið fram án hugsanlegra afleiðinga hlýtur það að vekja okkur til umhugsunar; hvernig komumst við á þennan stað og hvað við getum við gert til að komast út úr þessu aftur. Söguleg dæmi eru ekki sérstaklega góð, en ég verð að undirstrika að pólsk stjórnvöld eru að bregðast við af yfirvegun og innan NATO er verið að taka þessu alvarlega en þó ekki verið að flana að neinu. Það er huggun harmi gegn.“
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira